Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 13.11.2014, Blaðsíða 18
18 fimmtudagurinn 13. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR -íþróttir pósturX eythor@vf.is Varnarmaðurinn ungi Daníel Leó Grétarsson heldur brátt í víking, en hann mun á næstunni semja við norska úrvalsdeildar- liðið Aalesund. Þar með er æsku- draumur Grindvíkingsins unga að rætast. Daníel, sem er 19 ára, hefur leikið reglulega með Grind- víkingum síðan hann var 16 ára. Hann hefur fest sig í sessi sem lykilleikmaður, en svo vel hefur hann staðið sig að í lok sumars var hann kjörinn besti leikmaður meistaraflokks félagsins. „Þetta er gott lið fótboltalega séð en um er að ræða stórt stökk fyrir mig. Ég er búinn að undirbúa mig vel og vera í liðinu síðustu tvö tímabil. Það hefur gert gott fyrir mig og eflaust hef ég fengið reynslu sem verður mér dýrmæt,“ segir Daníel. Sjálfur telur Daníel að hann hafi bætt sig sem leikmann í sumar. Hann hefur átt gott samstarf við Milan Stefán Jankovic þjálfara sem hefur lagt mikið traust á hans ungu herðar. „Það að vera ungur lykil- maður í liði lætur mann þurfa að stíga upp fyrr og þar af leiðandi bætir maður sig fyrr,“ segir hann. Framtíðin í íslenskum fótbolta Janko þjálfari sparar ekki stóru orðin þegar kemur að Daníel. „Hann er fyrst og fremst sterkur karakter. Hann les leikinn vel og er með góðar sendingar. Hann er frá- bær leikmaður og er í raun fram- tíðin í íslenskum fótbolta. Hugar- farið hjá honum er alveg 110% og hann hugsar vel um sig. Hann mun banka á landsliðsdyrnar hjá aðal- liðinu á næstu árum, það er ég alveg viss um,“ segir þjálfarinn sem hefur verið honum innan handar jafnt kvölds sem morgna við æfingar. „Ég hef sótt hann og farið með honum klukkan sex á morgnana að æfa aukalega síðustu 2-3 ár. Ég er viss um að hann á eftir að komast langt og fara í betra lið þegar fram líða stundir. Hann er sérstakur leikmaður sem hefur nánast allt til brunns að bera,“ bætir Janko við. Mikil vinna er að baki þessum ár- angri en svona tækifæri fást ekki gefins. „Maður er í þessu til að fá svona tækifæri. Ég hef sett mér markmið og hef gert mitt besta til þess að ná þeim. Ég fer nánast aldr- ei í frí frá boltanum. Þegar það er frí þá fer ég að lyfta eða tek auka- æfingu í Hópinu. Ég hef átt margar klukkustundir aleinn í Hópinu að æfa. Þetta tækifæri verður ekkert til út af engu,“ segir Daníel. Aukaæfingarnar skila sér í atvinnumennsku Grindvíkingurinn Daníel Leó semur við Aalesund í Noregi Keflvíkingar unnu sannfær-andi sigur á nágrönnum sín- um í Njarðvík, þegar liðin áttust við í Ljónagryfjunni í Domino's deild karla í körfubolta á mánu- dag. Þrátt fyrir að lokatölur, 74- 86, gefi það ef til vill ekki til kynna þá vannst sigur Keflvíkinga með talsverðum yfirburðum. Staðan var 36-66 fyrir Keflavík þegar fjórði leikhluti hófst og ljóst að ekkert minna en kraftaverk þyrfti til þess að bjarga Njarðvíkingum. Njarðvíkingar höfðu þá leikið af- leitlega í öðrum og þriðja leik- hluta, þar sem ekkert gekk upp hjá þeim. Keflvíkingar voru alltaf skrefi framar og sýndu meiri bar- áttu og vilja í leiknum, auk þess sem þeir léku frábæra vörn. Njarð- víkingar náðu að rétta úr kútnum í lokaleikhlutanum og á tímabili kviknaði smá vonarneisti. En eins og gamla góða klisjan segir, þá var hann bara of lítill og kom of seint. Sannfærandi sigur hjá Kefl- víkingum sem sýndu loks hvers þeir eru megnugir. „Maður mætir í svona leik með extra orku og það hugafar að gera vel,“ sagði leikstjórnandinn Valur Orri Valsson í leikslok. „Það vantar í aðeins okkur að drepa