Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 22.05.2014, Blaðsíða 6
fimmtudagurinn 22. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR6 Nemendur og starfsfólk í Heiðarskóla fögnuðu liðsfólki sínu í Skólahreysti í frímínútum á mánudagsmorgun en skólinn tryggði sér sigur í keppninni föstudagskvöldið áður. Hundruð barna voru saman komin fyrir framan skólabygginguna til þess að berja fyrirmyndir sínar augum á svölum skólans. Já, Katla Rún Garðarsdóttir, Elma Rósný Arnardóttir, Andri Már Ingvarsson og Arnór Elí Guðjónsson eru sannarlega góðar fyrirmyndir. Árangur grunnskóla á Suðurnesjum í Skólahreysti hefur verið einstakur undanfarin ár, en nemendur frá þeim hafa sigrað í fimm skipti af sex. Þar af sigraði Holtaskóli síðustu þrjú ár í röð og varð í öðru sæti í ár. Það verður að teljast einkar glæsi- legur árangur. Öflugar fyrirmyndir eiga það sameiginlegt að vera áberandi og um leið afar mikilvægar. Þegar ungt fólk nær svona góðum árangri verður það um leið öflug hvatning fyrir annað ungt fólk að setja sér markmið. Víða í grunnskólum eru nemendur í yngri deildum farnir að búa sig undir að keppa mögulega fyrir hönd sinna skóla í framtíðinni. Metnaðurinn skilar sér til þeirra. Í kosningabaráttu eins og fram fer um þessar mundir keppast mörg framboð í öllum sveitarfélögum um athygli og atkvæði ungra sem eldri kjósenda. Þar er um að ræða stóran hóp fólks sem spannar ólík litbrigði samfélagsins; manneskjur sem hafa látið til sín taka á fjölbreyttum sviðum samfélagsins. Reynsla, þroski, viðhorf og skoðanir frambjóðenda eiga sér jafn margar og ólíkar sögur og fjöldi þeirra segir til um. Þetta eru einnig mikilvægar fyrirmyndir sem hafa bein áhrif á mótun sam- félagsins. Í íþróttum fer fram hugsjónastarf þar sem lögð er áhersla á drengskap og heiðarleika. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og þau verða kjósendur áður en við vitum af. Fyrirmyndir eru mikilvægar -ritstjórnarbréf vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Olga Björt Þórðardóttir skrifar SÍMI 421 0000 verður haldinn fimmtudaginn 22. maí kl. 20.00 á veitingastaðnum Duus í Keflavík. AÐALFUNDUR ÞROSKAHJÁLPAR Á SUÐURNESJUM Stjórn Þroskahjálpar á Suðurnesjum Dagskrá fundar: Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á byggingu íbúða í Ragnarsseli (Suðurgata 7-9). Önnur mál. Allir hjartanlega velkomnir. Fulltrúum allra framboða á Suðurnesjum er boðið á fundinn. Kaffiveitingar. Ætlar að verða besti þjálfari í heimi Texti: Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is Ísland varð Norðurlandameistari í taekwondo í fyrsta sinn um nýliðna helgi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Suðurnesjamenn voru afar sigursælir á mótinu og eignuðust alls sjö Norðurlandameistara um helgina. Alls voru 20 keppendur frá Suðurnesjum og unnu þeir allir til verðlauna. Þjálfari Keflvíkinga, Helgi Rafn Guðmundsson, hefur unnið gríðarlega afar óeigingjarnt og metnaðarfullt starf sem aðalþjálfari taekwondodeildar Keflavíkur. Þegar hann kom til starfa sem yfirþjálfari rétt rúmlega tvítugur árið 2006 setti hann sér umsvifalaust háleit markmið. „Ég ætlaði mér að gera Keflavík að besta félagi Íslands. Við settum niður fullt af markmiðum sem við höfum verið að ná. Svo hugsuðum við að fyrst við gætum orðið besta félag á Íslandi, af hverju gætum við þá ekki orðið besta félag á Norðurlöndum? Maður gerði margar vitleysur þegar ég byrjaði. Ég hélt að ég kynni allt, en svo sér maður þegar árin líða hvað maður vissi rosalega lítið. Maður á líka svo mikið eftir ólært og það er virkilega spennandi að hugsa til þess.