Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 Öl l v o r u m við eitt sinn börn, höfum átt þ a ð s a m e i g i n - legt að hafa þurft að treysta á aðra til að veita okkur vernd, umhyggju og öryggi. Í fyrstu er u að forel dr a o k k ar, for r á ð a - menn, nákomna ættingja og vini. Flest okkar höfum síðar einnig treyst dagmæðrum, leik- skólum og öðrum menntastofnunum fyrir frekari velferð okkar, þar sem við höfum átt að hafa tækifæri til að vaxa og dafna bæði andlega og líkamlega. Ótal stofnanir, bæði lögbundnar og ólögbundnar eru einnig líklegar til að hafa sett mark sitt á þroska okkar og þannig mótað okkur á einn eða annan hátt, til að mynda íþrótta- og tómstundafélög, heilsugæsla, hin ýmsu félagasamtök, félagsþjónusta, barnavernd, lögregla og ótal fleiri. Margir hafa góðar sögur að segja af bernskuvegferð sinni en einhverjir horfa um öxl ósáttir og telja að betur hefði mátt standa að uppvexti þeirra og mótun í samfélaginu. Þrátt fyrir mismunandi bakgrunn okkar og reynslu hljótum við að sam- mælast um mikilvægi þess að hvert barn njóti réttinda og fái tækifæri til að njóta sín í uppvextinum. Í barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna má nálgast haldbærar upplýsingar um réttindi barna. Samningurinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn þarfnist sérstakrar verndar um- fram hina fullorðnu. Öllum þeim sem koma að málefnum barna ber að gera það sem í þeirra valdi stendur til að framfylgja samningnum. Í honum kemur meðal annars fram að öll börn skuli njóta réttinda án tillits til kyn- þáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða ann- arra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra. Enn fremur má nálgast vitneskju um réttindi barna og skyldur foreldra í íslenskum barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þar er jafnframt kveðið á um að öll börn eigi rétt á vernd og umönnun og skulu þau njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska. Allir sem hafa uppeldislegar skyldur skulu sína börnum virðingu og umhyggju og með öllu er óheimilt að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi hátt- semi. Foreldrum ber einnig, lögum samkvæmt, að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og búa þeim viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra í hvívetna. Ljóst er að margar stofnanir bera ótvíræða ábyrgð á velferð barna og hafa sinnt því hlutverki ágætlega og gera enn. Þrátt fyrir skipulega uppbyggt samfélag af vel meinandi stofnunum eru einstaklingar, sem einhverra hluta vegna finna sig ekki innan stofnananna eða úrræða þeirra og upplifa sig í æsku og oft fram á fullorðinsár, sem frávik frá gildandi viðmiðum og gildum samfélags- ins. Þeir eru í meiri hættu á að leita í jaðarhópa og áhættu- og afbrota- hegðun. Fullorðnir einstaklingar sem upplifað hafa misbresti í bernsku og koma jafnvel út í lífið með brotna sjálfs- mynd, en hafa náð að fóta sig á full- orðinsárum, hafa bent á að það var vissum einstaklingi úr æsku þeirra að þakka. Það var einstaklingur sem á einhvern hátt náði til þeirra, veitti þeim skjól, væntumþykju, sýndi þeim skilning, hlustaði og bar virð- ingu fyrir þeim eins og þeir voru. Sá einstaklingur varð þeim síðar hvatning og jákvæð fyrirmynd fram á fullorðinsár. Þessir einstaklingar sem settu mark sitt á líf barnanna hafa verið manneskjur með fagurt innsæi og einlægan vilja til að gera vel, hvort sem er í starfi