Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR8
-mannlíf pósturu vf@vf.is
-fréttir
Sveitarstjórnarkosningar
laugardaginn 31. maí 2014
Kjörstjórn Sandgerðisbæjar
Kjörskrá í Sandgerðisbæ vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 31. maí
liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar fram að kjördegi.
Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.
Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði.
Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki.
Kjörstaður opnar kl. 9 og lokar kl. 22.
Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur
í Grunnskólanum í Sandgerði
og í síma 899 6317.
Átta milljónir í
aukaúthlutun
Vaxtarsamnings
Vaxtarsamningur Suður-nesja auglýsti nýverið eftir
styrkumsóknum í hluta þeirra
fjármuna sem sjóðurinn hefur
til úthlutunar. Um aukaúthlutun
var að ræða þar sem 8 milljónir
voru til ráðstöfunar. Alls bárust
23 umsóknir um verkefnastyrki.
Samtals var upphæð styrkbeiðna
rúmlega 38 milljónir króna.
Áætlaður hei ldarkostnaður
verkefna var rúmlega 117 millj-
ónir króna að mati umsækjenda
sjálfra.
Að þessu sinni hlutu 8 verkefni
styrk.
Brjósksykur er hollari
en brjóstsykur
– Holtsgata 8 ehf.
Styrkur kr. 1.500.000.
Fyrirtækið hyggst fullnýta hið dýr-
mæta hráefni sem hákarl er og nýta
brjósk í vinnslu á fæðubótarefni.
Hámörkun hnakkastykkja
með bættri hausun
– Þorbjörn hf.
Styrkur kr. 1.350.000.
Verkefnið lýtur að þróun vélar sem
sker hausinn frá búki fisksins og
stuðlar að betri nýtingu.
Fish and Fun
– Travice.
Styrkur kr. 1.000.000.
Ætlunin með verkefninu er að
tengja saman í klasa hagsmunaað-
ila á Reykjanesi um árlega matar-
hátíð, menningu og náttúru.
Markaðs- og kynningarsókn
erlendis á nýrri gagnvirkri
tækni í smáforritsgerð
– Raddlist ehf.
Styrkur kr. 1.000.000.
Markmiðið með verkefninu er að
koma á kynningum og samstarfi
um notkun á nýrri aðferð til að
kenna ensku málhljóðin í ákveðn-
um skólasamfélögum í Bandaríkj-
unum.
Markaðssetning á kalki
úr fiskbeinum
– Codland ehf.
Styrkur kr. 1.000.000.
Markmið Codland er fullnýting
sjávarafurða. Í þessu verkefni
er unnið með bein og einblínt á
sjávarkalk.
Aukin sjálfvirkni og bætt
nýting við skelvinnslu
– Orkurannsóknir ehf.
Styrkur kr. 950.000.
Verkefnið snýr að aukinni sjálf-
virkni í skelvinnslu og aukinni
nýtingu á hráefni í skelfiskvinnslu.
Verkefnið verður unnið af nem-
endum í Mekatróník tæknifræði
og Orku- og umhverfistæknifræði
hjá Keili.
Fræðslutengdir möguleikar í
Reykjanes jarðvangi
– GeoCamp Iceland
Styrkur kr. 700.000.
Verkefninu er ætlað að stuðla að
uppbyggingu samstarfs fræðsluað-
ila og kortlagningu mennta-
tengdrar möguleika í ferða-
mennsku innan Reykjanes jarð-
vangs.
Kirkjubólsbrenna
– Þórhildur Ída Þórarinsdóttir
Styrkur kr. 500.000.
Verkefnið sem um ræðir er
„hreyfanleg leiksýning“ byggð á
Kirkjubólsbrennu, sem er sögu-
legur atburður frá fyrri tíma á
Reykjanesi. Verkefnið er flutt á
ensku og ætlað erlendum ferða-
mönnum.
Tjaldur á eggjum í Útskálakirkjugarði
Tjaldur liggur nú á eggjum í Útskálakirkjugarði. Tjaldurinn hefur gert sér hreiður á fallegu leiði í kirkjugarðinum og verpt þar þremur eggjum.
Víkurfréttir komu fyrir myndavél við leiðið og tóku meðfylgjandi myndir. Það er ósk okkar að fólk veiti tjaldinum það svigrúm sem hann
þarf til að koma ungum á legg og sé því ekki að ónáða fuglinn frekar. Video af aðförum tjaldsins á hreiðrinu má sjá á vef Víkurfrétta.
Í vímu ók aftan
á bifreið
u Ökumaður á
þrítugsaldri ók
aftan á bifreið,
sem var á ferð
eftir Njarðvíkur-
vegi um helgina. Lög-
reglumenn á Suðurnesjum grun-
aði að hann væri ekki alls kostar á
réttu róli við aksturinn, því hann
reyndist vera ökuréttindalaus og
bar að auki merki fíkniefnaneyslu.
Hann var færður á lögreglustöð,
þar sem sýnatökur staðfestu að
hann hefði neytt kannabis, am-
fetamíns og metamfetamíns, auk
ópíumblandaðs efnis.
Annar ökumaður var handtekinn
vegna gruns um vímuefnaakstur
og reyndist hann hafa neytt áfengis
og kannabisefna. Hann var einnig
réttindalaus.
Þriðji ökumaðurinn, sem lögregla
handtók um helgina vegna fíkni-
efnaaksturs reyndist hafa neytt am-
fetamíns, metamfetamíns, kókaíns
og kannabis. Þá fundu lögreglu-
menn fíkniefni í fórum farþega í
bíl hans.
Næsta blað kemur út
miðvikudaginn
22. maí