Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 4
4 fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
BLUE LAGOON HÁDEGISBRUNCH
TIL STYRKTAR OG HEIÐURS
ÍÞRÓTTASAMBANDI FATLAÐRA
Hádegisbrunch að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins verður í
boði laugardaginn 15. nóvember í Eldborg í Svartsengi kl. 12.00.
Allur ágóði vegna viðburðarins
rennur til Íþróttasambands fatlaðra.
Verð:
・ 3.900 krónur fyrir fullorðna
・ 1.950 krónur fyrir 7-12 ára
・ frítt fyrir 6 ára og yngri
Boðskort í Bláa Lónið er innifalið
í verði fyrir þá sem bóka fyrir kl.
16.00, föstudaginn 14. nóvember.
Hin vinsæla hljómsveit Klassart mun
koma fram og flytja hugljúfa tóna.
Árangur íþróttamanna Íþróttasambands fatlaðra hefur vakið mikla athygli og eru margir þeirra í fremstu röð.
Bláa Lónið og Íþróttasamband fatlaðra gerðu með sér samstarfssamning árið 2012. Samningurinn er til fjögurra ára
og gildir fram yfir Ólympíumót Fatlaðra í Ríó 2016.
Bókanir og upplýsingar á sales@bluelagoon.is og í síma 420 8800.
2004 2014
ATVINNA
SBK ehf óskar eftir að ráða bifreiðastjóra
frá og með 5. janúar 2015.
Hæfniskröfur:
Rútupróf
Dugnaður og sjálfstæð vinnubrögð
Hæfni í mannlegum samskiptum
Áhugasamir sendi umsókn á sbk@sbk.is
og til að fá frekari upplýsingar.
SBK · Grófin 2 – 4 · 230 Reykjanesbæ · Sími 420 6000 · Fax 420 6009
sbk@sbk.is · sbk.is
ATVINNA
Vantar starfsmann í vinnu við öll almenn
störf hjá okkur í Sólningu í Reykjanesbæ.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir vinsamlegast sendi á netfang:
stjani@solning.is eða á staðnum Fitjabraut 12.
Á fundi bæjarráðs Reykja-nesbæjar í síðustu viku var
ákveðið að fara í ákveðnar að-
gerðir í þessum tilgangi og m.a.
draga úr yfirvinnu og akstur-
skostnaði starfsmanna eins og
kostur er. Þannig verði opnunar-
tímar, vaktakerfi og verklag ein-
stakra stofnana, endurskoðaðir.
Einnig var ákveðið að hækka út-
svar frá og með 1. janúar 2015 um
0,53%, fer úr 14,52% í 15,05%.
Þá mun fasteignaskattur A-stofns
hækka úr 0,3% í 0,5% frá sama
tíma. Þessar aðgerðir eiga að
skila annars vegar 250 milljóna
króna lækkun rekstrarkostnaðar
og samtals tekjuaukningu bæjar-
sjóðs um 455 milljónir króna.
Launakostnaður
langstærsti liðurinn
„Hinn mikli fjárhagsvandi sem
Reykjanesbær stendur frammi fyrir
hefur ekki farið framhjá neinum.
Ljóst er að grípa þarf til víðtækra
aðgerða. Launakostnaður í sinni
víðtækustu mynd er langstærsti
einstaki kostnaðarliður sveitar-
félagsins, eða um 44% af útgjöldum
þess. Því verður ekki hjá því komist
að skoða þann lið sérstaklega þegar
leitað er leiða til að koma fjármálum
Reykjanesbæjar í viðunandi horf,“
segir í Kjartan Már Kjartansson,
bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í pistli
á vef Reykjanebæjar. Þar segir enn-
fremur að einhverjir hafi hvatt til
þess að fólki verði sagt upp störfum
í sparnaðarskyni en bæjarstjórn sé
einhuga um að verja störf og standa
vörð um grundvallarþjónustuna.
Því þurfi að leita annarra leiða.
Yfirvinna og vaktir
endurskoðaðar
Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum
segir að á 1001. fundi bæjarráðs
hafi verið ákveðið að fara í ákveðn-
ar aðgerðir í þessum tilgangi og
m.a. draga úr yfirvinnu og akstur-
skostnaði starfsmanna eins og
kostur er. Þannig verði opnunar-
tímar, vaktakerfi og verklag ein-
stakra stofnana, endurskoðaðir.
Þá verði yfirvinna einungis heimil
með samþykki næsta yfirmanns
og öllum ákvæðum um fasta yfir-
vinnu í ráðningarsamningum
sagt upp. Fastlaunasamningar og
samningar sem feli í sér ákvæði um
„önnur laun“ verði einnig endur-
skoðaðir. Loks verði ákvæðum um
fasta bifreiðastyrki sagt upp en
greitt verði fyrir akstur samkvæmt
akstursdagsbók, að fengnu sam-
þykki næsta yfirmanns.