“ Líklega mætti segja að Keflavík sé nú þegar í fremstu röð á Norðurlöndum enda besta félag landins og kjarninn í landsliði Norðurlandameistara Íslands. „Þetta er svo gott fyrir sjálfstraustið hjá okkur. Hér er að koma keppendur frá mun stærri löndum og við frá smábæjum á Suðurnesjum erum að baka þau,“ segir Helgi kokhraustur. Hann segir að stemningin á mótinu hafi verið frábær. „Þarna var auðvitað fólk frá öllum Norðurlöndum og fjöldinn allur af Íslendingum, það var bara fullt hús.“ Ótrúleg sókn taekwondo á Suðurnesjum Eins og flestu íþróttaáhugafólki er nú sjálfsagt orðið kunnugt um, hefur taekwondo verið í gríðarlegri sókn á Suðurnesjum. Íþróttamaður Reykjanesbæjar kemur úr þeirra röðum, sömuleiðis íþróttafólk Keflavíkur. Íþróttamaður Sandgerðis undanfarin tvö ár hefur verið taekwondomaður og íþróttamaður úr röðum taekwondo hefur einnig verið kjörinn íþróttamaður Grindavíkur. Árangurinn hefur ekki orðið til á einni nóttu en mikil vinna býr að baki. „Þetta er skipulagt og metnaðarfullt starf. Við leggjum upp með að hlutirnir séu vel gerðir. Við viljum búa til góða karaktera. Það er lykilatriði að foreldrar séu með í starfinu. Það er svo gífurlega mikilvægt að fá góðan stuðning heiman frá,“ segir Helgi varðandi árangur unga íþróttafólksins. Helgi er sjálfur hógvær þrátt fyrir að spila stóra rullu í þessum árangri. Hann segist ekki hafa getað beitt sér í þjálfun af þessum krafti ef það væri ekki fyrir fjölskyldu hans. „Konan mín er fyrrum afrekskona í taekwondo og hún skilur alveg hvað ég er að ganga í gegnum,“ segir Helgi en Rut Sigurðardóttir kona hans er margfaldur Norðurlanda- og Íslandsmeistari í íþróttinni. Líklega eru fáir þjálfarar sem leggja jafn mikið upp úr skipulagi og Helgi sem segir að þjálfunin krefjist athygli hans nánast allan sólarhringinn. Að- spurður að því af hverju hann sé tilbúinn að leggja svo mikið í þjálfun ungmenna hér í bæ, þá stendur ekki á metnaðarfullu svari Helga. „Af því að ég ætla að verða besti þjálfari í heimi. Þetta er bara fórnarkostnaðurinn. Ég er búinn að sjá hvað þarf til og að ég hef getuna til þess. Nú er ég bara að vinna mig upp stigann.“ Mörg þeirra hreinlega alist upp hjá Helga Hversu mikilvægt hefur það verið fyrir íþróttina að fá aukna umfjöllun og athygli? „Það er gífurlega mikil- vægt. Ég hef reynt að koma því að hjá mínum iðk- endum að tala vel um íþróttina sína. Gefa þeim þá ábyrgð að vera góðar fyrirmyndir og sterkir og heil- steyptir einstaklingar. Maður er svo snortinn yfir þeim viðurkenningum sem taekwondo krakkarnir hafa verið að hljóta,“ Helgi segir að ennþá sé íþróttin í hópi jaðaríþrótta en vakningin virðist vera að gera vart við sig í bardagaíþróttum. „Fullt af krökkum eru að koma til okkar, einmitt vegna þess að umfjöllunin er orðin meiri og umtalið almennt jákvætt um starfið.“ Næsta skref fyrir Helga væri líklega að taka þátt í starfi landsliðsins eða hugsanlega þjálfa erlendis. „Ég hef mikinn áhuga á starfi hjá landsliðinu þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi. Það er hins vegar ekki mín ákvörðun að taka. Varðandi starf erlendis þá gæti ég eiginlega ekki hugsað mér að fara félaginu eins og staðan er núna. Þarna er fólk sem ég hef þjálfað frá því að þau voru að byrja í grunnskóla nánast. Þau eru núna orðnir þessir karakterar sem maður hefur lagt upp með að stuðla að.“ Helgi segir að samband hans við iðkendur sé ansi náið og oft á tíðum sé þetta eins og samband ættingja. „Með flest þetta fólk þá líður mér ekkert öðruvísi en gangvart ættingjum mínum. Mörg þeirra eru búin að alast upp hjá manni.“ Ég ætla að verða besti þjálfari í heimi. Þetta er bara fórnarkostnaðurinn. Ég er búinn að sjá hvað þarf til og að ég hef get- una til þess Keflavík í fremstu röð á Norður- löndum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.