Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 20. mars 2014 29 facebook.com/skolahreysti #skolahreystiMENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS ÁFRAM REYKJANES! Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Reykjanesi etja kappi í Skólahreysti miðvikudaginn 26. mars kl. 19:00 í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í apríl. Friðrik Ómar með sálma og saknaðar- söngva í Keflavíkur- kirkju uTónlistarmaðurinn Friðrik Ómar heldur tónleika í Keflavíkurkirkju miðvikudagskvöldið 26. mars nk. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00. Miðaverð er aðeins 2500 krónur en miðasala er einungis við innganginn. Platan KVEÐJA með Friðriki Ómari kom út í nóvember á sl. ári. Platan varð ein sú mest selda á landinu fyrir jólin en hún innihélt ýmsa sálma og sakn- aðarsöngva flutta af Friðriki Ómari í frábærum útsetningum hans sjálfs og Þóris Úlfarssonar píanóleikara. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að fylgja velgengni plötunnar eftir í kirkjum víðsvegar um landið í mars og apríl 2014. Til að auka á upp- lifun gesta hefur grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hannað hreyfi- myndir sem sýndar verða meðan á tónleikunum stendur. Ólöf Erla hefur hlotið ýmsar viðurkenningar hérlendis og erlendis fyrir draumkennda og ævintýralega grafík sína. Saman munu þau sjá til þess að gestirnir upplifi til- finningaríka stund þegar lög eins og Hærra minn guð til þín, Heyr mina bæn, Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn og Ave Maria munu verða flutt af Frið- riki Ómari og félögum. Mottumessa og Tímamótakvöld u Sunnudagskvöldið 23. mars kl. 20:00 verður mottumessa í Kefla- víkurkirkju. Messan er haldin í sam- starfi við Krabbameinsfélag Suður- nesja og flytja fulltrúar félagsins hugleiðingu og segja sögu sína. Kefla- víkurkirkja hefur verið böðuð bláum flóðljósum í þessum mánuði og er það til stuðnings því verkefni að vekja at- hygli á krabbameini í körlum. Tekið verður á móti framlögum við messuna og renna þau óskip til Krabbameins- félags Suðurnesja. Fjölskyldumessa verður svo kl. 11:00. Mánudagin 24. mars flytur Sigrún Anna Jónsdóttir erindi í Keflavíkur- kirkju. Erindið fjallar um hina gömlu Keflavíkurkirkju sem eyðilagðist í stormi veturinn 1902. Viðburðurinn er liður í dagskránni Tímamótakvöld í Keflavíkurkirkju, í tilefni af væntanlegu aldarafmæli Keflavíkurkirkju. Brenniboltamót vin- sælast í heilsuviku - Sandgerðingar nýttu sér fjölbreytta dagskrá uSunddeild Reynis var endurvakin með látum og eru reglulegar æfingar nú hafnar aftur. Meðal annars var boðið upp á jóga, zúmbadans, júdó, körfubolta, bæjargöngu, heilsuviku- hlaupið var hlaupið í fyrsta sinn, keppni í pílukasti, einkaþjálfari leið- beindi í þreksal, tímatöku í sundi, fyrirlestra, golfkennslu, æskulýðs- messu og margt fleira. Vinsælustu viðburðirnir í ár voru brenniboltamótið, sem er að skipa sér sess sem árlegur viðburður heilsuviku, en um 100 manns mættu þar og höfðu gaman af. Samkaupsmótið í blaki var einstaklega skemmtilegt og vel skipu- lagt með aðstoð frá Blakdeild Kefla- víkur. Góð þátttaka var hjá yngsta aldurshópnum í knattþrautakeppni Reynis sem og taekwondo-æfingu í íþróttahúsinu þar sem mættu yfir 40 manns til að prófa. Þess má geta að taekwondomaðurinn Karel Bergmann Gunnarsson var kjör- inn íþróttamaður Sandgerðis kvöldið fyrir kynninguna. Grunnskólinn og leikskólinn tóku einnig virkan þátt í heilsuvikunni og buðu nemendum upp á ýmsar heilsusamlegar uppákomur. En þó að heilsuvikunni sé lokið þá hvetjum við alla til að huga að heils- unni allt árið um kring og skiptir þá jafn miklu máli að huga að líkamlegu og andlegu hliðinni. Umsjónarmenn heilsuvikunnar Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarna- fulltrúi, og Páll Jónsson, formaður for- varna- og jafnréttisráðs, vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem tóku þátt. Rúmlega 30 manns gengu á s u n n u d a g s m o r g u n u m Arnarseturshraun sem rann árið 1226. Reykjanes jarðvangur bauð til göngunnar í tilefni af safna- helgi á Suðurnesjum og var Rann- veig L. Garðarsdóttir leiðsögu- maður. Lagt var upp í ferðina frá Gíg- hæð og skoðaðar hleðslur sem þjónuðu vegavinnumönnum við gerð Grindavíkurvegarins á ár- unum 1913 - 1918. Í framhaldinu var skoðaður gígurinn Arnarsetur, falleg hrauntröð vestan Grinda- víkurvegar og hellarnir Dátahellir og Kubbur. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gönguferðinni. 30 gengu um Arnarseturshraun

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.