Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 26
fimmtudagurinn 15. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR26 -aðsent pósturu vf@vf.is Hefð er ekki náttúrulögmál - hún er mannanna verk Fjögur ár eru langur tími í stjórn sveitarfélags. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem þar starfa, starfi saman af heilindum með hagsmuni allra bæjar- búa að leiðarljósi. Bæjarfulltrúar þurfa að vera meðvitaðir um að þeir séu einungis bundnir eigin sannfæringu og landslögum. Það eru margar ástæður fyrir því að ég ákvað að safna undirskriftum fyrir per- sónukjöri nú í vetur. Ég ætla að nefna nokkrar hér í þessari grein: Hér eru kosnir sjö bæjarfulltrúar til að fara með stjórn bæjarfélagsins. Hér ríkir meirihlutalýðræði. Þeir sem eru í minnihluta hafa því engin áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Þar sem ólík sjónarmið eru, þar komast menn að bestu niðurstöðunni, það eru engin geimvísindi. Einsleitar ákvarðanir geta aldrei orðið í þágu heildarinnar. Það væri hrein fáviska í stjórn fyrirtækis að virkja ekki alla stjórnarmennina, þeirra hugmyndir og sýn á málefnin. Ég held, að innst inni viti allir bæjar- fulltrúar að gera þarf breytingar á þeim úreltu vinnubrögðum sem ekki eru lengur boðleg í nútímasamfélagi en hafa verið viðhöfð við stjórn bæjar- félagsins. Þarf kjark til að snúa við af rangri leið? Nei það þarf vilja og al- menna skynsemi. Hræðsla við að prófa nýjar leiðir má ekki verða sú hindrun sem veldur því að við stöndum í stað. Stokka þarf spilin og gefa upp á nýtt, það verða allir að fá að spila með. Það er í höndum bæjarbúa að kjósa þá sem sannarlega vilja breyta til við að bæta hag sveitarfélagsins. Það var einkar ánægjulegt að heim- sækja Garðbúa og eiga við þá sam- ræður um málefni bæjarins og finna áhuga þeirra á að viðhafa persónukjör hér í Garðinum. Ég vil einnig þakka sérstaklega fyrir þær góðu móttökur sem ég fékk á minni göngu meðal íbúa og var mér vel tekið. Kæri bæjarbúi finnst þér í lagi að nú- verandi meirihluti bæjarfulltrúa hafði að engu vilja 600 kosingabærra íbúa Sveitarfélagsins Garðs sem vildu per- sónukjör? Pálmi Steinar Guðmundsson 2. sæti N lista, lista nýrra tíma ■■ Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir skrifar: Að sjá flísina í auga bróður síns Komdu sæll og blessaður Styrmir. Það litla sem ég þekki til þín segir mér að þú sért frábær maður, stórkost- legur kennari og afar gefandi samfélagsþegn. Það hryggir mig mjög að sjá að þú hafir fallið í þá gryfju að persónugera póli- tíkusa sem eru að vinna fyrir sam- félagið á óeigingjarnan hátt. Það er nú þannig sem betur fer í lífinu að það er gott fólk alls staðar í pólitík hvar í flokki sem menn standa. Við viljum öll vel það er engin spurning, veljum þó mismunandi leiðir að markmiðunum bæði til skemmri og til lengri tíma. Pólitíkin er í eðli sínu þannig að menn greinir á um leiðir. Þó við séum ekki sammála þú og ég hvaða leið sé farsælust til að skapa samfélag sem við getum öll lifað og búið í þá erum við ekki vondar manneskjur. Nei, þvert á móti það á að vera pláss fyrir margbreytileikann fyrir okkur öll hvar í flokki sem við kunnum að standa. Allar hugmyndir og skoðanir til að gera samfélagið betra hljóta að vera af hinu góða. Krossfestum ekki þá valdhafa sem hafa umboð frá kjósendum til að stjórna þó við séum þeim ekki algjör- lega sammála. Ég get bara sagt þér eftir mjög erfiða reynslu og sársaukafulla úr pólitík þar sem persónulegar árásir voru viðhafðar af fyrrum samstarfs- fólki í pólitíkinni að það gerir engum neitt gott síst af öllu því samfélagi sem við búum í. Þeir sem skrifa í þeim