eða einkalífi. Þessi styðjandi persóna hefur gjarnan verið kennari, vinur, nágranni, for- eldri vinar, ættingi, þjálfari eða aðrir úr nærumhverfi barnsins. Öll erum við á sömu vegferð frá vöggu til grafar. Við erum félagsverur og höfum sterka þörf fyrir að til- heyra. Samfélagið „þorpið“ er ekkert án þeirra einstaklinga sem í því búa eins og enginn skógur er án trjáa. Traust samfélag er byggt á sterkum grunni, öll börn eru grunnur sam- félags sem okkur ber að styrkja og efla. Við sem einstaklingar getum lagt okkar að mörkum í uppbyggingu samfélags með því að vera stoð í lífi barns, hvort sem það tengist okkur, í gegnum starf, ættartengsl, vináttu eða jafnvel barn sem tengist okkur ekki. Barnavernd Reykjanesbæjar sinnir mikilvægu hlutverki í velferð barna líkt og margar stofnanir. Stofnanir þurfa að byggja á góðu starfsfólki og vinna lögum samkvæmt en við getum hvert og eitt okkar bætt um betur með því að horfa í eigin barm og til okkar umhverfis og spurt: „Er barn í mínu nærumhverfi sem ég get stutt?“ „Get ég verið þessi kennari, þessi ættingi, þessi nágranni sem skiptir sköpum í lífi barns?“ Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, ég og þú byggjum þetta sam- félag. Skiptir þú sköpum? Helga Fríður Garðarsdóttir Félagsráðgjafi barna- verndar Reykjanesbæjar Unnur Svava Sverrisdóttir Félagsfræðingur, rágjafi barna- verndar Reykjanesbæjar X■ Helga Fríður Garðarsdóttir og Unnur Svava Sverrisdóttir skrifa: Það þarf þorp til að ala upp barn – ert þú að gera þitt? -aðsent pósturX vf@vf.is -mannlíf pósturX vf@vf.is Bæjarlistamaður Grinda-v í ku r 2 0 1 4 , t rom mu - leikarinn Halldór Lárusson, heldur tónleika á Salthúsinu laugardagskvöldið 15. nóvem- ber kl. 21. Með honum leika m . a . H a l l u r Ing ó l f s s on á gítar, Hörður Ingi Stefáns- son á bassa, Jó- hann Ingvason á h l j ó m b o r ð á s a m t f l e i r i góðum gestum. Halldór leikur mest efni sem hann aðstoðaði vin sinn og tón- listarmann Hall Ingólfsson að flytja en Hallur g a f ú t s ó l ó - plötuna Öræfi ekki fyrir svo löngu. Einnig fljóta með lög sem hafa haft afgerandi áhrif á Halldór sem tónlistarmann. Halldór hóf að leika á trommur 12 ára gamall. Hann byrjaði að læra á trommur hjá Guðmundi „Papa Jazz" Steingrímssyni en fór fljótlega í Tónlistarskóla Reykja- víkur og stundaði þar nám hjá Reyni Sigurðssyni á slagverk ýmis konar. Einnig stundaði hann einkanám hjá Birni Björnssyni á trommur samhliða því. Halldór lék á þessum árum t.a.m. með Sinfóníuhljómsveit æskunnar og ýmsum bílskúrshljómsveitum. 15 ára gamall var hann farinn að leika með sér miklu eldri tón- listarmönnum, t.d. á sveitaböllum út um landið. Einnig lék hann trommandi hermann í þekktri uppfærslu Íslensku Óperunnar á La Bohéme í Þjóðleikhúsinu 1980. Hann kom f r am í k v i k - mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar Rokk í Reykjavík og lék sína fyrstu tón- leika í Laugar- dagshöll 16 ára gamall. Halldór hóf að leika með Bubb a Mor t - hens 1985, þá 21 árs. Eftir það lék hann með ýmsum tónlist- armönnum m.a. Bjartmari Guð- laugssyni, Rúnari Júlíus- syni, hljómsveit- inni Júpíters , Valdimar Fly- genring ásamt mörgum fleirum. Árið 1995 fluttist hann til Hol- lands þar sem hann starfaði sem tónlistarmaður út um alla Evr- ópu til ársins 2000 er hann fluttist aftur heim til Íslands. Mest starf- aði hann með Gíneumanninum Seydouba Soumah. Síðan þá hefur hann komið víða við í tón- listinni