250 milljóna lækkun
rekstrarkostnaðar
Kjartan Már segir að vonast sé til að
þessar aðgerðir skili um 250 millj-
óna króna lækkun rekstrarkostn-
aðar og verði liður í því að koma
Reykjanesbæ yfir erfiðasta hjallann
fyrst um sinn. „Þessi leið var valin
eftir vandlega yfirferð annarra val-
möguleika. Á meðal þeirra var að
hækka eingöngu annan þessara
skattstofna. Með því að fara þessa
blönduðu leið dreifast byrðarnar á
fleiri herðar, þ.e. bæði útsvarsgreið-
endur og alla eigendur íbúðarhús-
næðis í A-stofni, þar með taldir
ýmsir lögaðilar sem eiga íbúðar-
húsnæði í Reykjanesbæ s.s. leigu-
félög, bankar, Íbúðalánasjóður og
fleiri.
Gjaldstofnar fasteigna í B-stofni
(opinberar byggingar) og C-stofni
(atvinnuhúsnæði) eru þegar full-
nýttir.“
Útsvar og
fasteignagjöld hækka
Að mati bæjarstjórnar felur
þessi blandaða leið í sér að út-
svar hækkar frá og með 1. janúar
2015 um 0,53%, fer úr 14,52% í
15,05%, sem er hlutfallshækkun
upp á 3,62%. Sú hækkun bætir
fjárhagsstöðu bæjarssjóðs um 200
milljónir króna. Jafnframt hækkar
fasteignaskattur A-stofns úr 0,3%
í 0,5% frá sama tíma. Það leiðir til
tekjuaukningar fyrir bæjarsjóð um
255 milljónir króna. „Samtals gæti
því tekjuaukning bæjarsjóðs orðið
455 milljónir króna.
Samhliða þessum aðgerðum er
unnið að tillögum um hagræð-
ingu í rekstri sem ætlað er að skila
um 500 milljóna króna lækkun
rekstrarkostnaðar Reykjanesbæjar.
Þær tillögur munu líta dagsins
ljós í fjárhagsáætlunum stofnana
fyrir árið 2015 sem lagðar verða
fyrir bæjarstjórn í desember,“ segir
Kjartan Már.
Búið að finna 455 milljónir
– Ákveðið að hækka útsvar og fasteignagjöld í Reykjanesbæ.
Munu verja störf og grundvallarþjónustu.
-fréttir pósturX vf@vf.is
Veggjakrotari eyði-
leggur listaverk
XXVeggjakrotari hefur ráðist til
atlögu gegn listaverkinu á gamla
vatnstanknum á Vatnsholti í Kefla-
vík. Búið er að sprauta olíumáln-
ingu á listaverkið og skemma það
að hluta.
Íbúi í nágrenni við tankinn segir að
þegar lokið var við listaverkið hafi
Reykjanesbær ætlað að setja verndar-
húð yfir listaverkið. Með verndarhúð
er hægt að þvo veggjakrotið í burtu
án þess að skemma það sem er undir.
Íbúinn segir að verndarhúðin hafi
hins vegar aldrei verið sett yfir verkið.
Sýna Grindvíkingum
vanvirðingu og yfirgang
XXGrindavíkurbær hefur krafist aðkomu að
endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgar-
svæðinu því heildarendurskoðun hennar
gæti haft veruleg áhrif á landnýtingu innan
Grindavíkurbæjar. Því er eðlilegt að unnið
sé að þessu verkefni í nánu samstarfi við
Grindavíkurbæ.
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
hafa ekki svarað þeirri kröfu Grindavíkurbæjar
og með því telur Grindavíkurbær að verið sé að sýna ákveðna vanvirðingu
og yfirgang. Grindavíkurbær hefur jafnframt lýst afstöðu sinni við Hafnar-
fjarðarbæ.
Bæjarstjórn Grindavíkur lítur svo á að sveitarfélagið sé ekki almennur hags-
munaaðili og því ekki bundið af athugasemdafresti til 10. nóvember. Bæjar-
stjórn hefur leitað álits lögmanns á málinu og mun veita sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu umsögn þegar það liggur fyrir.
Fríar blóðsykursmælingar Lions
– í Nettó Krossmóa
XXLaugardaginn 15. nóvember frá kl.13:00-16:00 munu Lionsklúbbur
Keflavíkur, Lionsklúbbur Njarðvíkur Lionsklúbburinn Æsa Njarðvík,
Lionsklúbburinn Garður, Lionsklúbbur Sandgerðis og Lionessuklúbbur
Keflavíkur í samstarfi við Lyfju í Nettó, vera í Nettó Krossmóa að bjóða
fólki upp á fría blóðsykursmælingu. Þetta er gert í tilefni af Alþjóða-
þjóðadegi sykursjúkra 14. nóvember, en nóvember er mánuður sykurs-
sýkisvarna hjá Lions. Þá bjóða Lionsklúbbar víðs vegar um land upp á
fría blóðsykursmælingu. Markmiðið er að vekja almenning til umhugs-
unar um hættuna sem getur stafað af því að ganga með dulda sykursýki.
Auglýsingasími
Víkurfrétta er
421 0001