Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 16
16 fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR
Frá 59.900
Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544 5100
HÁTÍÐARVERÐ
Minningarsteinar
Aðeins 2ja vikna
afgreiðslufrestur
Fullbúinn
-aðsent pósturX vf@vf.is
Ég er sérfræð-ingur í mínu
fagi, enginn getur
gengið inn í mín
störf nema örfáir
einstak l ingar í
þessu landi og þeir
eru líklega flestir
í sömu stöðu og
ég þessa dagana. Að baki liggur
áralöng menntun og stöðug sí-
menntun samhliða starfinu. Í þau
13 ár sem ég hef sinnt þessu starfi
hef ég aldrei upplifað að menntun
mín né vinnuframlag sé metið að
verðleikum í launaumslaginu.
Hins vegar hef ég unnið á mjög
góðum vinnustöðum með frá-
bærum stjórnendum sem hafa stutt
mig og hjálpað mér að þroskast og
þróast í mínu starfi. Á þessum vinn-
stöðum starfa ég með yndislegu
fólki sem leggur alúð og metnað í
sín störf, þetta eru tónlistarskólar.
Það er minni stétt í blóð borið að
ganga til starfa af ástríðu fyrir við-
fangsefninu og leggja sig alla fram
án þess oft á tíðum að telja tímana
sem í það fara og vinna ýmis störf á
öllum tímum sólahringsins án þess
að fá það sérstaklega greitt. Þessi
fórnfýsi lýsir því vel hvað starfið er
gefandi og skemmtilegt.
Ég er fjölskyldumaður, það er
ekki nóg að elska vinnuna sína og
ekki hægt fórna öllu fyrir hana,
fjölskyldan er alltaf númer eitt í
mínum huga. Ef ég á að sinna
mínu starfi í framtíðinni verð ég
að hafa mannsæmandi laun sem
eru mér samboðin miðað við mína
menntun, starfsreynslu og framlag
til samfélagsins.
Ég er tónlistarkennari og það er
komin tími til að kennarar almennt
séu metnir að verðleikum í þessu
samfélagi. Framtíð þjóðarinnar er í
okkar höndum, við þurfum að fjár-
festa vel í framtíð barnanna okkar.
Að mínu mati er það besta fjárfest-
ingin að við höfum vel menntaða
og góða kennara sem fá tækifæri
til að sinna sínu starfi við góðar
aðstæður og laun sem hvetja þá til
dáða. Ég held að tónlistarmenntun
og listmenntun yfirleitt sé hér sér-
staklega vanmetin. Það er gaman
að sjá afrakstur tónlistarskólanna í
fjölbreyttu og framsæknu tónlistar-
lífi sem er ein grunnstoðin í menn-
ingu okkar en minna sýnileg eru
áhrif tónlistarmenntunar í víðum
skilningi á þroska einstaklingsins.
Tónlistarnámið gefur einstakl-
ingnum hæfileika eins og aukið
sjálfstraust, skipulögð vinnubrögð,
reynslu í samvinnu, skapandi
hugsun og margt fleira sem nýtist
vel í öllu námi og starfi. Tónlistin
er tungumál sem allir skilja sem
og partur af okkar grunneðli og
þörfum og ætti því að vera fastur
liður í mótun og þroska allra.
Ég er mjög leiður yfir því skiln-
ingsleysi sem mér finnst birtast í
afstöðu sveitarfélaganna til kröfu
tónlistarkennara um sambærileg
laun og aðrar kennarastéttir. Af
hverju vilja sveitarfélögin draga
okkur niður í launum samanborið
við aðra kennara? Hvar er hin
skapandi hugsun í stefnumótun og
framförum í stjórnsýslunni hvað
varðar tónlistarmenntun. Mín til-
finning er að þessi stjórnsýsla er því
miður lítil eða ekki til. Þessu þarf
að breyta, tónlistarfræðslan þarf að
eignast sinn stað i stjórnsýslunni
svo hún nái að þróast og blómstra í
takt við samfélagið.
Ég hvet að lokum sveitarfélögin og
samninganefnd þeirra til að nálg-
ast samningaborðið með skapandi
hugsun að leiðarljósi og líta á okkur
tónlistarkennara sem mikilvægan
hlekk í menntun og uppeldi sem
bera að hlúa að og efla.
Þorvaldur Már Guðmundsson
Kennari við Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar
og Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar.
X■ Þorvaldur Már Guðmundsson tónlistarkennari skrifar:
Hvert viljum við stefna?
X■ Svölurnar á Suðurnesjum skrifa:
Svölurnar með jólakortasölu
X■ Oddný Harðardóttir þingmaður
Samfylkingarinnar skrifar:
„Skrifaðu flugvöll!“
Í j a n ú a r 2 0 1 4 skilaði Heklan,
atvinnuþróunar-
félag Suðurnesja,
skýrslu til Sam-
b a n d s s v e i t a r-
félaga á Suður-
nesjum sem ber
y f i r s k r i f t i n a
Innanlandflug um Keflavíkur-
flugvöll – möguleikar og sam-
félagsleg áhrif. Mér þykir rétt að
rifja upp efni þessarar skýrslu nú
þegar að þingmenn Framsóknar
hafa lagt svo mikla áherslu á að
flugvöllurinn verði áfram í Vatns-
mýrinni að þeir vilja taka skipu-
lagsvaldið af Reykjavíkurborg.
Þar á meðal eru tveir þingmenn
Framsóknar sem búa á Suður-
nesjum.
Staðsetning Reykjavíkurf lug-
vallar hefur verið deilumál lengi.
Nýlega var sett á laggirnar nefnd
undir forystu Rögnu Árnadóttur
til að fjalla um staðsetningu flug-
vallarins á höfuðborgarsvæðinu.
