Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 10

Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 10
10 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Hinn 18 ára Bjarki Jóhannsson var hlaðinn verðlaunum við útskrift Fjöl- brautaskóla Suðurnesja sem fram fór á dögunum. Bjarki dúxaði enda með glæsibrag þar sem hann var með 9,18 í lokaeinkunn á stúdentsprófi. Hann bjóst ekki alveg við þessum góða ár- angri og átti ekki von á að hann yrði dúx. Þrátt fyrir hógværðina þá stóð hann sig bara ansi vel. Á þremur árum í FS náði Bjarki 20 sinnum á fá tíu í einkunn. Bjarni ólst upp á Eskifirði og fluttist til Reykjanesbæjar eftir að grunnskóla- göngu lauk árið 2013. Bjarki hefur þegar byrjað að feta framabrautina en hann lauk í fyrra einkaflugmanns- námi. Hann stefnir statt og stöðugt að því að verða atvinnuflugmaður enda hefur það verið draumur hans síðan hann var smá polli. Stútendsprófið tók Bjarki á þremur árum samhliða einkaflugmannsnám- inu. Eina önnina tók hann 41 einingu þá í fluginu og FS. Þá var lítill tími fyrir annað en námið að sögn Bjarka. Hann hefur alltaf átt gott með að læra og hlaut á sínum tíma viðurkenningu fyrir námsárangur þegar hann klár- aði grunnskóla. Hann á auðvelt með að muna hlutina. Hann er fljótur að læra hlutina þannig að hann þarf ekki að liggja lengi yfir bókunum. Hann er hvað sterkastur í raungreinum en viðurkennir sjálfur að íslenskuna megi bæta. Bjarki lærði á píanó og gítar á sínum yngri árum auk þess sem hann æfði fótbolta. Nú er það hins vegar flugið sem er aðaláhugamálið. „Það er skrítið að vera búinn með skólann en samt góð tilfinning,“ segir Bjarki léttur í spjalli við blaðamann Víkurfrétta. Hann er þegar kominn í sumarvinnu en hann verður starfs- maður á bílaleigu í Flugstöðinni í sumar. Næsta haust er svo stefnan tekin rakleiðis á atvinnuflugmann- inn og varð flugakademía Keilis fyrir valinu. „Ég byrja bara strax í haust og ætla reyna að klára eins fljótt og hægt er svo ég komist í vinnu sem flug- maður sem fyrst,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera gríðarlega sterkur náms- maður þá heillar háskólalífið Bjarka ekki. Hann segist ekki sjá það fyrir sér og stefnir ótrauður á flugið. Mikill stuðningur frá fjölskyldunni Útskriftarveislan var vegleg og komu fjölmargir ættingjar að austan og fögnuðu áfanganum með Bjarka. Amma og afi voru einstaklega stolt af stráknum en Bjarki segir að afi sinn hafi verið duglegur að spyrja hann um námið. „Mamma og pabbi voru alltaf að fylgjast með lærdómnum mínum og að passa upp á að ég lærði heima og svona. Síðan var afi sem býr á Eskifirði alltaf að fylgjast með mér. Hann hringdi oft og spurði hvernig mér gengi í skólanum. Hann táraðist held ég gamli maðurinn þegar ég fékk öll verðlaunin. Svo í veislunni styrktu þau amma mig með mjög veglegri gjöf sem mun nýtast vel í flugnáminu. Þannig að fjölskyldan á miklar þakkir fyrir stuðninginn og á stóran part í þessu,“ segir Bjarki. Hefði viljað vera busaður Þrátt fyrir að hafa fyrst haft áhuga á því að stunda nám í Menntaskól- anum í Reykjavík eða í Verslunar- skólanum ákvað Bjarki að velja FS. Bjarka líkaði lífið mjög vel í FS. „Þetta var bara geggjað gaman. Félagslífið er búið að þróast mjög mikið síðan ég byrjaði,“ en Bjarki tók virkan þátt í því öllu saman. Í vetur var hann fyrirliði græna liðsins í starfshlaupinu ásamt Gunnari Degi Jónssyni. „Við lögðum gríðarlega vinnu í þetta sem skilaði sér því við unnum hlaupið en þetta var í fyrsta sinn í mjög langan tíma sem græna liðið vann.“ Árgangur Bjarka var sá fyrsti í FS sem fór ekki í gegnum hina alræmdu busa- vígslu. Bjarka þótti leitt að missa af því. „Það var leiðinlegt að missa af busuninni, ég hefði viljað vera bus- aður. Það hefði gefið mér góðar minn- ingar,“ segir dúxinn að lokum. Dúxinn stefnir á flugnám ●● Bjarki●Jóhannsson●útskrifaðist●með●9,18●í●lokaeinkunn ATVINNA Víðhlíð í Grindavík HSS Afleysingar með möguleika á framtíðarstöðu. Sjúkraliðar og einstaklingar með áhuga á umönnunarstörfum. Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) viljum ráða sjúkraliða og einstaklinga með áhuga á umönnunarstörfum til starfa á hjúkrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Um er ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum. Helstu verkefni og ábyrgð Starfsmenn í Víðihlíð bera ábyrgð á allri ummönnun skjólstæðinga í samráði við hjúkrunarfræðinga á deildinni. Sjúkraliðar í Víðihlíð sinna einnig allri heimahjúkrun í Grindavík. Hæfniskröfur - Sjúkraliðaleyfi fyrir starf sjúkraliða. - Faglegur metnaður og vandvirkni. - Jákvætt og hlýtt viðmót. - Góð samskiptahæfni. - Sjálfstæði í vinnubrögðum. - Samvinnufús og tilbúin að vinna þau verkefni sem þarf. - Starfsreynsla er æskileg. Frekari upplýsingar um starfið Um er að ræða mjög áhugaverð, fjölbreytt og gefandi störf með möguleika á framtíðarráðningu. Þeir sem hafa sótt um áður eru vinsamlegast beðnir um að sækja aftur um til að endurnýja umsókn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á: www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Starfshlutfall 50-90% Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2016 Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Þórðardóttir, deildarstjóri í Víðihlíð veitir nánari upplýsingar um starfið, í síma 422-0700 / 894-3774 eða í gegnum netfangið ingibjorgthordar@hss.is. SJÓNVARP V ÍKURFRÉTTA NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJAL TÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM! Hestur fæld- ist vegna torfæruhjóls ■ Kona féll af hestbaki við Mána- grundarsvæðið í gærdag þegar hestur hennar fældist. Óhappið bar að með þeim hætti að konan var á ferð á hrossi sínu eftir reiðstíg þegar torfæruhjóli var ekið á mikilli ferð fram hjá þeim. Hesturinn fældist sem fyrr sagði með ofangreindum afleiðingum. Konan fann fyrir eymslum í baki og hálsi eftir byltuna og ætlaði að leita sér læknisaðstoðar ef þörf krefði. VANTAR TIL KAUPS 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ Á JARÐHÆÐ Í REYKJANESBÆ Hafið samband við Harald A. Haraldsson löggiltan fasteignasala hjá ALLT fasteignum Hafnarfirði, í síma: 778-7500. Vantar röska einstaklinga í bílaþvott og önnur tilfallandi verkefni. Unnið er eftir vaktafyrirkomulagi og eru bæði dagvaktir og næturvaktir í boði. Umsóknir sendist á andrew@procar.is ATVINNA

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.