Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 15
...að breytingum til hins betra Undir forystu núverandi meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur markverður árangur náðst á fjölmörgum sviðum. Við viljum halda áfram að vinna að breytingum í bænum til hins betra og óskum eftir þínum stuðningi til að halda áfram. xdreykjanes.is Vinnum áfram Vinnum áfram Atvinnumál Áherslan hefur verið á fjölbreytni og margt hefur áunnist. Stærsta frumkvöðlasetur landsins hefur risið á Ásbrú; örþörungaverksmiðja, gagnaver og annað er í byggingu. Fiskeldi og fullvinnsla sjávarafurða á Reykjanesi og fjölbreyttari valmöguleikar fyrir ferðamenn. Góðar fréttir heyrast frá Helguvík og við munum sjá árangur áralangrar vinnu og fjárfestinga innan tíðar. Við gefumst ekki upp þótt móti blási. Fjölskyldan Hamingja og heilbrigði fjölskyldunnar eru hornsteinn framtíðarstefnu D listans. Í Reykjanesbæ bjóðast ódýrar skólamáltíðir og gerðar hafa verið tilraunir með ókeypis hafragraut í morgunmat. Við munum hækka ummönnunar- og hvatagreiðslur, efla forvarnir, kanna áhuga foreldra á sveigjanlegri opnunartíma leikskóla og leggja áherslu á að leyst verði úr húsnæðisvanda fjölmargra íbúa bæjarins. Íbúalýðræði er óvíða meira og við viljum halda þeirri þróun áfram. Við viljum einnig halda áfram að stuðla að öflugu íþrótta- og tómstundastarfi. Menningarmál Menning skipar sífellt stærra hlutverk í atvinnusköpun landsmanna. Við munum áfram vinna að framgangi Víkingaheima og Duushúsa og nú bætist Hljómahöllin við sem segull í ferðaþjónustu. Ljósanótt hefur með samstilltu átaki orðið ein stærsta fjölskylduhátíð landsins og barnahátíð sækir stöðugt á auk fjölda minni viðburða. Við viljum leggja áherslu á að markaðssetja bæinn betur og það góða sem hefur verið gert og fá hingað innlenda og erlenda ferðamenn í meiri mæli. Menntamál Skólar í Reykjanesbæ mælast nú í fremstu röð á landinu. Við höfum verið í fararbroddi í spjaldtölvuvæðingu grunnskólanema, brottfall úr skólum hefur minnkað, fjölbrautarskólinn er í sókn og háskólabrú Keilis býður möguleika á að klára undirbúningsnám fyrir háskóla. Við viljum endurvekja frístundarútuna og auka fjölbreytni í skólastefnum. Umhverfismál Við ætlum að byggja áfram upp bæinn okkar og vistvænt, hlýlegt umhverfi verður í fyrirrúmi. Hvergi verður slegið af í viðhaldi gatna og umhirðu opinna svæða og áfram verður haldið áfram með „grænu byltinguna“. Sköpum skemmtilegan bæjarbrag á Hafnargötunni og nágrenni og mótum framtíðarsýn fyrir svæðið. Fjármál Við höfum lagt fram raunhæfa áætlun til að ná skuldaviðmiði sveitarfélaga vel innan þeirra marka sem okkur er sett. Við ætlum ekki að skerða þjónustuna eða stuðning við íþrótta-, menningar-, og tómstundarstarf eða draga úr verkefnum sem ekki eru lögbundin eins og almenningssamgöngur eða stuðningur við barnafjölskyldur, í þeim eina tilgangi að ná viðmiðum tveimur árum fyrr. Við munum sjá til þess að rekstur bæjarins sé áfram hagstæður í samanburði við önnur sveitarfélög og aðhalds sé gætt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ Kosningakaffi Kosningakaffi Sjálfstæðisflokksins verður haldið í Stapa frá kl. 14.00 á kjördag, laugardaginn 31. maí. Allir hjartanlega velkomnir. Akstur á kjörstað Boðið verður upp á akstur á kjörstað sem má panta í síma 848-2424.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.