Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Side 2

Víkurfréttir - 02.06.2016, Side 2
2 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Framkvæmdir v ið endurnýjun norður-suður flugbrautar Keflavíkur- flugvallar hófst á mánudag og verður flugbrautin lokuð í sumar á meðan framkvæmdir standa yfir. Á meðan framkvæmdir standa yfir mun um- ferð flugvallarins að mestu leyti fara um austur-vestur flugbrautina. Íbúar í grennd við aðflugslínu austur-vestur flugbrautarinnar gætu því orðið varir við aukna flugumferð yfir sín hverfi. Nýlega hefur Isavia yfirfarið alla flug- ferla í kringum Keflavíkurflugvöll og gert sérstakar breytingar á þeim sem miða að því að draga eins og kostur er úr hljóðmengun í íbúabyggð í ná- grenni flugvallarins. ÍAV átti hagstæðasta tilboð í endur- gerð flugbrauta Keflavíkurflugvallar. Tilboð ÍAV hljóðaði upp á rúma 5,6 milljarða króna en tilboð Ístak var rúmir 6,1 milljarður. Kostnaðará- ætlun er rúmir 5,2 milljarðar. Verkið felst í eftirfarandi verkþáttum: Flugbraut 01/19 verður endurgerð sumarið 2016 og flugbraut 11/29 sum- arið 2017. Yfirborð flugbrauta verður endurnýjað sem og rafmagns- og flug- brautaljósakerfi. Einnig verður flug- leiðsögubúnaður á öllum brautum endurnýjaður. Sumarið 2017 verður austur-vestur brautin svo endurnýjuð og þá mun megnið af flugumferðinni fara um norður-suður brautina. Norður-suður brautin er sú braut sem er mest notuð að jafnaði, meðal annars vegna þess að flugumferð um hana skapar minna ónæði í íbúabyggð. Verslanir, söluturnar og aðrir út- sölustaðir á Suðurnesjum standa sig flestir betur en áður þegar kemur að því að koma í veg fyrir að ungmenni undir 18 ára kaupi sígarettur hjá þeim. Hins vegar féllu allt of margir á prófinu þegar kom að sölu neftóbaks til sama aldurshóps. Þetta er niður- staða umfangsmikillar könnunar sem Samsuð, Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, framkvæmdu 26. maí sl., en á vegum þeirra voru sendir 14-16 ára unglingar á 24 útsölustaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum félagsmiðstöðva á Suður- nesjum. Samkvæmt 8. gr. laga um tóbaksvarnir frá 2002 kemur skýrt fram að tóbak megi hvorki selja né afhenda einstakl- ingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Einnig kemur fram í sömu grein að þeir einir sem orðnir eru 18 ára megi selja tóbak, en aldur sölumanna er ekki kannaður í þessari könnun. Alls seldu aðeins fjórir útsölustaðir af 24 eða 17%, ungmennum undir lög- aldri sígarettur, sem er með því besta sem mælst hefur í sambærilegum könnunum undanfarin ár. Í könnun fyrir ári síðan voru 33% útsölustaða sem féllu á prófinu. Að þessu sinni voru 14-16 ára ungl- ingarnir sem fóru inn í útsölustaðina að þessu sinni jafnframt beðnir að kaupa neftóbak. Alls seldu níu útsölu- staðir af 24 nefbók til ungmennanna eða hvorki meira né minna en 38%, sem er verulegt áhyggjuefni. Þetta er samskonar niðurstaða og fyrir ári síðan. Í kjölfar heimsóknar ungmennis í verslun fór fulltrúi Samsuð inn í verslun, skilaði vöru og tilkynnti verslunarstjóra/eiganda verslunar að könnun hafi farið fram og að starfs- fólk verslunarinnar hafi annað hvort gerst brotlegt á reglugerðum um sölu tóbaks til ungmenna eða staðið sig vel og farið að reglum í einu og öllu. Samkvæmt reglugerð um smásölu tóbaks fer heilbrigðisnefnd hvers land- svæðis með leyfisveitingar og eftirlit á smásölu tóbaks, en niðurstöður reglu- legra kannanna Samsuð á sölu tóbaks til ungmenna í grunnskólum, leiða líkur að því að eftirlit með þeirri smá- sölu sé verulega ábótavant, sérstaklega þegar kemur að munntóbaki. „Við skorum á Heilbrigðisnefnd Suðurnesja að gera gangskör í að verslunareigendur fari að lögum og reglum um smásölu tóbaks og neftób- aks. Könnunin var gerð með leyfi for- ráðamanna þeirra sölustaða sem farið var á og líklegt er að framhald verði á tóbakssölukönnunum á vegum Sam- suð,“ segir í tilkynningu samtakanna. 38% útsölustaða brutu tóbaksvarnarlögEndurnýja flugbrautir fyrir 5,6 milljarða króna ●● Íbúar●í●Reykjanesbæ●verða●varir●við●aukna●flugumferð●yfir●byggð Framkvæmdir hafnar við endurnýjun norður-suður- brautar Kefla- víkurflugvallar. Vf-mynd: Hilmar Bragi STÖRF HJÁ IGS Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf í farþegaafgreiðslu, hlaðdeild og flugvélaræstingu. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa að geta unnið út september og vera tilbúnir að sækja undirbúningsnámskeið. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur FARÞEGAAFGREIÐSLA: Starfið felst m.a. í innritun far- þega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdents- próf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála -og tölvukunnátta HLAÐDEILD: Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, íslenska og/eða ensku- kunnátta FLUGVÉLARÆSTING: Lágmarksaldur 18 ár á árinu, almenn ökuréttindi, íslenska og/ eða enskukunnátta Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 10. júní. Delta hefur flug til Minneapolis Flugfélagið Delta hóf á föstudag flug á milli Keflavíkurflugvallar og Min- neapolis. Flugfélagið mun bjóða upp á dagleg flug á milli áfangastaðanna fram til 6. september, en þetta er annar áfangastaður Delta frá Keflavíkurflug- velli. Með fluginu til Minneapolis flýgur Delta til New York JFK. Delta hóf flug til Íslands árið 2011 og flaug þá fimm sinnum í viku, en nú eru flugin orðin 15 í hverri viku. Flugfélögum sem fljúga til Keflavíkur- flugvallar hefur fjölgað til muna á síð- ustu árum. Í ár fljúga 11 félög þangað yfir allt árið, þar á meðal Delta, en þau voru aðeins tvö árið 2005, og í sumar verða flugfélögin 25 og hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að sumarið 2009 lentu flugvélar frá sjö flugfélögum í reglubundnu flugi á Keflavíkurflugvelli. Isavia bauð farþegum upp á léttar veit- ingar í tilefni dagsins.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.