leikina. Fjórði leikhluti var ekki góður hjá okkur. Við höfum ekki verið að spila svona saman sem lið í undan- förnum leikjum en sýndum hvað í okkur býr hér gegn Njarðvík. Vörnin leit sérstaklega vel út hjá okkur,“ bætti Valur við. „Þeir voru bara einfaldlega bara meiri töffarar en við í dag. Þeir voru grimmari í ýmsum stöðum sem komu upp í leiknum,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvík- inga eftir leik. „Við vorum að hitta bara mjög illa. Það gekk ekkert upp á tímabili. Það vantaði sjálfstraust í hópinn og við vorum ragir við að sækja á þá inn í teiginn lengi vel.“ KEFLVÍKINGAR VORU EINFALD- LEGA MEIRI TÖFFARAR EN VIÐ -sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari UMFN eftir tap gegn Keflavík í Domino’s deildinni í körfu 18 af 22 keppendum frá Keflavík - á opna skoska meistaramótinu í taekwondo. XXKeflvíkingar áttu 18 af 22 íslensku keppendunum á opna skoska meistaramótinu í taekwondo og stóðu sig með stakri prýði. Árangur íslenska liðsins var á þá leið að það vann 21 gull, 12 silfur og 10 brons. Einnig fékk liðið heildarstigabikarinn heim til Íslands. Íslenska liðið var annað besta liðið í tækni og besta liðið í heildina á mótinu þegar árangur allra liða hafði verið tekinn saman. Þrír Íslandsmeistaratitlar til Sleipnis XX Íslandsmótið í Brazilian jiu jitsu fór fram um sl. helgi. Þrír Íslands- meistaratitlar bættust í verðlaunaskápinn hjá Sleipni. Gunnar Örn Guð- mundsson, Hafþór Árni Hermannsson og Jón Axel Jónasson sigruðu í sínum aldurs- og þyngdarflokkum. Stefán Elías Davíðsson, Catarina Cahinho, Marín Veiga, Guðumundur Agnar og Bjarni Darri Sigfússon urðu önnur í sínum flokki. Mótið var það sterkasta til þessa þar sem fimm félög öttu kappi í ýmsum þyndar- og aldursflokkum. Flestir voru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og var árangurinn mjög góður. Frans með Keflvíkingum næstu tvö árin XXMiðjumaðurinn Frans Elvarsson skrifað undir nýjan tveggja ára samning við úrvalsdeildarlið Keflavíkur í fótbolta. Frans var samnings- laus og hugsaði sér til hreyfings áður en hann ákvað loks að semja aftur við Keflvíkinga. Frans hefur verið í þeirra herbúðum síðan árið 2011, en þessi 24 ára leikmaður lék áður með Njarðvíkingum og Sindra. Njarðvíkingar ósigraðir á toppnum XXNjarðvíkingar eru ósigraðir í 1. deild kvenna í körfubolta, eftir sigur gegn Stjörnunni í toppslagnum. Njarðvíkingar unnu 64-55 sigur á heimavelli sínum, þar sem Nikitta Gartrell skoraði helming stiga liðsins, 32 talsins. Njarðvíkingar hafa unnið alla fjóra leiki sína og sitja nú á toppi deildarinnar með átta stig. Allt er fertugum fært, Damon Johnson getur enþá troðið Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson spilaði fyrir Aalesund frá árunum 2005-2009. Hann hefur ekk- ert nema gott um klúbbinn að segja. „Fyrir það fyrsta þá óska ég Daníel til hamingju með atvinnumannasamninginn. Þetta er virkilega fallegur og skemmtilegur bær, klúbburinn er flottur og aðstaðan til fyrirmyndar. Það var ótr ú lega gaman að spi l a f y r ir AAFK, stuðn- ingsmennirnir voru frábærir og völlurinn geggjaður með 11.000 áhorf- endum. Þegar ég spilaði fyrir liðið var fullur völlur alla leiki, þvílík stemmning og ég held að ekkert hafi breyst. Ég held að Daníel megi búast við miklu fleiri áhorfendum, meiri hraða í le iknum, aukinni hörku og f lottum völlum í norska bolt- anum,“ s eg i r fyrirliði Kefl- víkinga. Hann mun banka á landsliðsdyrnar hjá aðal- liðinu á næstu árum, það er ég alveg viss um -Milan Stefán Jankovic

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.