og kennt á trommur og slagverk m.a. í tónlistarskólunum á Álftanesi, Garði, Grindavík og Sandgerði þar sem hann starfar nú einnig sem skólastjóri. Bæjarlistamaður Halldór með tónleika á Salthúsinu -aðsent pósturX vf@vf.is Ek k i v a r hú n g l æ s i l e g myndin af fjárhags- stöðu Reykjanes- bæjar sem dregin var upp á íbúa- fundi í Stapa fyrir tveimur v i kum. Stuðst var við út- t e k t K P M G o g skýrslu Haraldar Líndal Haralds- sonar. Myndin var vægast sagt svört. Undir áætlun sem kynnt var undir nafninu „Sóknin“ skal herða sultarólina næstu 10 árin og ná skuldahlutfalli Reykjanesbæjar niður í lögbundin 150%. Úttekt KPMG og skýrsla Haraldar nær yfir tímabil frá árinu 2002 og til dagsins í dag. Aldrei á tímabilinu hefur skuldahlutfall Reykjanesbæjar verið nándar nærri 150% markinu svo ekki er seinna vænna en að girða sig í brók og ráðast til sóknar. Íbúafundurinn var Reykjanesbæ til sóma. Hann var í alla staði mjög mál- efnalegur. Eða kannski réttara sagt málefnalegur í eina átt. Allir voru sammála um að sætta sig við að herða sultarólina enda alkunna að Reykja- nesbær er á hausnum. Einhverjir fundarmanna höfðu greinilega lesið samantekt úr skýrslu Haraldar og gátu hneykslast yfir bruðli Reykja- nesbæjar að greiða starfsmönnum samtals um 560 milljónir í yfirtíð, álag og launatengd gjöld. Því til við- bótar 115 milljónir í bifreiðastyrki. Í miðri verkfallahrinunni sem nú er hótað sá enginn fundarmanna ástæðu til að fagna því að Reykja- nesbær greiddi starfsfólki sínu sómasamleg laun. Eða spyrja hvað nýi bæjarstjórinn hefði í laun. Enda ekkert um það í skýrslunni. Það kom því ekki á óvart að á fyrsta bæjarráðs- fundi eftir íbúafundinn var samþykkt að lækka laun bæjarstarfsmanna. Eða hluta þeirra. Flumbrugangurinn við framkvæmdina var slíkur að það er ekki alveg ljóst hversu margir starfs- menn Reykjanesbæjar eiga að taka það á sig að rétta við fjárhag bæjar- ins. Samkvæmt skýrslu Haraldar eru stöðugildi hjá bænum 670,5. Sam- kvæmt upplýsingum frá bæjarstjóra eru starfsmennirnir 962. 170 þeirra munu líkast til taka þátt í „Sókninni“ með því að fá launalækkun. Í forsvari fyrir launalækkuninni er einn þaul- setnasti verkalýðsforkólfur á Suður- nesjum. Íbúar svæðisins sem eru það heppnir að vera félagar í verka- lýðsfélagi undir hans forystu vita þá væntanlega hverju þeir eiga von á í næstu kjarasamningum. Menn verða að vera samkvæmir sjálfum sér alveg sama hvoru megin við borðið þeir sitja. „Sóknin er ómöguleg ef þú hefur ekki trú á því að skora,“ segir sjálf- stæðismaðurinn fyrrverandi sem er saklaus af sukkinu. Og hvaða sókn er betri en sú sem fær dæmt mark úr augljósri rangstöðu? Á einum og sama bæjarráðsfundinum var hægt að samþykkja að lækka laun bæjar- starfsmanna en fella tillögu um að föst laun bæjarráðsmanna yrðu felld niður. Eingöngu yrði greitt fyrir setna fundi. Það er víst ekki sama um hvaða X■ Margeir Vilhjálmsson skrifar: Gott nafn á glataðri áætlun vasa er að ræða. Nýi meirihlutinn tók engan þátt í að móta stefnuna sem kom Reykjanesbæ í þessa stöðu. Af hverju ættu þeir þá að taka á sig ein- hverjar byrðar? Skýrsla Haraldar Líndal er fróðleg. Hann er fagmaður og hefur gert út- tektir á rekstri þrettán sveitarfélaga á Íslandi. Í skýrslunni greinir hann fjármál og heildarrekstur Reykja- nesbæjar auk þess að gera tillögur sem tengjast greiningunum. Meðan á skýrslugerðinni stóð breyttust hagir hans en eins og flestir