Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 40

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 40
ÁSBRÚ 1 Fréttir úr samfélagi frumkvöðla, fræða og atvinnulífs • fréttablað í maí 2014 Karnivalstemning á Opnum degi á Ásbrú Þitt eintak! O pinn dagur á Ásbrú er árlegur viðburður sem trekkir víða að. Atburðurinn er í anda karnivala Varnarliðsins sem voru opin íslenskum almenn- ingi. Opni dagurinn 2014 verður haldinn fimmtudaginn 29. maí nk. sem er uppstigningardagur. Síðustu daga hefur verið unnið á fullu í undirbúningi enda hátíðin á morgun, uppstigningardag og mikil gleði og spenningur sem ríkir. Karnivalið sjálft er haldið í kvikmyndaverinu Atlantic Stud- ios og þar verður líf og fjör fyrir alla fjölskylduna. Sirkus Íslands skemmtir með stórkostlegum sirkusatriðum, for- dómalausu Pollapönkararnir okkar koma og Ávaxtakarfan tekur nokkur lög og hver veit nema börnin geti fengið að spjalla við uppáhaldsávextina sína. Hoppukastalar, andlits- málning, vatnsgusutæki og hið sívinsæla draugahús ásamt fjölbreyttum básum með þrautum, kynningum og allskonar matarkyns eru fastir liðir á Opna deginum og svíkja engan. Pie- og Chili-keppni sendiráðs Bandaríkjanna verður á sínum stað og spennandi verður að sjá hver hreppir verð- launin í ár. Pie-keppnin er fyrir almenning að keppa í og Chili-keppnin er á milli fyrirtækja. Hvetjum alla að láta slag standa og henda í eina góða böku og skrá sig til leiks. Skráning stendur yfir á keppni@asbru.is. Flugher bandaríska hersins eða US Airforce mun vera sér- stakur þátttakandi í Opnum degi í ár. Flugherinn mun vera með bás þar sem þeir munu sýna flugbúnað sinn og ræða við áhugasama gesti. Einnig munu þeir fljúga yfir karnivalið á F15 orrustuþotum sínum með tilheyrandi drunum og látum, alveg eins og í gamla daga. Í Keili verður öllu afslappaðri stemmning þar sem tilvalið er að slaka á í aðalbyggingu Keilis undir ljúfum tónum og nýbakaðri skúffuköku. Stuttar kynningar á fjölbreyttu námsframboði Keilis, vélmenni teikna og tækni- og vís- indasmiðja verður opin. Villi vísindamaður verður með vísindatilraunir ásamt kynningu á efnafræði- og mekatró- níkstofum Keilis, gestum býðst að prófa að lenda flugvél í flughermi Flugakademíunnar og Bryn Ballett Akademían tekur sporið. Tónlistarkonurnar Jónína Aradóttir og Adda Ingólfsdóttir munu spila fyrir gesti og gangandi. Frumkvöðlasetrið Eldey tekur vel á móti gestum með opnum vinnustofum þar sem fjölbreytt og frumleg flóra frumkvöðla kynna vinnu sína. Þrívíddarprentari, lifandi tónlist og handverksmarkaður ásamt stórspennandi nýjung, Kísilcandyfloss sem Geo Silica býður upp á ásamt fleiru skemmtilegu að gerast í Eldey. Flugher bandaríska hersins eða US Airforce mun vera sérstakur þátttakandi í Opnum degi í ár Flugherinn mun vera með bás þar sem hann mun sýna flugbúnað sinn og ræða við áhugasama gesti. Einnig verður flogið yfir hátíðarsvæðið á F15 orrustuþotum með tilheyrandi drunum og látum, alveg eins og í gamla daga. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Mikil tækifæri í tengslum við gagnaver Rækta örþörung í 55 kílómetrum af glerpípum Hátíðin gæti hvergi annars staðar verið Hugmyndir barnanna eru okkar verkefni Kjartan Eiríksson ræðir um gagnaver á Ásbrú Algalíf með fyrstu uppskeru í júní ATP tónlistarhátíðin haldin á Ásbrú í sumar Vinasetrið er á Ásbrú

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.