anda segja oftar en ekki meira um sig en þá sem þeir hallmæla. Þeir sem gefa af sér til samfélagsins hvort heldur við gerum það í gegnum pólitísk embættisstörf eða önnur störf gerum við eftir bestu vitund á hverjum tíma. Svo er það allt annað mál hvernig til tekst. Við erum öll mennsk sem þýðir að við gerum mistök. Það er í lagi að vera ófullkominn svo framarlega sem maður er þess umkominn að bæta í og gera betur í dag en í gær. Það er heldur útilokað að gera öllum til hæfis alltaf. Ég er hrygg í hjarta mínu að sjá að yndislegt fólk sem gefur af sér og er svo mikilvægt fyrir samfélagið skuli nú velja að berjast á „banaspjótum“ í fjölmiðlum. Með þeim hætti vegum við að þeim persónum sem verkin vinna. Þannig ætti pólitík ekki að þurfa að vera. Ég er viss um að eiginkona bæjar- stjórans þíns og samstarfsfélagi þinn til margra ára er særð einmitt vegna þess að hún veit hversu orð geta verið megnug. Hún veit hversu mikilvægu hlutverki þú gegnir í samfélaginu. Hún veit hversu mikið maðurinn hennar hefur lagt sig fram til að gefa af sér fyrir samfélagið. Ég sé að margir standa vörð um þín skrif og spara ekki stóru orðin í garð Árna. Nú styttist í kosningarnar. Ég vona innilega að það góða fólk sem vill vinna fyrir samfélagið í heild hvar í flokki sem það stendur beri gæfu til að sýna þann þroska að skrifa með upp- byggilegum hætti fremur en að að tala niður til fólks þó við séum ekki sam- mála í öllu. Það er mín persónulega skoðun að fólk hafi lítið að gera í stjórnmál ef það treystir sér ekki til að vinna með ólíkum aðilum úr hinum og þessum flokkum. Það þarf að vera pláss fyrir okkur öll hvar í flokki sem við kunnum að standa. Höldum áfram að gera samfélagið að betra stað til að búa og Reykjanes- bær sem er leiðandi fyrir öll Suður- nesin þarf að sýna gott fordæmi. Ég óska bæjarstjóra Reykjanesbæjar góðs gengis í komandi kosningum, þakka honum frábær störf. Ég óska Reykja- nesbæ alls hins besta í komandi sveitar- stjórnarkosningum og treysti íbúum Reykjanesbæjar fyllilega til að velja það afl sem hver og einn telur að sé farsæl- ast til að leiða bæjarstjórnarsamstarfið á komandi kjörtímabil. Kolfinna Snæbjörg Magnúsdóttir. Þann 4. júlí 2013 voru samþykkt á Al- þingi lög nr. 86/2013 sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagði fram um breytingar á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra sem fólu í sér miklar kjarabætur fyrir aldraða og reyndar öryrkja sömuleiðis. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega var hækkað úr 480.000 krónum á ári í 1.315.200 kr. á ári. Þetta samsvaraði hækkun frítekjumarksins úr 40.000 krónum á mánuði í 110.000 krónur á mánuði. Er frítekjumarkið nú hið sama og gildir gagnvart atvinnutekjum örorkulífeyrisþega. Tilgangurinn er sá að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja og eldri borgara til að auka lífs- gæði þeirra og virkja krafta þeirra sem vinnuafls. Þá var í lögunum kveðið á um að greiðslur úr skyldubundnum atvinnu- tengdum lífeyrissjóðum hafi ekki lengur áhrif á greiðslur elli- og örorku- lífeyris, þ.e. svokallaðs grunnlífeyris. En sú breyting var gerð 2009 að líf- eyrissjóðstekjur töldust til tekna við út- reikning elli- og örorkulífeyrisins sem varð þess valdandi að greiðslur til 5.750 elli- og örorkulífeyrisþega lækkuðu eða féllu jafn- vel alveg niður. Þessu var því breytt aftur sumarið 2013 enda talið mikilvægt að fólk sjái ávinning af því að greiða í lífeyrissjóði. Þessar lagabreytingar leiddu til mjög bættra kjara eldri borgara og ör- yrkja. Bætur hækkuðu hjá yfir 7.000 manns og þar af öðluðust um 2.500 lífeyrisþegar sem misstu bætur í kjölfar