Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 10
miðvikudagurinn 28. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR10 SÉRFRÆÐINGUR Í UPPLÝSINGAMÁLUM Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskum eftir því að ráða sérfræðing í upplýsingamálum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Helstu verkefni og ábyrgð Samvinna og upplýsingagjöf innan stofnunar, við embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands. Umsjón með skjá í mötuneyti ásamt ytri- og innri vefsíðu. Umsjón og gerð ársskýrslu. Hæfniskröfur Góð tölvukunnátta ásamt þekkingu og reynslu af algengustu tölvukerfum (excel, word, power point o.s.frv.). Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af kennslu er æskileg. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur Samvinna og upplýsingagjöf innan stofnunar, við embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands. Umsjón með skjá í mötuneyti ásamt ytri- og innri vefsíðu. Umsjón og gerð ársskýrslu. Hæfniskröfur Góð tölvukunnátta ásamt þekkingu og reynslu af algengustu tölvukerfum (excel, word, power point o.s.frv.). Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af kennslu er æskileg. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2014 Nánari upplýsingar veita Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir í síma 422-0696 eða í gegnum netfangið gsj@hss.is Elís Reynarsson í síma 422-0599 eða í gegnum netfangið elis@hss.is Breyting hefur orðið á þeim tíma sem fæðingarhluti Ljósmæðravaktar verður lokaður í sumar. Þetta eru fjórar vikur sem er veruleg stytting frá fyrra ári þegar lokað va í sex vikur. Fæðingarhluta Ljósmæðravaktar HSS verður lokað í sumar frá og með miðnætti föstudagskvöldsins 30. maí til kl. 08:00 laugardags 28. júní 2014. Mæðravernd verður opin virka daga frá 08:00 – 16:00. Barnshafandi konum sem þurfa aðstoð fyrir utan hefðbundna mæðravernd er bent á vaktþjónustu HSS eða kvennadeild Landspítalans í síma: 543-3049 eða í skiptiborð í síma: 543-1000. Vaktþjónusta lækna er eftirfarandi á heilsugæslunni í Reykjanesbæ: Móttakan er opin 08:00 - 20:00 á virkum dögum, aðra daga frá kl 10:00 - 19:00 Læknavakt lækna er frá kl. 16:00 - 20:00 virka daga en um helgar kl. 10:00 - 13:00 og 17:00 - 19:00. Bráðamóttaka lækna er opin allan sólarhringinn á HSS. Ef um bráðatilfelli er að ræða á að hrin ja í 112 og fá sjúkrabíl eða til þess að fá samband við lækni utan opnunartíma. Lokun fæðingarhluta Ljósmæðravaktar HSS TIL LEIGU ÓSKAST Íbúð til leigu Til leigu rúmgóð og björt tveggja herbergja íbúð í Heiðarholti. Leiga 87. þús. Rafmagn og hiti sér. Upp- lýsingar í S. 775 2580 eftir kl 16. Fiskvinnsluhúsnæði til leigu Til leigu vottað 350 m2 fisk- vinnsluhúsnæði á Hrannargötu. Uppl. í síma 860 8909 og 895 8230. Íbúð Keflavík Kona á besta aldri með ungling sárvantar 2ja-3ja herb. íbúð fyrir 1.ágúst. Reglusemi heitið. s.821 4457 á morgnana. Húsnæði óska eftir einbýli eða raðhúsi herb. 4+ í Heiðarskóla eða Holtaskóla- hverfi í langtímaleigu helst 5 ár eða lengur, get borgað tryggingu, góð meðmæli,reglusöm,reyklaus og greiðslugeta er 150.000 með rafmagni og hita. s: 892 6126 Meðleigjandi óskast Er námsmaður með íbúð á Ásbrú, 110 fermetra. Leigan er 50.000 og er innifalinn aðgangur að öllum heimilistækjum og neti. Sam- band við Jakob GSM 846 2515. Óska eftir verslunanarhúsnæði Vantar lítið verslunarhús- næði í Keflavík allt kemur til greina s:770 6689 ÞJÓNUSTA Bókhaldsþjónusta fyrir fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga Sinni færslu bókhalds, af- stemmingum, útgáfu reikninga, virðisaukaskattsuppgjöri, launa- útreikningi, framtals- og árs- reikningagerð auk allra tengdra skila til skattayfirvalda. Hrefna Díana Viðarsdóttir Viður- kenndur bókari s. 695 6371 Vantar þig iðnaðamann? Húsasmiður/smiðir, getur bætt við sig verkefnum, utan sem innan- húss. Áratuga reynsla. s.863 6095 GÆLUDÝR Hundasnyrting. Tek að mér að klippa og snyrta smáhunda. Góð reynsla. Sjá Hundasnyrting á Facebook. Kristín S. 897 9002. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Sálarrannsóknarfélagið. Þórhallur Guð- mundsson miðill verður með einka- fundi fimmtu- daginn 5. júní, í húsi félagsins. Tímapantanir eru í síma 421 3348. Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Ásabraut 31 fnr. 230-0025, Sandgerði, þingl. eig. Fúsi ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. júní 2014 kl. 09:30. Ásabraut 33 fnr. 230-0027, Sandgerði, þingl. eig. Fúsi ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. júní 2014 kl. 09:35. Ásabraut 35 fnr. 230-1102, Sandgerði, þingl. eig. Fúsi ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 3. júní 2014 kl. 09:40. Suðurgata 24, fnr. 209-0706, Keflavík, þingl. eig. Svanfríður Aradóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbankinn hf,Reykjanesbæ, Reykja- nesbær, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðju- daginn 3. júní 2014 kl. 09:00. Sýslumaðurinn í Keflavík, 26. maí 2014. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. -uppboð Eigendur rafbíla geta nú sótt sér „áfyllingu“ á nýrri hrað- hleðslustöð Orku náttúrunnar (ON) á Fitjum í Reykjanesbæ. Þetta er fjórða stöð sinnar teg- undar, sem ON opnar síðan í mars. Fyrir er ein við höfuðstöðvar ON að Bæjarhálsi 1, önnur hjá BL að Sævarhöfða og sú þriðja við Smára- lind. Stöðin við Fitjar er opnuð í samstarfi við Fasteignafélagið Reiti, sem er eigandi húsanna að Fitjum. ON mun taka sex stöðvar til við- bótar í gagnið á næstu vikum á suðvesturhorni landsins. Á með- fylgjandi korti má sjá fyrirhugaðar staðsetningar þeirra. Nánari upp- lýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu ON, www.on.is. Einungis tekur 20-30 mínútur að hlaða geyma rafbílanna upp í 80%. Stöðvarnar eru fyrstu sinnar tegundar hér á landi, en þekktar erlendis. Þær eru afar einfaldar í notkun og þegar allar tíu hafa verið teknar í notkun geta rafbíla- eigendur ferðast um stórt svæði landsins án þess að hafa áhyggjur af straumleysi. Tæpast þarf að taka fram að græna orkan er bæði ódýr og umhverfis- væn. Rafbílar menga ekki and- rúmsloftið. Þeir spara eigendum sínum fjármuni og þjóðarbúinu gjaldeyri. Gísli Böðvarsson, sölustjóri Trygg- ingamiðlunar Íslands opnaði stöð- ina í Fitjum. Hann býr í Njarðvík og starfar í Kópavogi. „Ég ek rafbíl daglega á milli heimil- is og vinnustaðar og svo í vinnunni. Af reynslunni verður einungis dregin sú ályktun að hvetja beri alla sem geta til að eignast rafbíla! Þeir kosta vissulega talsvert í inn- kaupum en rekstrarkostnaður er hins vegar hlægilega lítill miðað við bensín- eða dísilbíla. Svo er ein- faldlega ofboðslega gott og gaman að keyra rafbíl! Margir halda að rafbíll sé kraftlítill en það er nú al- deilis ekki svo. Hann er afar kröft- ugur, snar og þýður,“ segir Gísli. „Við áttum fyrir jeppa. Rafbíll- inn átti að verða bíll númer tvö á heimilinu en varð fljótlega bíll númer eitt. Ég keyri mikið og fann fljótt að rekstur og viðhald rafbíls kostar nánast ekki neitt. Rafvirki sagði mér að ef ég notaði heim- ilisrafmagnið eingöngu á bílinn kostaði það álíka mikið og að reka þvottavél. Enginn kvartar yfir rekstrarkostnaði þvottavélar. Þetta er hiklaust framtíðin. Heimilin spara mikla fjármuni með rafbíl og þjóðarbúið sparar heilmikið þegar sá tími kemur að fjöldi landsmanna ekur um á bílum sem ganga fyrir grænni og umhverfisvænni orku náttúrunnar.“ Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir- tækið framleiðir og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land og rekur jarðvarmavirkjanir á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjanir í Andakílsá og Elliðaám. Ný hraðhleðslustöð á Fitjum Gísli Böðvarsson fyllir á í fyrsta skipti á Fitjum. Búið að fylla á bílinn. Gísli B öðvarsson, Ásdís Gíslason, markaðsstjóri ON og Kristjana Ósk Jónsdóttir, markaðs- og kyn ningarstjóri Reita. Sjónvarp Víkurfrétta Alla fimmtudaga kl. 21:30 á ÍNN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.