Ábyrgðarmenn verkefnisins eru
innanríkisráðherra, borgarstjóri og
forstjóri Icelandair Group. Þar er
rætt um þrjá staði fyrir utan Vatns-
mýrina; Hólmsheiði, Álftanes og
Hvassahraun. En ekki Keflavík. Þó
hefur Keflavíkurflugvöllur verið
einn þeirra kosta sem nefndir hafa
verið hvað oftast sem framtíðar-
miðstöð innanlandsflugs á Íslandi.
Flugvöllur í miðri höfðuðborginni
getur varla talist framtíðarlausn.
Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk
búinn til þess að taka við innan-
landsflugi. Í skýrslu Heklunnar
kemur fram að ekki þurfi að ráðast
í miklar framkvæmdir verði að
flutningnum til Keflavíkur, hvorki
vegna flugbrauta né vegna húnæðis
fyrir flugstöð. Nýta mætti húsnæði
í eigu ríkisins í nágrenni Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar. Keflavík
er því mun hagstæðari kostur en
Hólmsheiði, Álftanes eða Hvass-
ahraun þar sem byggja þyrfti dýr
mannvirki. Með tíðari rútuferðum
um Reykjanesbraut og eflingu
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
sem nauðsynleg er hvort sem er, get
ég ekki séð neitt sem mælir gegn
því að Keflavíkurflugvöllur taki við
innlandsfluginu.
Isavia gerir ekki ráð fyrir fjölgun
starfsfólks verði áætlunarflug
innanlands flutt til Keflavíkur.
Hins vegar gætu orðið til 150-200
ný störf á vegum tveggja stærstu
flugrekstraraðilana í innanlands-
flugi og enn fleiri ef spár um
fækkun farþega við flutninginn
ganga ekki eftir. Þá eru ótalin af-
leidd störf. Flutningur innanlands-
flugs til Keflavíkur væri því afar
góður kostur fyrir okkur Suður-
nesjamenn og hefði góð áhrif á
samfélögin á Suðurnesjum sem
þurfa sannarlega á styrk að halda,
einkum nú um stundir.
„Skrifaðu flugvöll“, er frasi sem
flestir kannast við og stundum
nefnt sem dæmi um vinsældakaup
og órausæi. Flutningur innan-
landsflugsins til Keflavíkur er hins
vegar aðgerð sem byggist á hagsýni
og góðri nýtingu mannvirkja sem
fyrir eru á svæðinu.
Oddný G. Harðardóttir
þingmaður Samfylkingarinnar
Eins og mörg undanfarin ár munu Svölurnar selja jóla-
kort um allt land og þar eru
Suðurnesin ekki undanskilin.
Svölurnar eru félag flugfreyja
og þjóna sem hittast og styrkja
gömul vinabönd. Samtökin er
líka styrktarfélag og hafa verið að
styrkja bæði samtök og einstakl-
inga. Undanfarið hafa Svölurnar
styrkt MND félagið, MS félagið
og Ljósið. Þá hafa þær styrkt börn
með sjaldgæfa sjúkdóma en þá
fer styrkurinn til þeirra sem eru
að leita að lækningu við þessum
sjúkdómum.
Jólakortin eru með veglegra móti í
ár vegna þess að þetta er 40 ára af-
mælisár Svalanna. Þau eru þrenns
konar og eru 6 í búnti og kostar
búntið 1000 krónur. Sölustaðir á
Suðurnesjum eru HSS, Álnabær,
Ásjá Nesvöllum, Lyfja Njarðvík og
Lyfja Grindavík.
„Það er gaman að segja frá því að
þegar Oddný Björgólfsdóttir byrj-
aði að fljúga árið 1968, var hún
eina flugfreyjan á Suðurnesjum.
Auk hennar voru á svæðinu einn
flugstjóri, einn flugmaður og einn
flugvélstjóri og bjuggu þau öll í
Háholtinu og Langholtinu. Núna
eru u.þ.b. 80 flugliðar búsettir á
svæðinu. Við viljum nota tækifærið
og benda öllum sem hafa einhver-
tímann verið í fluginu að koma
með okkur í Svölurnar. Skiptir þá
engu hversu langt er síðan það var
eða hversu lengi þú varst í háloft-
unum. Spurningin er að vera með
í skemmtilegum félagsskap á sama
tíma og við erum að láta gott af
okkur leiða.
Suðurnesjafólki færum við hjartans
þakkir fyrir frábæran stuðning tvö
undanfarin ár og vonum að okkur
verði vel tekið þetta árið.“
Fyrir hönd Svalanna
á Suðurnesjum
Oddný Björgúlfsdóttir, Sig-
ríður Jóna Jónsdóttir, Guð-
rún Hildur Jóhannsdóttir
og Anna Lóa Ólafsdóttir.
Magnús Jónsson, Ella Björk Björnsdóttir,
Steinþór Jónsson, Hildur Sigurðardóttir,
Guðlaug Helga Jónsdóttir, Guttormur Guttormsson,
Davíð Jónsson, Eva Dögg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir, tengdafaðir, elskulegur afi og langafi,
Jón William Magnússon,
forstjóri, Krossholti 6, Keflavík,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
7. nóvember, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13:00.
HESTAMENN Á
SUÐURNESJUM ATHUGIÐ!
Dýralæknastofa Suðurnesja stendur fyrir
fræðslufundi í félagsheimili Mána á Mánagrund
föstudaginn 21. nóvember kl. 18:00.
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdoma heldur
erindi um sníkjudýr í hrossum. Einnig segir hún frá nýrri
reglugerð um velferð hrossa.
Húsið opnar kl. 17:45 og fundurinn hefst kl. 18.00.
Enginn aðgangseyrir - heitt á könnunni!