Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 15% afsláttur* Af öllum pa kkningum * Gildir í ma rs Skilafrestur vegna stjórnarkjörs Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 19. maí nk. Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn kosnir til tveggja ára og tveir varmenn í stjórn kosnir til eins árs. Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ, eigi síðar en 18. apríl 2014. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfs- heiti, heimilsfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Uppstillinganefnd STFS Sumarstörf Óskum eftir starfsfólki í afgreiðslu í sumar. Viðkomandi þarf að hafa náð 21 árs aldri. Tungumálakunnátta æskileg. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði. Óskum eftir starfsfólki í bílaþrif í sumar Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri. Ökuréttindi og hreint sakavottorð skilyrði. Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá til Þórunnar Þorbergsdóttur á netfangið thorunn@bilahotel.is Nánari upplýsingar veittar í síma 421-5566 milli 8:00 og 16:00. Í tilefni fermingarafmælis okkar þann 17. - 18. maí nk. langar okkur til að ná til sem flestra og blása til hittings. Endilega látið þetta boð ganga á Facebook undir Árgangur 1950. Við hvetjum ykkur til að vera með. Árgangur 1950 Álag á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja – bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng uAð undanförnu hefur verið mikið álag á heilsugæslu Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja, HSS, og bið eftir tímum hjá læknum á dagvinnutíma er afar löng. „Þetta er að öllum líkindum tíma- bundið ástand og biðjumst við velvirð- ingar á þessu. Heilsugæsluvakt fyrir að- kallandi erindi er sem fyrr milli 16 og 20 alla daga og bráðavakt allan sólar- hringinn,“ segir í tilkynningu frá HSS. Þeir sem eiga pantaðan tíma að deg- inum en hyggjast ekki nota hann eru vinsamlegast beðnir um að láta vita svo aðrir geti nýtt hann. Vinnuslys við farangursflokkun u Vinnuslys varð í farangurs- flokkunarsal Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar í vikunni sem leið. Starfs- maður var að losa farangurskerru aftan úr dráttartæki, þegar óhappið varð. Hann hafði ekki lokið við að aftengja kerruna þegar dráttartækinu var ekið áfram og varð hægri fótur manns- ins fyrir kerrunni. Meiðsl voru talin minniháttar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Svikinn eftir viðskipti á bland.is - Taldi sig hafa keypt farsíma uBorgari leitaði til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni og sagði farir sínar ekki sléttar varðandi kaup á síma í gegnum vefsíðuna bland.is. Hann keypti þar Samsung farsíma fyrir 40 þúsund krónur. Samkomulag varð með seljanda og kaupanda þess efnis að sá síðarnefndi greiddi hinum fyrr- nefnda 20 þúsund út og svo 20 þúsund við afhendingu símans. Kaupandinn greiddi 20 þúsund krónurnar en af- hendingin dróst á langinn. Hann reyndi með öllum ráðum að ná í seljandann, sem hefur hvorki svarað skilaboðum né hringingum. Lögregla varar fólk við viðskiptum af þessu tagi, því dæmi eru um að þeir sem hafa talið sig vera að kaupa hluti hafa setið uppi án þess að fá þá í hendur, og jafnframt einhverri fjárhæð fátækari. -fréttir pósturu vf@vf.is Gjaldfrjálsir dagar í Kölku í lok apríl – „Vissulega vildi ég hafa fleiri gjaldfrjálsa daga“ Gjaldfrjálsir dagar verða í Kölku 25. og 26. apríl nk. Þetta upplýsir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjanesbæjar (USK) í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðuna „Reykjanes- bær - gerum góðan bæ betri“. Á sama tíma verður umhverfisvika í Reykjanesbæ. „Vissulega vildi ég hafa fleiri gjald- frjálsa daga en þetta á að prufa og við sláum ekki höndinni á móti því. Okkur á USK langar til að gera mikið úr þessu, fá grunnskólabörn, íþróttafélög, félagasamtök og al- menna íbúa til að hreinsa almenni- lega bæinn okkar fyrir vorið“. Vakin var athygli á ófremdar- ástandi á Stapanum í frétt hér á vf.is í síðustu viku. Þar safnast upp ýmiss úrgangur sem á ekki heima á svæðinu á Stapa, sem er eingöngu fyrir jarðveg og múrbrot. Það er tómlegt um að litast á Garðvangi í Garði. Heimilis- fólkið hefur verið flutt þaðan á nýtt heimili á Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Nú eru aðeins tómir stólar og rúm á hjúkrunarheimilinu í Garði. Minniháttar starfsemi er enn í hús- næði Garðvangs en þar eru skrif- stofur Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum, DS. Þar er nú unnið að því að ganga frá ýmsum málum en starfsemi DS breytist nú úr því að vera félag sem rekur hjúkrunar- heimili yfir í að vera nokkurs konar fasteignafélag því DS á húsnæði Garðvangs í Garði og Hlévangs í Keflavík. Nú þarf fljótlega að taka ákvörð- un um hvað verður um húsakost Garðvangs en Garðmenn hafa sýnt því áhuga að gera breytingar á hús- næðinu og innrétta hjúkrunar- rými samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru í dag til þeirrar starf- semi. Tómlegt á Garðvangi – heimilisfólkið flutt á Nesvelli í Reykjanesbæ Á meðfylgjandi mynd sjáum við Finnboga Björnsson, framkvæmda- stjóra DS, virða fyrir sér tóma stóla á sal Garðvangs.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.