sparnaðaraðgerða á árinu 2009 rétt til bóta á ný. Því til viðbótar var áætlað að enn aðrir, tæplega 5.000 manna hópur fólks sem vegna tekna sinna hefur ekki talið sig eiga neinn rétt til bóta frá árinu 2009 vegna þeirra breytinga sem þá voru gerðar, gætu sótt um greiðslur að nýju. Þá var afturkölluð breyting, sem gerð var 2009 og fól í sér hækkun á því hlutfalli tekna sem hafa áhrif til skerðingar tekjutryggingar til elli- og örorkulífeyrisþega og skerðingarhlut- fallið aftur komið niður í 38,35%. Er það afar mikilvægt ekki síst í því ljósi að yfir 90% lífeyrisþegar fá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins og það er því gríðarlegur fjöldi fólks sem hefur notið góðs af þeirri breytingu í formi hærri bóta en áður. Því til viðbótar lækkaði skerðingar- hlutfall heimilisuppbótar en það er leitt af lækkun skerðingarhlutfalls tekju- tryggingar samkvæmt lögum um fé- lagslega aðstoð. Það hefur gert það að verkum að bætur til þeirra lífeyrisþega sem búa einir hafa hækkað hlutfallslega meira en annarra. Þá verður ósanngjarn auðlegðarskattur sem fyrst og fremst lagðist á eldra fólk ekki framlengdur. Á árinu 2012 greiddu 5.980 aðilar 5,6 milljarða í auð- legðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt á hlutabréfaeign var lagður á 4.980 gjald- endur og nam 3,5 milljörðum sem var 44% hækkun milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur því hörðum höndum að bættum kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Sjálfstæðismenn stóðu við kjara- bætur fyrir aldraða og öryrkja ■■ Ásmundur Friðriksson skrifar: Undanfarna mánuði hef ég ritað greinar um málefni bæjarins og birt á vefsíðu minni. Ég hef ritað um það sem mér finnst miður fara í stjórnsýslu Reykja- nesbæjar en gætt þess að afla heim- ilda og halda mig við málefnin og þá embættismenn sem bera ábyrgðina. Ávallt í tengslum við gjörðir þeirra en ekki persónu. Ég átti auðvitað von á að skrif mín yrðu gagnrýnd en ekki var ég búinn undir að verða fyrir jafn grófu persónuníði og birtist í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Þar var ég nafngreindur sem rætinn níðpenni, nettröll og sagður beita ógeð- felldum aðferðum eineltis án þess að greinarhöfundur nefndi nokkur dæmi því til stuðnings, og það í sömu grein og fjallaði um mikilvægi málefnalegrar umræðu og aðgátar í nærveru sálar. Greinarhöfundur og ég höfum starfað í sama skóla um nokkurt skeið og höfum ávallt umgengist hvort annað af fag- mennsku og kurteisi. Ég þekki hana ekki af öðru en góðu og því komu skrif hennar mér mjög á óvart. En sérstak- lega, sökum sameiginlegs starfsvett- vangs okkar, sárnar mér mjög að hún skuli vega að starfsheiðri mínum með því að blanda kennslustörfum mínum í umræðuna og tortryggja starf mitt með nemendum. Ég á að baki 10 ára farsælan kennslu- feril í Reykjanesbæ og er stoltur af Viku síðar starfi mínu. Ég kenni tónmennt og stjórna kór auk þess sem ég hef verið umsjónarkennari og verð aftur á næsta skólaári. Ég hef byggt upp jákvætt foreldrasamstarf og traust tengsl við nemendur og hef á undan- förnum árum gefið af starfi mínu til samfélagsins með því að ferðast til dæmis með kóra á elliheimili og sjúkra- hús að gleðja fólk með tónlist. Ég vinn ekki bara sem kennari. Ég er kennari, vakinn og sofinn. Ég geng langtum lengra en skyldan býður fyrir nemendur mína, hvort sem það er að gefa þeim frítíma minn í námsaðstoð, heimsækja heimili þeirra þegar þess er þörf eða þá að eyða matarhléinu með þeim sem vantar stundum bara ein- hvern til að tala við. Ég hef verið til staðar fyrir nemendur á þungbærum jafnt sem hamingjuríkum stundum, svarað í símann á