Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 20
vf.is -mundi Var innbrotsþjófurinn að reyna að þvo samviskuna í baðinu?FIMMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 2014 • 44. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR Sævar Sævarsson Svokölluð sókn sem nýr meirihluti í RNB boðaði er sem sé sú að sækja svo fast á heimilin í bænum að þau verði sigruð í einni leiftursókn… Magnús Jón Kjartansson Bláu augun þín var kosið lag ára- tugarins að 1973. Ég er hjartanlega sammála þeirri niðurstöðu. Þetta lag varð til þess að kveikja eldana sem komu mörgum af stað til að semja sína eigin tónlist. Það er mikilvægast. Páll Valur Björnsson Heimsótti minn gamla vinnustað, Njarðvíkurskóla í dag og átti góða stund með fyrrum nemendum mínum og vinnufé- lögum. Mér líður alltaf svo vel í hjartanu þegar ég er búinn að vera með þessum yndislegu manneskjum sem þarna starfa og nema. Tómas Young Er mjög stoltur af því að Norræna ráðherranefndin mun funda í Hljómahöll í vikunni. Umfang fundarins er mikið og auk þess verður stór tveggja daga ráð- stefna haldin í Stapa á sama tíma í tengslum við ráðherra- fundinn. Við getum þakkað tvennu fyrir það að Hljómahöll varð fyrir valinu; nálægðin við flugvöllinn og aðstaðan í Hljómahöll. VIKAN Á VEFNUM Bláa Lónið hefur verið hluti af tónlistarhátíðinni vinsælu, Iceland Airwaves, allt frá upp- hafi og verið eini staðurinn utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur tekið þátt í fjörinu allt frá árinu 1999. Á hátíðinni í ár komu dag- lega um 500 manns í sal veitinga- staðarins LAVA, yfir þá þrjá daga sem hátíðin stóð. Bláa Lónið hefur verið hluti af Airwaves tónlistarhátíðinni allt frá árinu 1999 þegar Airwaves var haldið í fyrsta sinn. Sá viðburður var upphaflega hugsaður fyrir blaðamenn og starfsmenn útgáfu- fyrirtækja sem komu hingað til lands. „Við tókum vel í hugmynd- ina og settum upp tónlistarviðburð þar sem hljómsveitin Fálkar frá Keflavík kom fram og vakti mikla lukku á meðal gesta. Fleiri góðir tónlistarmenn hafa komið fram á Airwaves í Bláa Lóninu en við- burðurinn hefur vaxið og dafnað með fyrirtækinu. Fyrstu árin voru það fyrst og fremst boðsgestir sem komu á tónleikana en fljótlega var farið að bjóða upp á pakka fyrir almenna gesti hátíðarinnar,“ segir Magnea Guðmundsdóttir upplýs- ingafulltrúi Bláa Lónsins. Ferðaþjónustan hefur notið góðs af Airwaves og einmitt þess vegna kom Bláa Lónið að hátíðinni á sín- um tíma. „Það hefur skipt okkur miklu máli að taka þátt í hátíðinni. Hingað höfum við boðið blaða- mönnum í gegnum árin og þannig stuðlað að landkynningu í gegnum Airwaves. Þannig vekjum við áhuga á Íslandi fyrir tónlistina. Þá finnst mér svo vel við hæfi að hafa svona viðburð hérna í Bláa Lóninu af því að Suðurnesin eru auðvitað stórveldi í tónlist,“ segir Magnea. Bláa Lónið með í Airwaves frá upphafi Hljómsveitirnar Kaleo, Agent Fresco og Moses Hightower komu fram á viðburðinum Blue Lagoon Chill í ár. Um 1500 manns kíktu í Lónið á vegum Airwaves. Þessi hlustuðu á tónleika Moses Hightower á baðsloppunum og gæddu sér á veitingum frá LAVA. 1 4 -2 5 0 2 - H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Viltu þjóna flugi með okkur? Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Leitað er að sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna undir álagi. Gerð er krafa um stúdents- próf og reynsla af skrifstofustörfum er æskileg. Um 50% starf er að ræða og felst það meðal annars í vaktskrá flugumferðar- stjóra, umsjón með starfsmannaskrá, tölfræði, uppsetningu skjala og öðrum almennum skrifstofustörfum. Umsóknum skal skila inn rafrænt á www.isavia.is/atvinna, þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember. Isavia óskar eftir öflugum starfsmanni í 50% starf ritara flugumferðarþjónustu. # víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.