Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 21
21fimmtudagur 2. júní 2016 VÍKURFRÉTTIR
Kylfingurinn Hólmar Árnason fór í
þriðja sinn á ævinni holu í höggi á
dögunum. Ekki nóg með að það sé
magnað afrek, þá er það enn merki-
legra að Hólmar hefur slegið drauma-
höggin öll á par fjögur holum, en það
er mjög sjaldgæft því þær eru yfirleitt
of langar til þess. Í lang flestum til-
fellum fara kylfingar holu í höggi á par
þrír holum.
Hólmar, sem er með 4,1 í forgjöf,
hefur stundað golf síðan hann var sex
ára, eða í 22 ár. Hann ól manninn í
Grindavík en er núna búsettur í Vog-
unum. Árni faðir hans dró hann á völ-
inn á sínum tíma. „Pabbi kenndi mér
allt sem ég kann. Hann var hörku-
kylfingur þegar hann var yngri,“ segir
Hólmar sem fór fyrst holu í höggi í
hitteðfyrra á par fjögur holu. Síðar
það sumar þá endurtók hann leikinn
á sömu holunni en um er að ræða átt-
undu holu í Bakkakotsvelli í Mosfells-
dal. „Það var nákvæmlega sama kylfa
og sama höggið. En sitt hvort vitnið. Í
síðara skiptið þá sagði ég við manninn
sem var með mér, sem var nýbyrjaður
í golfi, nú ætla ég að fara holu í höggi
því ég þarf að fá nýtt vitni. Svo bara
fór boltinn ofan í,“ segir kylfingurinn
léttur í bragði.
Hólmar segir það allt öðruvísi tilfinn-
ingu en að hann hafði haldið að fara
holu í höggi. „Þetta er af svo löngu
færi að maður hefur ekki séð bolt-
ann fara í holuna. Maður er ennþá að
bíða eftir því að sjá boltann fara ofan
í á par þrjú holu. Þetta er þó ótrúlega
gaman.“
Þarf sjö draumahögg til viðbótar
Þegar maður fer holu í höggi þá kemst
maður í svokallaðan einherjaklúbb.
Samkvæmt skráningu klúbbsins þá
eru 46 kylfingar á landinu sem hafa
þrisvar farið holu í höggi. Sá sem hefur
verið iðnastur við kolann hefur níu
sinnum afrekað að fara holu í höggi.
„Ég á bara sjö eftir til þess að bæta
það,“ segir Hólmar og hlær. Aðeins
22 kylfingar hafa farið oftar en þrisvar
sinnum holu í höggi.
Hólmar fór núna síðast holu í höggi á
fjórðu holu á Húsatóftavelli í Grinda-
vík. „Það var hliðarvindur og ég tek
upp „dræverinn“ eins og vanalega á
þessari holu. Ég hugsaði með mér að
ég ætlaði að ná eins nálægt flötinni
eins og ég gæti með því að með því að
slá hann í „slæsi“. Ég gerði það og hann
fer eftir brautinni og tekur eitt skopp
fyrir neðan flöt og svo rúllar hann
ofan í.“ Þarna var Hólmar að spila með
ókunnugum manni sem hafði aldrei
séð neitt þessu líkt. „Við gengum upp
að holunni og hann missti eiginlega
andlitið. Það var ekki svo með mig,
enda vanur maður,“ bætir Hólmar
við og hlær. Völlurinn í Grindavík
er frábær um þessar mundir að sögn
Hólmars sem reyndar spilar mest á
Kálfatjarnarvelli í Vogum.
Hólmar varð fyrir taugameiðslum
þegar hann skarst á hendi í vinnuslysi
fyrir þremur árum. „Ég er nú bara
heppinn að geta spilað golf að ein-
hverju ráði eftir það,“ segir Hólmar
sem nær ekki að spila mikið þegar
hitastigið fer að lækka en það hefur
áhrif á taugarnar. Hann hefur þó náð
öllum þremur draumahöggunum
eftir að hann meiddist þannig að það
virðist ekki mikið há honum. Hólmar
segist eiga nóg inni og býst við því að
verða bara betri spilari með árunum.
