Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 28.05.2014, Blaðsíða 18
miðvikudagurinn 28. maí 2014 • VÍKURFRÉTTIR18 -viðtal pósturu vf@vf.is Kvikmyndin Vonarstræti er á góðri leið með að slá öll aðsóknarmet íslenskra kvikmynda. Hún hefur fengið nær einróma lof gagn- rýnenda og einnig áhorfenda, sem ausið hafa myndina lofi á samfélags- miðlum. Hafdís Eva Pálsdóttir, nemandi í 4. bekk í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, leikur Kollu, dóttur Móra, sem Þorsteinn Bachmann á stórleik við að túlka. Olga Björt hitti Hafdísi Evu og móður hennar, Maríu Hauksdóttur. Heimilisofbeldi um miðja nótt Hafdís Eva fór í áheyrnarprufur á sínum tíma ásamt mörghundruð öðrum stelpum sem vildu krækja í hlutverk í myndinni. „Það kom til greina að ég léki Heiðu, dóttur Eikar, en þeim fannst ég passa betur í hlutverk Kollu. Hlutverkið var á margan hátt mjög erfitt,“ segir Hafdís Eva og María bætir við að fólk átti sig í raun ekki á því hversu krefjandi þetta hlutverk var fyrir níu ára barn. „Hún þurfti að vera við tökur á heimilisofbeldi um miðja nótt. Einnig þurfti hún að vera fullklædd í bólakafi í vatni í einu atriðinu. Frekar óvenjulega aðstæður fyrir börn. Henni fannst það samt svo gaman að það tók alveg yfir hversu erfitt það var. Það var svo skrýtið að sjá hana svo á tjaldinu. Það var eins og að hún væri andsetin því hún var svo sannfærandi sem Kolla. Fyrst hún náði mömmu sinni svona rosalega þá hlýtur hún að vera ansi góð leik- kona.“ Grét af stolti Hafdís Eva segir að henni haf i einnig fundist skrýtið að sjá sjálfa sig á svona stóru tjaldi. „Mér fannst röddin mín svo skrýtin. Svo fór ég bara að gráta, aðallega þegar ég sá nafnið mitt og varð svo stolt.“ Hún segir að það hafi verið mjög gott að vinna með Þorsteini og einnig leikstjór- anum Baldvini Z. „Þeir voru svo glaðir og ánægðir og stemningin rosalega góð. Þor- steinn var alltaf að segja við mig á milli þess sem tökur voru: Hvað segirðu? Ertu ekki spennt? Og svo bara fór hann aftur í karakter Móra og gjörbreyttist. Það var rosalega skrýtin tilfinning.“ Skólafélagar samglöddust Þær mæðgur segja afar ánægjulegt hversu góðar viðtökur eru á mynd- inni. Hafdís Eva segir skólafélagana koma vel fram við sig. „Ég kom með myndir frá frumsýningunni í skólann og kennarinn leyfði mér að sýna bekknum og þau tóku því mjög vel. Þau eru ekki að öfundast heldur eru bara stolt.“ María segir stelpuna sína líka bara á jörðinni með þetta og lausa við allt mont. „Hún er bara þakklát þegar aðr- ir samgleðjast henni. Einnig eru margir búnir að senda mér póst og lofa frammistöðu Hafdísar Evu. Andi persónu Kollu lifir svo mikið í gegnum Móra.“ Þá segist Hafdís Eva einnig hafa upplifað myndina á annan hátt en aðrir, eins og að hún væri Kolla. „Stundum grét ég og ég fagnaði líka af gleði í einu atriðanna með honum því það var svo raunverulegt.“ María segist einnig hafa átt bágt með tilfinn- ingarnar og bara leyft tárunum að streyma. Í aðalhlutverki í nýrri stuttmynd Vonarstræti er ekki eina myndin sem Hafdís Eva hefur leikið stórt hlutverk í því hún leikur aðal- hlutverk í stuttmyndinni Handan hafsins. Sú mynd er útskriftar- verkefni Heiðar Maríu Rúnars- dóttur úr Kvikmyndaskóla Íslands, og var frumsýnd fyrir rétt rúmri viku í Bíó Paradís. „Baldvin vildi fá mig í það hlutverk. Hann takk upp á því,“ segir Hafdís Eva. María segir dóttur sína hafa þurft að gera átakanlega hluti í þeirri mynd líka. „Það myndi ekki hvaða barn sem er framkvæma þessa hluti sem hún gerði.“ Góður leikari þarf ekki að segja mikið Hafdís Eva sótti leiklistarnámskeið þar sem hún var með flestar línur í uppsetningu leikrits. „Þá lék ég tré. Reyndar áttu að vera tvö tré en sú sem lék hitt tréð var veik, svo að ég lék bara bæði trén.“ Hún segist vera fljót að læra línur í handriti og t.a.m. hafi hún ekki sagt mikið í hlutverki sínu í Vonarstræti. „Það þarf ekki að segja mikið til að vera góður leikari, heldur nota svipi og slíkt. Eftir tökur á erfiðustu sen- unni, þar sem ég t.d. tala ekkert en geri mikið, var ég alveg búin á því.“ Hún segir að vel hafi verið hugsað um sig, hlý teppi ekki langt undan og alltaf einhver til í að knúsa sig og sýna hlýju. ■■ Ung leikkona með stóra drauma: Svo þegar slökkt var á sjónvarpinu sá hún spegilmynd sína þar og var mjög glöð. Hún ætlaði sér alltaf í sjón- varpiðv Krefjandi hlutverk í vinsælli mynd Knús CaffèKnús Caffè Kaffihúsið Knús Caffé er til Sölu vegna veikinda eiganda. Kaffihúsið er vel rekið í hjarta nýja miðbæjarins Áhugasamir hafi samband s. 571 1222 eða knus@knuscaffe.com

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.