Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Page 24

Víkurfréttir - 02.06.2016, Page 24
24 fimmtudagur 2. júní 2016VÍKURFRÉTTIR Stefánía María Aradóttir flutti í íbúð á Ásbrú í febrúar síðastliðnum en fyrir bjuggu þar tvær dætur hennar og sonur eiginmannsins. Stuttu eftir að hún flutti tók hún rúnt niður Hafnar- götuna í Keflavík og sá þá autt versl- unarhúsnæði við Hafnargötu 35 sem hún hreifst af og ákvað að opna þar verslunina SA Iceland Design. „Ég ólst upp í Neskaupstað og stofuglugg- inn hérna í versluninni minnti mig á æskuheimilið en þar var einmitt svona gluggi. Þetta fór því þannig að ég ákvað að opna hér verslun, eigin- lega bara fyrir tilviljun,“ segir Stefanía. Fyrir rekur hún Saumastofu Íslands í Reykjavík og tekur því á móti fatn- aði, fortjöldum og öðru í viðgerð í versluninni við Hafnargötu. Í SA Icel- and Design eru á boðstólum flíkur sem Stefanína hannaði og eru saum- aðar hjá Saumastofu Íslands, bróderuð handklæði, rúmföt og ýmsar vörur sem höfða til ferðamanna. Í verslun- inni er tekið á móti almennum við- gerðum á fatnaði frá Cintamani. Búið er að opna verslunina og segir Stefanía marga viðskiptavini hafa litið við, bæði ferðamenn og heimamenn. Formleg opnun verður svo um næstu mánaðamót og verða þá ýmis opn- unartilboð. Sá fallegt, autt húsnæði og ákvað að opna verslun Elísabet Ýr Norðdahl og Stefanía María Aradóttir. VF-mynd/dhe Í Reykjanesbæ þann 16. apríl var hald- inn kynningarfundur Viðreisnar, nýs stjórnmálaafls, sem hyggst bjóða fram á landsvísu til næstu Alþingiskosn- inga. Frjálslyndi og almannahags- munir eru rauði þráðurinn í stefnu Viðreisnar - almannahagsmunir séu ætíð teknir fram yfir sérhagsmuni. Markmið Viðreisnar er að berjast fyrir frelsi, jafnrétti, réttlátu samfélagi, vest- rænni samvinnu, stöðugu efnahagslífi og fjölbreyttum tækifærum. Hún berst gegn mismunun og vill nýta mark- aðslausnir í stað sérhagsmunavörslu stjórnmála- og embættismanna. Fagmennska Mótun þessa afls hefur nú staðið í rúm tvö ár. Þar hefur gott fólk úr öllum áttum komið að starfinu. Þá hefur álit sérfræðinga á helstu málefnum sam- félagsins myndað grundvöll stefnu- mála Viðreisnar. Því það er ekki nóg að koma með hugmynd eða ávarpa eitthvað ákveðið vandamál, heldur þarf einnig að koma með útfærslu á hugmyndinni og leið til að leysa vandamálið. Í því skyni er samvinna innan stjórnmála mjög mikilvæg. Öll vinnum við að sama markmiði; að bæta lífskjör íbúa samfélagsins. Frjálslyndi Best er að lýsa Viðreisn sem fersku og nýju umbótaafli. Nú er einmitt samhljómur og einlægur vilji meðal almennings að auka heiðarleika og gegnsæi í stjórnmálum. Þá er einmitt tímabært að afl eins og Viðreisn svari kallinu, þar sem það afl mun berjast fyrir auknum heiðarleika og breyttum háttum í íslenskum stjórnmálum. Þetta afl samræmist best hinu nútíma- lega, frjóa og víðsýna frjálslyndi, sem nauðsynlegt er þjóðinni til að taka skref inn í nútíðina og uppræta sér- hagsmunagæslu afturhaldsafla. Ferksleiki Mikilvægt er að þingið spegli sam- félagið í heild sinni og að allir hópar hafi fulltrúa við borðið. Því samfélagið er ekki einungis fyrir einstaka hópa - Það er fyrir okkur öll. Virkja þarf ungt fólk og nauðsynlegt er að rödd þess heyrist. Þessi hópur á að fá að taka virkan þátt í mótun samfélagsins, ekki síst hvað varðar menntamál, velferðar- mál og húsnæðismál. Þar að auki er ferskleiki mjög nauðsynlegur sam- félaginu, þar sem það þarf að vera opið fyrir breytingum og nýjum tíðaranda. Framtíðin Sve it ars t j ór narkosningar nar í Reykjanesbæ árið 2014 voru mér mjög hugleiknar. Þar hafði ég ýmis- legt um stöðuna að segja. Þá stóðu íbúar frammi fyrir ákveðnu vanda- máli, þá var fjárhagsstaðan slæm og útlitið svart. Nú standa landsmenn fyrir vandamáli af allt öðrum toga. Þetta vandamál er ekki fjárhagslegs eðlis. Nú er um siðferði og stjórnar- hætti að ræða. Skortur á samvinnu veldur stjórnarkreppu í samfélaginu og siðferðisbrestur í stjórnmálum veldur því að almenningur sér ekki birtuna fyrir skýjum sérhagsmuna- afla. Hin hefðbundna hentistefna á að víkja fyrir umbótahugsjónum. Hvað hentar hag stjórnmálamanns hverju sinni á ekki að ráða för í stefnumótun, heldur hugsjónir með það markmið að bæta samfélagið. Þá á flokksholl- ustan að víkja fyrir gagnrýnni hugsun. Að lokum þarf siðferðisbresturinn og hagsmunagæslan að víkja fyrir rétt- lætiskennd og manngæsku. Þá fyrst sjáum við viðreisn samfélagsins. Bjarni Halldór Janusson, á meðal stofnenda og situr í stjórn Viðreisnar. Viðreisn Samfélagsins SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, rekur 23 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land. Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994. Markmið Subway um allan heim er að bjóða upp á fjölbreyttan og bragð-góðan skyndibita með hollustu að leiðarljósi. Strangt gæðaeftirlit tryggir að matvæli uppfylla ströngustu skilyrði um ferskleika og gæði. Subway poszukuje bardzo dobrych i energicznych osob do pracy w Fitjar, Njarðvik. Osoba ubiegajaca sie o prace powinna byc zmotywowana do obslugi klijenta , uprzejma , punktualna oraz gotowa do pracy w systemie zmianowym . Wymagany jezyk islandzki albo jezyk angielski . Zainteresowanych prosze o przeslanie aplikacji ze wszystkimi informacjami do Kierownika Do Spraw Personalnych: ingibjorg@subway.is Subway leitar að hressum og duglegum starfsmanni í næturvinnu á veitingastaðinn sinn að Fitjum í Njarðvík. Viðkomandi þarf að vera eldri en 20 ára, hafa góða þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, vera röskur, stundvís og reglusamur. Við getum einnig bætt við okkur fólki í vaktarvinnu. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn á mannauðsstjóra með helstu upplýsingum: ingibjorg@subway.is Subway is looking for a good and energetic worker at the company‘s restaurant in Fitjar, Njarðvík. The applicant needs to be service motivated, polite, punctual and be able to work shift work. Applicant must speak Icelandic our English, if he speaks both languages that is even better. Intrested applicants please send an application to the Human resource manager with all necessary iformation: ingibjorg@subway.is SJÓNVARP V ÍKURFRÉTTA NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV SJÁÐ’ANN Í HÁSKERPU Í TÖLVUNNI, SPJALDTÖLVUNNI EÐA SÍMANUM ÞÍNUM!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.