Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 20.03.2014, Blaðsíða 30
fimmtudagurinn 20. mars 2014 • VÍKURFRÉTTIR30 -íþróttir pósturu eythor@vf.is Miðherjinn stæðilegi hjá Grindavík, Sigurður Gunn- ar Þorsteinsson hefur átt frábært tímabil með þeim gulklæddu. Ísafjarðartröllið virðist í sínu besta formi og ef áfram heldur sem horfir mun hinn 25 ára gamli leikmaður fljótlega leggja land undir fót. Sigurður segist hafa íhugað þau mál og hefur alls ekki gefið atvinnu- mannadrauminn upp á bátinn. Þau mál verði skoðuð eftir tímabilið. Fyrst þarf að klára ákveðið verkefni. „Við ætlum að vinna þessa úrslita- keppni, þannig að hún leggst afar vel í okkur,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður út í komandi úr- slitakeppni í Domino's deildinni. Liðið hefur verið á góðu skriði síðan vandamál með erlenda leikmenn voru leyst og lykilmenn náðu að jafna sig af meiðslum. Í vikunni var Sigurður valinn í úr- valslið seinni umferðar Domino’s deildarinnar og hann var besti maður vallarins þegar Grindvíkingar unnu bikarkeppnina fyrir skömmu. Sigurður setti sér ákveðin mark- mið fyrir tímabil sem hann segist ekki alveg hafa náð. Hann er þó ánægður með sinn leik, þá sér- staklega á seinni hluta tímabils. Líkamlega er Sigurður líklega í sínu besta formi en það þakkar hann stífum æfingum hjá handbolta- kappanum Einari Hólmgeirssyni síðasta sumar. En er Sigurður að toppa núna? „Ég ætla að vona að ég sé ekki ennþá búinn að toppa, það væri frekar leiðinlegt. Ég hugsa að það sé nú eitthvað eftir á tank- inum,“ en líklegast er það rétt enda hefur frammistaða miðherjans farið stigvaxandi í vetur og eru lík- lega bestu árin í boltanum fram- undan. Hefur þroskast mikið í Grindavík Sigurður hefur náð sér í tvo Ís- landsmeistaratitla, tvo deildar- meistaratitla og bikarmeistaratitil síðan hann kom til Grindavíkur frá Keflvíkingum árið 2011. Á tíma sínum í Röstinni segist Sigurður hafa bætt sig töluvert sem leik- maður. „Ég lærði mikið í Keflavík en ég hef þroskast mikið hérna í Grindavík og ég hugsa að ég lesi leikinn og liðsfélaga mína betur en ég gerði. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa komið hingað,“ segir Sigurður léttur í bragði. Grindvíkingar eru Íslandsmeist- arar síðustu tveggja ára og eru með gríðarlega sterkan hóp. „Ég tel að við séum með besta hópinn á land- inu. Kannski ekki með hæfileika- ríkustu einstaklingana en við erum samheldinn hópur sem þekkjum vel inn á hvern annan.“ Grindvík- ingar taka á móti Þórsurum í kvöld á heimavelli sínum en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Sigurður segir að Grindvíkingar séu ekki mikið að velta öðrum liðum fyrir sér heldur hafi augun á þeim stóra í bikarskápnum í Röst- inni. „Við viljum bara halda honum heima, hann fer ekki neitt,“ sagði Ísfirðingurinn sterki í Grinda- víkurliðinu að lokum. Nú er ljóst hvaða lið mæt-ast í úrslitakeppninni í Domion's deild karla. Í dag, fimmtudag fer veislan af stað en þá taka Grindvíkingar á móti Þórsurum í Röstinni. Liðin úr Reykjanesbæ eiga svo bæði heimaleiki á morgun, föstudag. Þriðja árið í röð mætast Kefl- víkingar og Stjörnumenn en liðin hafa eldað grátt silfur í síðustu rimmum. Þrátt fyrir að Keflvík- ingar verði að teljast sigurstrang- legri má búast við hörku baráttu í leikjum liðanna. Keflvíkingar unnu stórsigur á Stjörnumönnum í fyrsta leik tímabilsins í Ásgarði. Munurinn var á liðunum 25 stig í þeim leik. Þegar liðin mættust svo í TM-höllinni í janúar var spennan öllu meiri. Keflvíkingar höfðu þar þriggja stiga sigur í hörku leik. Grindvíkingar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar og mæta Þórs- urum í 8-liða úrslitum. Þessi lið mættust í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn árið 2012 þar sem Grindvíkingar kræktu í titilinn. Grindvíkingar sem leikið hafa frá- bærlega síðan um áramótin eru ríkjandi Íslands- og bikarmeist- arar og verða að teljast ansi líklegir til þess að leggja nágranna sína af velli. Liðin mættust fyrir skömmu og þar höfðu Grindvíkingar frekar öruggan sigur. Liðin mættust í Grindavík í byrjun desember en þá unnu Þórsarar sigur með 10 stigum. Á fimmtudag verður flautað til leiks í rimmunni en leikur liðanna verður í beinni út- sendingu á Stöð 2 sport. Njarðvíkingar eiga heimavallarétt gegn Haukum en liðin hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildarkeppn- inni í vetur, en báðir sigrar komu á heimavelli. Fyrirfram er búist við jafnri keppni milli þessa liða, enda skiljanlegt þar sem liðin höfnuðu jú í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvíkingar hafa ekki komist fram yfir 8-liða úrslitin síðuastu tvö ár, en þeir í Ljónagryfjunni vilja sjálfsagt ólmir að þar verði breyting á. Liðin sem mætast og sætin sem liðin höfnuðu í: KR (1) · Snæfell (8) Keflavík (2) · Stjarnan (7) Grindavík (3) · Þór Þ. (6) Njarðvík (4) · Haukar (5) Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Þetta breytta fyrir- komulag gerir það að verkum að fleiri leikir fara líklega fram og erfiðara gæti reynst fyrir þau lið sem enduðu neðar í töflunni að koma á óvart, ef svo mætti segja. Auðvitað er ekkert bókað fyrir fram og ómögulegt að segja til um hvernig málin þróast. Spennandi verður að fylgjast með Suður- nesjaliðunum sem öll verða að teljast líkleg til þess að komast í undanúrslit. Stóra stundin er runnin upp - Körfuboltaveisla framundan Bikarinn fer ekki neitt Grindvíkingurinn Sigurður Gunnar hefur verið frábær í vetur - atvinnumennska í kortunum eftir tímabilið Af úrslitakeppni kvenna er það að frétta að Keflvíkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Haukum í gær, mið- vikudag en leikurinn hófst eftir að blaðið fór í prentun. Haukar voru með 2-0 forystu í einvíginu og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum. Til þess að nálgast um- fjöllun um leikinn má heimsækja vefsíðu Víkurfrétta vf.is. Keflvíkingar með bakið upp við vegg Keflvíkingarnir komnir til Taiwan Keflvísku teakwndokapparnir Ástrós Brynjarsdóttir, Karel Berg-mann Gunnarsson og Sverrir Örvar Elefsen eru loks komin til Taiwan þar sem þau munu vera næstu tvær vikurnar við keppni og æfingar. Á morgun, föstudag keppa Sverrir og Karel á úrtökunni fyrir Ólympíuleika æskunnar og í næstu viku keppa þau öll á heims- meistaramóti unglinga í taekwondo. Mótið er mjög stórt, en það eru um 50 keppendur í hverjum flokki. Ferðalagið var langt, um 32 tímar og var því kærkomið að komast loks á hótel í Taiwan og hvílast.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.