Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR8 -fréttir pósturu vf@vf.is BREYTING Á AÐALSKIPULAGI OG DEILISKIPULAGSTILLAGA GRÓFIN - BERG OG SUNNAN FITJA Í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar til kynningar eŠirfarandi tillögur að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulögum a) Breyting á aðalskipulagi Grófin og Berg Breytingin felst í að miðsvæði er stækkað og íbúðasvæði minnkað. Einnig er sjávarstæði við höfn minnkað og fært til suðurs. Greinagerð er se– fram á uppdræ–i í mkv. 1:17.500. b) Deiliskipulagstillaga Grófin-Berg Gert er ráð fyrir uppbyggingu á nýju miðsvæði í Grófinni og þé–ingu núverandi íbúðabyggðar á Berginu. Einnig er gert ráð fyrir stækkun smábátahaf- nar. Tillagan er se– fram á tveim uppdrá–um og í greinagerð. c) Deiliskipulagstillaga sunnan Fitja Deiliskipulagssvæðið er um 32,3 ha sunnan Fitja (Pa–erson svæði). Svæðið afmarkast af reit VÞ5 í Aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir starfsemi sem tengist rannsóknum, þróun m.a. í tengslum við nýtingu orku, netþjónabúum og gagnaverum. Tillögur ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 20. mars 2014 til 1. maí 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. maí 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim. Reykjanesbæ, 19. mars 2014. Skipulagsfulltrúi AUGLÝSING UM ÓVERULEGA BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI REYKJANESBÆJAR 2008-2024 SUNNAN FITJA Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 18. mars 2014 samþykkt óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024. Breytingin er se– fram í greinagerð, dags 8. mars 2014. Í greinagerð kemur fram rökstuðningur við breytinguna. Breytingin felst í því að byggingarmagn er aukið á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 sunnan Fitja án breytingar á nýtingarhlutfalli svæðisins. Málsmeðferð var í samræmi við skipulagslög nr.123/2010. Reykjanesbæ, 19. mars 2014. Skipulagsfulltrúi Guðni Ingimundarson hefur verið útnefndur heiðurs- borgari Sveitarfélagsins Garðs. Bæjarstjórn Garðs heiðraði Guðna sl. sunnudag af þessu til- efni. Guðni er kjörinn heiðursborgari fyrir frumkvöðlastarf hans við varðveislu menningarverðmæta sem tengjast atvinnusögunni, sem og fyrir störf hans í þágu byggða-og atvinnumála. Guðni var alla sína starfsævi vöru- bílstjóri. Árið 1954 var hann feng- inn til að leggja vatnsveitu í Garði, til þess að vinna verkið festi hann kaup á GMC hertrukk með bómu að framan. Guðni ætlaði sér að nota trukkinn í þetta eina verkefni, en það fór svo að trukkurinn varð hans aðal atvinnutæki í um 50 ár. Guðni og trukkurinn leystu mörg verkefni í Garði og fóru auk þess víða um Suðurnes til að vinna að margvíslegum verkefnum. Fyrir vikið er Guðni vel þekktur meðal Suðurnesjamanna og gjarnan er talað um Guðna og trukkinn sam- tímis. Guðni hefur gegnum tíðina safnað á annað hundrað bátavéla, gert þær upp sem nýjar og gangfærar. Elsta vélin er frá því um 1920. Þegar Byggðasafnið á Garðskaga var vígt þann 2. Júlí 2005 afhenti Guðni safninu að gjöf og til varð- veislu 60 gangfærar bátavélar, auk þess sem hann gaf safninu GMC trukkinn sinn fræga. Auk þessara véla á Guðni um 40 uppgerðar og gangfærar vélar í skúrnum hjá sér. Guðni er því sannur frumkvöðull við varðveislu menningarverð- mæta sem tengjast atvinnusögunni og er vélasafnið sem hann hefur safnað og gert upp einstakt, ekki aðeins á Íslandi heldur þótt víðar væri leitað. Guðni fæddist að Garðstöðum í Garði þann 30. desember 1923 og varð því 90 ára þann 30. desember 2013. Eiginkona hans er Ágústa Sigurðardóttir frá Ásgarði á Mið- nesi, börn þeirra eru Sigurjóna, Ingimundur og Árni, sem öll eru búsett í Garði. Guðni heiðraður af bæjarstjórn Garðs Lúðrasveit Þorlákshafnar Vestmannaeyja& kynna & FjallabræðurJónasSig í Grindavík22. mars DúnDurtónleikar í íþróttahúsinu í GrinDavík lauGarDaGinn 22. mars kl. 20:30 í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis GrinDavíkur. fjallabræður oG jónas siG flytja sín helstu löG ásamt hljómsveit oG sameinuðum 80 manna lúðrasveitum vestmannaeyja oG þorlákshafnar. húsið opnar kl. 19:30. aðGanGseyrir 3.900 kr. miðasala í sj0ppunni aðal-braut, víkurbraut 31, GrinDavík. Ágústa sker tertusneið fyrir bónda sinn. Hjá þeim standa börn þeirra, Ingimundur, Sigurjóna og Árni. Heiðurshjónin Ágústa Sigurðardóttir og Guðni Ingimundarson við GMC- trukkinn á byggðasafninu á Garðskaga. Trukkurinn, G510, var atvinnutæki Guðna í áratugi. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson Guðni og Ágústa með afkomendum og fjölskyldum við heiðrunina á byggðasafninu á Garðskaga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.