Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 15. maí 2014 29 Sveitarstjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Vogum 31. maí 2014 Kjörstaður og kjörfundur Kjörfundur hefst kl. 10 og lýkur kl. 22. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, gengið inn frá leikvelli. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Framlagning kjörskrár Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna sveitarstjórnarkosninga liggur frammi á bæjarskrifstofum að Iðndal 2. Athugasemdir varðandi kjörskrá má gera til sveitarstjórnar fram á kjördag. Viðmiðunardagur kjörskrár var 10. maí. Framboðslistar Eftirfarandi framboðslistar bjóða fram í Sveitarfélaginu Vogum. D Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir 1 Björn Sæbjörnsson 2 Guðbjörg Kristmundsdóttir 3 Oddur Ragnar Þórðarson 4 Kristinn Benediktsson 5 Sigurður Árni Leifsson 6 Drífa B. Gunnlaugsdóttir 7 Gottskálk H. Kristjánsson 8 Sylvía Hlíf Latham 9 Magga Lena Kristinsdóttir 10 Elfar Árni Rúnarsson 11 Hólmgrímur Rósenbergsson 12 Þórður Kr. Guðmundsson 13 Sveindís Skúladóttir 14 Guðmundur Valdemarsson E Framboðsfélag E-listans 1 Ingþór Guðmundsson 2 Bergur Brynjar Álfþórsson 3 Inga Rut Hlöðversdóttir 4 Birgir Örn Ólafsson 5 Áshildur Linnet 6 Erla Lúðvíksdóttir 7 Ivan Kay Frandsen 8 Davíð Harðarson 9 Hákon Þór Harðarson 10 Brynhildur S. Hafsteinsdóttir 11 Guðmundur K. Sveinsson 12 Friðrik V. Árnason 13 Marta Guðrún Jóhannesdóttir 14 Eiður Örn Hrafnsson L L-listinn, listi fólksins 1 Kristinn Björgvinsson 2 Jóngeir H. Hlinason 3 Sigríður Þorgrímsdóttir 4 Bergur Guðbjörnsson 5 Magnús Jón Björgvinsson 6 Elín Ösp Guðmundsdóttir 7 Kristinn Þór Sigurjónsson 8 Guðrún Kristmannsdóttir 9 Sóley Hafsteinsdóttir 10 Klara Birgisdóttir 11 Tómas Pétursson 12 Guðmundur Hauksson 13 Arnar Már Jónsson 14 Benedikt Guðmundsson Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga Undirritaður starfar við forvarnarfræðslu fyrir unglinga og undirbún- ingsfræðslu fyrir verð- andi foreldra, ráðgjöf á eigin stofu ásamt því að sitja í barnaverndar- nefnd. Tilgangur forvarnarstarfsins er að koma í veg fyrir skaða og auka lífs- gæði með sérstakri áherslu á að jafna stöðu þeirra einstaklinga sem höllum fæti standa. Fleiri unglingsstúlkur verða þungaðar hér á landi en í flestum öðrum Vestur- Evrópuríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, um velferð barna. Staðan er mun verri í sveitarfélögunum utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar um unglingaþungun er að ræða eru hverf- andi líkur á að foreldrar ali upp barnið saman. Það að unglingsstúlkur eign- ist börn hefur verið sett í samband við auknar líkur á fátækt.  Hvað stöðu foreldra varðar hefur ís- lensk skilnaðartölfræði sýnt að skiln- aðartíðni foreldra er hæst fyrstu þrjú ár barnsins, án þess að stjórnendur heilsugæslunnar bregðist við með markvissri fræðslu. Það að foreldrar ungbarna skilji hefur verið sett í sam- band við auknar líkur á fátækt, efnis- og félagslegri. Þegar Árni Sigfússon tók við sem bæjarstjóri fylgdi honum ferskur blær, auk góðrar menntunar m.a í stjórn- sýslufræðum sem nýtast honum vel í starfi. Honum fylgdi kona hans Bryn- dís, einn helsti sérfræðingur og frum- kvöðull landsins í talþjálfun. Talþjálfun er einn að grunnum af námsárangri barna. Árni Sigfússon var fyrstur til í að gefa áðurnefndum forvarnarverkefnum byr, starfið væri ekki til án hans. For- varnarfræðslunni hefur verið afar vel tekið í tugum sveitarfélaga. Háskóla- nemar í BA og MA námi hafa í átta tilfellum notað verkefnin í lokaverk- efnum sínum, og mæla með þeim. Að auki hafa þau fengið viðurkenningu frá ánægðum þátttakendum, Heimili og skóla og Jafnréttisráði. Ég hef kynnst fjölda stjórnanda hjá hinu opinbera og í einkageiranum í störfum mínum í gegnum tíðina og engum þeirra treysti ég betur en Árna Sigfússyni til að vinna að farsæld fyrir íbúa Reykjanesbæjar. Orð Hjördísar Árnadóttur, framkvæmdastjóra fjöl- skyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar lýsa vel mannkostum Árna og for- gangsröðun í grein 19. maí sl á vf.is Í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga 31. maí 2014. „Félagsþjónustan hefur átt góðan bak hjarl í Árna,  hann hvetur okkur til dáða við erfiðar aðstæður og ætlast um leið til þess að við gerum okkar besta við að skapa úrræði sem henta hverjum og einum. Árni er með duglegri mönnum og unir sér sjaldan hvíldar og hann gerir þær kröfur til starfsmanna bæjarins að við séum vakin og sofin yfir störfum okkar og þjónustu við íbúana.  ... en ég trúi því að stjórn sveitarfélagsins okkar verði best borgið með Árna Sigfússon sem bæjarstjóra næstu fjögur árin„.  Ég er í hópi 59,6% bæjarbúa sem styða Árna Sigfússon sem bæjarstjóra. Ég vona svo sannarlega að fólk setji X við D á kjördag og gefi Árna áfram tæki- færi á að auka lífsgæði bæjarbúa. Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi Bætt staða ungmenna með góðum stjórnanda ■■ Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar: Kosið er í Gerðaskóla. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs SVEITARSTJÓRNAKOSNINGAR LAUGARDAGINN 31. MAÍ 2014 #vikurfrettir á Instagram

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.