Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 3
– að atvinnumálum bæjarbúa Grundvöllur að góðu samfélagi byggist á atvinnu. Þegar atvinnulífið er í blóma eru allar leiðir færar. Tekjur bæjarbúa aukast, tekjur bæjarsjóðs aukast, útgjöld vegna atvinnuleysis minnka og svigrúm sveitarfélagsins eykst til að styðja önnur mikilvæg samfélagsverkefni. Fjölmargt jákvætt hefur gerst í atvinnumálum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að bið hafi verið á að stóru verkefnin í Helguvík verði að veruleika. Í því sambandi má nefna: • Ásbrú – stærsta frumkvöðlasetur landsins • Stolt seafarm á Reykjanesi • Verne – gagnaver á Ásbrú • Nýtt gagnaver í byggingu við Patterson • Hjúkrunarheimilið á Nesvöllum • Codland, heilsuvöruverksmiðja á Reykjanesi • Keilir – menntasetur á Ásbrú • Hljómahöllin • Viðbætur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar • Algalíf, þörungagróðurhús Klárum málin Átta stór atvinnuverkefni sem eru í undirbúningi í Helguvík eru ekki tilviljun heldur afleiðing margra ára baráttu Sjálfstæðismanna fyrir góðum og vel launuðum störfum í þágu bæjarbúa í Reykjanesbæ. Þau fyrirtæki sem nú undirbúa starfsemi í Helguvík eru m.a.: • Vatnsútflutningur • Kísilver – United Silicon • Kísilver – Torsil • Hreinkísill • Álver Norðuráls • Grænn efnagarður – AGC Setjum X við D og tryggjum áframhaldandi atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ. xdreykjanes.is Vinnum áfram Vinnum áfram Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Á kosningamiðstöð okkar að Hafnagötu 90 bjóðum við uppá súpu í hádeginu á virkum dögum, við grillum pylsur á milli kl. 14 og 16 á laugardögum og bökum saman vöfflur alla sunnudaga frá 14 til 16. Síminn hjá kosningastjóra er 848-2424. Líttu við!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.