nóttunni, ekið lands- hluta á milli og mætt á íþróttaleiki og tónleika. Hagur og vellíðan barnanna sem ég kenni er mitt leiðarljós. Bærinn minn skiptir mig líka miklu máli. Ég trúi á mátt einstaklingsins til að byggja upp betra samfélag og hef ávallt reynt að ganga á undan með góðu fordæmi. Ég skrifa um samfélagsleg vandamál, til dæmis fátækt, húsnæðis- vanda eða misbeitingu valds og er með því ekki að tala bæinn okkar niður. Þvert á móti er ég að draga upp á yfir- borðið það sem við verðum að geta horfst í augu við til að eiga möguleika á að bæta úr því. Of lengi hefur gagnrýnin umræða verið þögguð niður í bænum okkar með út- hrópunum um neikvæðni og niður- rifsstarfsemi. Nú eru breytingar í lofti og með það í huga geng ég glaður til kosninga á laugardaginn og set X við nýja tíma. Styrmir Barkarson styrmirbar.wordpress.com Síðustu fjögur ár hafa verið tímabil tiltektar í rekstri Sandgerðis- bæjar. Það var ljóst strax í upphafi kjörtímabils- ins að það væri snúið verkefni framundan og erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Við á S-listanum tókumst á við verkefnið af ábyrgð og raunsæi enda vopnuð óbilandi trú á samfélagið okkar í Sandgerði. Reynt að slá ryki í augu kjósenda Um daginn birtist grein eftir oddvita eins framboðsins í Sandgerði þar sem reynt var að gera lítið úr verkum okkar sem leitt höfum starf bæjarstjórnar og í raun allra þeirra sem stýrt hafa málum hjá Sandgerðisbæ. Slíkri gagnrýni vísa ég til föðurhúsanna enda farið nokkuð frjálslega með staðreyndir og þarf ekki annað en að skoða bókun S-listans í bæjarstjórn hálfum mánuði fyrir kosn- ingar 2010 til að sjá að fólk vissi hvaða verkefni biðu nýrrar bæjarstjórnar á þeim tímapunkti. Mikið vatn runnið til sjávar Það sýndi sig líka fyrir fjórum árum að fólk hafði trú á S-listanum til að tak- ast á við erfiða stöðu enda fékk hann hreinan meirihluta í kosningum þá. Staða Sandgerðisbæjar í dag sýnir jafn- framt að S-listinn hefur staðið undir því trausti sem á hann var lagt vorið 2010. Ég er stoltur af þeirri vinnu sem hefur farið fram hjá Sandgerðisbæ undir forystu okkar á S-listanum og þar er ég ekki bara að tala um fjár- hagslega endurskipulagningu heldur get ég líka nefnt atriði eins og endur- skipulagningu á starfsemi Sandgerðis- hafnar, breytingar á fyrirkomulagi leik- skólamála, stofnun Þekkingarseturs Suðurnesja, nýja skólastefnu, aukið öryggi í brunavörnum, öflugra upp- lýsingaflæði, stofnun ungmennaráðs, uppkaup eigna frá Eignarhaldsfélag- inu Fasteign, mikilvægan stuðning við íþrótta- og tómstundastarf ung- menna og loksins sér fyrir endann á framkvæmdum vegna frárennslis frá Sandgerði. Fylgjum eftir góðum árangri Það verður hins vegar ekki kosið um fortíðina heldur framtíðina í kosning- unum næsta laugardag. Það verður ekki kosið um það hvað menn gerðu og sögðu fyrir þremur eða fjórum árum heldur mun fólk velja þá fulltrúa sem það hefur trú á að geri Sandgerði að enn öflugra samfélagi á næstu árum. Þar tel ég að S-listinn standi vel að vígi enda skipaður kraftmiklu fólki sem hefur sett saman raunhæfa stefnuskrá sem ber þess glöggt merki að tímabil uppbyggingar er framundan í Sand- gerði. Við höfum sýnt að við getum tekist á við erfið verkefni með góðum árangri og höfum styrkinn sem þarf til að stýra samfélagi í sókn. Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar og skipar 1. sæti S-lista Samfylkingar og óháðra borgara í Sandgerði. Verkin tala sínu máli ■■ Ólafur Þór Ólafsson skrifar: ■■ Styrmir Barkarson skrifar: X-VÍKURFRÉTTIR - DAGLEGA Á VF.IS ■■ Pálmi Steinar Guðmundsson skrifar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.