Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR22 -safnahelgin pósturu vf@vf.is Sýningin Mannlegar víddir var opnuð í Listasafni Reykja- nesbæjar um síðustu helgi. Meðal gesta við opnunina var Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands Á sýningunni er að finna verk eftir tvo listamenn, Stefán Boulter og Stephen Lárus Stephen, sem báðir hafa sérhæft sig í gerð mannamynda. Báðir eiga þeir erlenda feður og hafa sótt listmenntun sína til annarra landa, Stefán til Noregs og Ítalíu, Stephen Lárus til Bretlands. Að öðru leyti eru þeir afar ólíkir. Mannamyndir Stefáns Boulter eru mestmegnis lágstemmd einka- samtöl hans við vini og kunningja, eða einræður hans sjálfs, tilraunir til að laða fram og festa á striga kenndir og hugsanir þeirra sem hann fjallar um, með útlistun á látbragði þeirra. Um leið einkenn- ast mannamyndir hans af dulúð, sem er eins konar staðfesting þess að sérhver manneskja sé „eyland“, varðveiti innra með sér einkaver- öld sem enginn annar hafi aðgang að. Stephen Lárus hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir portrett- myndir af ýmsum „opinberum“ Íslendingum. Málverk hans af Sól- veigu Pétursdóttir, fyrrverandi al- þingismanni og forseta Alþingis, vakti nokkuð umtal þegar það var vígt fyrir tveimur árum; þetta málverk er að finna á sýningunni. Yfirlýst markmið Stephens er að koma á framfæri viðmóti fyrirsæta sinna, án þess að ganga of nærri einkalífi þeirra. Sýningunni er framar öðru ætlað að sviðsetja samspil þessara ólíku viðhorfa til mannamyndagerðar, í því augnamiði að skerpa á sér- kennum beggja. Á sýningunni er einnig að finna formyndir lista- mannanna að nokkrum sýndum verkum, allt frá frumdrögum til nákvæmra lokaútlistana. Sýningin stendur til 27. apríl 2014. Í sjötta sinn tóku söfnin á Suðurnesjum höndum saman og buðu upp á sam- eiginlega dagskrá undir merkjum Safna- helgar á Suðurnesjum um liðna helgi. Markmiðið hefur frá fyrstu tíð verið hið sama þ.e. að kynna fyrir Íslendingum hin frábæru söfn og sýningar sem við bjóðum upp á Suðurnesjum. Þetta er liður í menn- ingarferðaþjónustu svæðisins og upplagt fyrir íbúa næsta nágrennis að upplifa eitt- hvað af því fjölmarga sem hér er í boði. Safnahelgin á Suðurnesjum heppnaðist mjög vel að þessu sinni og hafa aldrei mætt eins margir gestir á auglýsta viðburði. Forstöðu- menn safna sem Víkurfréttir hafa heyrt frá eru mjög sáttir með hvernig til tókst. Söfn,setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því margt á döfinni og fjöl- breytt dagskrá. Auk þess voru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis og sölu. Ókeypis var inn á öll söfnin af þessu tilefni. Meðfylgjandi myndir voru teknar á byggðasafninu á Garðskaga. SAFNAHELGIN VEL SÓTT Vigdís skoðar Mannlegar víddir í Listasafni Reykjanesbæjar Valgerður Guðmundsdóttir, Stephen Lárus Stephen, Stefán Boulter, Árni Sigfússon og Aðalsteinn Ingólfsson við opnun sýningarinnar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.