Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2014, Side 19

Víkurfréttir - 10.04.2014, Side 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. apríl 2014 19 SáluFauré messa Stjórnandi Arnór B. Vilbergsson Í samstarfi við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar Bylgja Dís Gunnarsdóttir Jóhann Smári Sævarsson Keflavíkurkirkja kl. 17:00 og 20:00 Miðaverð kr. 2.000 Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit og einsöngvurum Pálmasunnudagur 13. apríl ATVINNA STARFSMAÐUR Í VIÐHALD Vantar starfsmann í viðhald á bílum, tækjum og búnaði Eldsneytisafgreiðslunnar á Keavíkurugvelli. Viðkomandi þarf að vera laghentur og úrræðagóður og hafa reynslu af viðhaldi vinnuvéla, bíla o.þ.h. Hreint sakavottorð skilyrði. Nám í vélvirkjun, bifvélavirkjun, vélstjórn eða sambærilegu kostur, en ekki skilyrði. Upplýsingar veitir Halldór í síma 425-0751 og halldor@eak.is Eldsneytisafgreiðslan á Keavíkurugvelli -mannlíf pósturu vf@vf.is Li s t a m a ð u r i n n S æ m u n d u r Gunnarsson heldur sína sjö- undu einkasýningu um þessar mundir. Nýjasta sýning Sæmundar kallast Ljós í Hrauni en þar fæst listamaðurinn við hraun með áhugaverðum hætti, en sjálfur segir Sæmundur að nýlegir atburðir við Gálgahraun hafi veitt honum inn- blástur við vinnu verkanna sem unnin eru í akrýl. Sýningin hefst 12. apríl og stendur til 6. maí. Sýningin fer fram að Skólavörðustíg 5 í hús- næði Ófeigs gullsmiðs í Reykjavík. Sæmundur er fæddur í Reykjavík árið 1962, en hefur búið í Reykjanesbæ allar götur síðan 1985. Myndlist hefur fylgt Sæmundi frá unga aldri, hann hefur krassað og teiknað frá því að hann man eftir sér. Hann hefur sótt fjölda námskeiða, meðal annars í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur, nám- skeið hjá Þuríði Sigurðardóttur og ýmiss námskeið á vegum Myndlistar- félags Reykjanesbæjar. Ljós í Hrauni Sæmundar n Tónleikar í Stapa, Hljómahöll: Sinfóníu- hljómsveit og kammersveit Si n f ó n í u h l j ó m s v e i t o g Kammersveit Wladislaw Ze- lenski Tónlistarskólans í Kraká heldur tónleika í Stapa, Hljóma- höll á morgun, föstudaginn 11. apríl kl.19.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þessar hljómsveitir, sem eru skip- aðar alls um 50 nemendum á aldr- inum 14-20 ára, eru gestir Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar. Strengjasveit TR mun síðan heimsækja Wladis- law Zelenski Tónlistarskólann í júní nk. Í Kráká mun Strengjasveit TR halda nokkra tónleika en að auki taka þátt í masterklass-tíma og kennslustundum við Wladislaw Zelenski Tónlistarskólann. Fyrir utan tónleikana í Stapa, munu pólsku gestirnir leika fyrir eldri borgara á Nesvöllum kl.14.00 á morgun. Söguratleikur á Garðskaga? – Afþreying fyrir ferðafólk á Garðskaga Erindi frá Oddnýju K. Ásgeirs-dóttur var tekið fyrir hjá bæjarráði Garðs á dögunum. Þar kemur fram tillaga um afþreyingu fyrir ferðafólk á Garðskaga sem felst í söguratleik um svæðið um- hverfis Garðskaga. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs tekur jákvætt í erindið og sam- þykkti að fá umsögn byggingafull- trúa um það.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.