ættu að vita var hann ráðinn bæjarstjóri Hafnar- fjarðar nú í sumar. Því var skýrslu- gerðinni ekki lokið á þann hátt sem til stóð. Alls eru í skýrslunni gerðar 25 til- lögur til úrbóta. Engin tillaga er um hagræðingu á kjörum bæjarfulltrúa. Fimm tillögur snúa að launakjörum bæjarstarfsmanna. Einhverra hluta vegna eru það þær tillögur sem virðist hafa verið hlaupið af stað með fyrst án þess að það verði metið svo af lestri skýrslunnar að þær séu þær mikilvægustu. Í skýrslunni er gerður er saman- burður á hlutfalli launa af tekjum samtals hjá 10 sveitarfélögum. Hlut- fallið hjá Reykjanesbæ er næst lægst og mun lægra en að meðaltali hjá öllum sveitarfélögum landsins. Sama á við um fjölda íbúa á hvert stöðu- gildi, en 21,2 íbúar eru á hvert stöðu- gildi í Reykjanesbæ, meðan einungis Garðabær hefur fleiri af saman- burðarsveitarfélögunum eða 22,8. Samanburðinum á þó að taka með fyrirvara. Það er hollt í öllum rekstri að greina útgjöldin og reyna að halda þeim í skefjum en það þarf líka að greina tekjustofnana. Enga slíka greiningu er að finna í skýrslunni. Stór hluti tekna sveitarfélaganna kemur frá út- svarsgreiðslum íbúanna. Þeim mun tekjuhærri sem íbúarnir eru þeim mun hærra verður útsvarið sem rennur til bæjarfélagsins. Með ein- faldri greiningu á útsvarstekjum Reykjanesbæjar árið 2013 kemur í ljós að ríflega einn milljarð vantar upp á að útsvarstekjur bæjarfélags- ins haldi raungildi miðað við árið 2006. Íbúum hefur fjölgað um ríf- lega 30% á þessu tímabili og meðal- tekjur íbúanna í sveitarfélaginu hafa dregist verulega saman. Þeir sem hafa gott langtímaminni muna að her- inn hvarf af landi brott haustið 2006. Einn milljarður til viðbótar á ári á tekjuhliðinni hefði gert gæfumuninn undanfarin ár. En raunin virðist vera sú að fólki með lágar tekjur fjölgar í Reykjanesbæ. Alþingismenn kjör- dæmisins hvaða flokki sem þeir til- heyra hafa reynst hundslappir þegar kemur að atvinnu- uppbyggingu á svæ ðinu, þrátt fyrir fögur fyrir- heit á sínum tíma. „Það er bara eðli stjórnmálanna að þeir sem ráða á hverjum tíma hafa mikið vald,“ segir formaður bæjarráðs í Víkurfréttum um leið og hann lýsir yfir sakleysi sínu á þeirri erfiðu stöðu sem nú blasir við. Vel má vera að það sé óþolandi að brottfluttur Keflvíkingur sem borgar útsvar í Reykjavík sé að fetta fingur út í bæjarmál í Reykjanesbæ. Hjartað slær með heimabænum, því verður ekki breytt. Hugmyndafræðin bakvið svokallaða „Sókn“ er hörmuleg þegar rýnt er í skýrslu Haraldar. Líkast til er ég í minnihluta en geri orð formanns bæjarráðs að mínum: „Minnihluti getur getur stundum gert lítið annað en benda á. Við reyndum að gera það allan tímann en því miður var ekki hlustað nóg á okkur. Það er þó auðvelt að vera vitur eftir á.“ Áfram Keflavík, Margeir Vilhjálmsson. Ár Útsvar (mkr.) Útsv.% Íbúar m.t.laun pr. íbúa (mkr) Launav.t. des. Hækkun vísitölu Raun tölur 2006 2.800 12.70% 11367 1,940 300,8 Raun tölur 2013 5.000 14,48% 14231 2,426 463,8 54% Vænt útsvar: 2013 6.163 14,48% 14231 2,991 Mismunur (1.163) Vænt útsvar 2013: Útsvarsprósentu 2006 er drilt í greitt útsvar. Deilt með fjölda íbúa og þannig fundin meðal- laun pr. íbúa. Meðallaun 2006 margfölduð með hækkun launavísitölu frá des. 2006 - des. 2013. Útkoman margfölduð með fjölda íbúa og aftur með út- svarsprósentu. Þannig fundið vænt útsvar. Halldór Lárusson bæjarlistamaður Grindavíkur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.