Hann stefnir ótrauður að því að fikra
sig enn hærra upp einherjalistann.
„Það er ekkert annað í boði en að ná
því. Maður er kominn með þrennuna.
Eina sem ég á eftir í golfinu er að fara
holu í höggi á par þrjú holu. Ég er
búinn að gera allt annað.“ Hólmar
hefur afrekað það að fá albatross á par
fimm holu, sem þýðir að maður fer á
tveimur höggum, eða þremur undir
pari. Það afrekaði hann á gömlu ann-
arri brautinni í Grindavík, sem nú er
13. braut. Það má segja að sé eiginlega
meira afrek en að fara holu í höggi!
Korpak systur í öðru
sæti á heimavelli
Fikrar sig upp einherjalistann
●● Þrisvar●sinnum●farið●holu●í●höggi●á●par●fjögur●holu
Það eru fleiri sem sem eru að gera
það gott í golfinu á Suðurnesjum.
Korpak systurnar, þær Zuzanna og
Kinga, nældu báðar í silfurverðlaun á
Íslandsbankamótinu sem fram fór um
liðna helgi á þeirra heimavelli, Hólms-
velli í Leirunni.
Zuzanna hafnaði í öðru sæti í flokki
15 til 16 ára. Hún leiddi mótið eftir
fyrsta keppnisdag en varð að gera sér
annað sætið að góðu eftir sopenn-
andi keppni á öðrum degi. Hún lék
hringina tvo á 87 og 84 höggum. Yngri
systirin Kinga endaði einnig í öðru
sæti í flokki 13 til 14 ára eftir harða
keppni. Hún lék hringina tvo á 85 og
80 höggum.
LAUS STÖRF
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er
komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar um-
sóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á
vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/
stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna
nánari upplýsingar um störfin.
LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL
VELFERÐARSVIÐ
FRÆÐSLUSVIÐ
LEIKSKÓLINN HOLT
ÍÞRÓTTAMANNVIRKI
MYLLUBAKKASKÓLI
HEIÐARSKÓLI
Margvísleg störf
Störf með fötluðum
Sálfræðingur
Leikskólakennari
Margvísleg störf
Skólaliðar
Deildarstjóri
Úðum gegn:
Lir fum og lús í trjám,
roðamaur, kóngulóm, illgresi í grasötum og .
Fullgild réttindi og mikil reynsla!
co/ Björn Víkingur og Elín
Garðaúðun Suðurnesja ehf.
netfang: bvikingur@visir.is
GARÐAÚÐUN
Auglýsing um atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga, sem fram eiga að fara 25. júní 2016 verður
sem hér segir á skrifstofum sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ og
Víkurbraut 25, Grindavík.
Reykjanesbær:
■ Alla virka daga frá 1. júní til 24. júní frá kl. 08:30 til 19:00.
■ Laugardagana 4. og 11. júní frá kl. 10:00 til 12:00
og laugardaginn 18. júní og á kjördag 25. júní, frá kl. 10:00 til 14:00.
Grindavík:
■ Alla virka daga frá 2. maí til 19. júní frá kl. 08:30 til 13:00.
■ Dagana 20. til 24. júní frá kl. 08:30 til 18:00.
Sérstök athygli er vakin á að nú verður einnig unnt að kjósa utan
kjörfundar á skrifstofu sveitarfélagsins Garðs að Sunnubraut 4, Garði sem hér greinir.
Garður:
■ Mánudaga til fimmtudaga frá 6. júní til 23. júní frá kl. 09:30 til 15:00.
■ Föstudaga frá 11. júní til 24. júní frá kl. 09:30 til 12:30.
Kjósendur skulu framvísa skilríkjum við kosninguna.
Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum
aldraðra fer fram 20. til 22. júní nk. skv. nánari auglýsingu
á viðkomandi stofnunum.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 31. maí 2016
Ásdís Ármannsdóttir
Holu Hólmar gæti verið ágætis viðurnefni. Þrjú draumahögg.
Zuzanna Korpak Kinga Korpak