Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 27

Víkurfréttir - 02.06.2016, Síða 27
27fimmtudagur 2. júní 2016 VÍKURFRÉTTIR Óska eftir Par óskar eftir að taka á leigu stórt herbergi, stúdíóíbúð eða litla íbúð á Suðurnesjum. Upplýsingar í símum 783-1249 eða 849-0132 eða eða með tölvupósti á  anitaosk95@gmail.com Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 SMÁAUGLÝSINGAR www.vf.is Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja SKYGGNILÝSINGAR- FUNDUR   Þórhallur Guðmundsson verður með opinn fund þriðjudaginn 7. júní kl. 20:30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík. Aðgangseyrir 2000 kr. Húsið opnar kl. 20:00. Allir velkomnir. Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld „Ég byrjaði með ræktun hérna fyrir utan því ég ætlaði að bjarga Reykja- nesskaganum. Svo fór ég að selja eina og eina plöntu og þetta vatt upp á sig,“ segir Gunnhildur Ása Sigurðar- dóttir, garðyrkjufræðingur og eigandi gróðrarstöðvarinnar Glitbrár í Sand- gerði. Hún ólst upp í Sandgerði en flutti í nokkur ár til Noregs á níunda áratugnum. Þegar hún kom til baka fannst henni alveg vanta tré og gróður á Suðurnesjum og byrjaði því, eins og áður sagði, að fikta við ræktun sjálf. Ræktunin er á landi Bárugerðis við Stafnesveg 22 í Sandgerði þar sem Gunnhildur ólst upp. Ásamt því að reka gróðrarstöðina reka Gunnhildur og eiginmaður hennar, Geir Sigurðs- son, Blómastofuna Glitbrá við Hafn- argötu 25 í Reykjanesbæ. Gunnhildi tókst að smita eiginmann- inn af gróðuráhuganum og tekur hann til hendinni við ræktunina með- fram störfum hjá HS Veitum. Núna er háannatími í gróðrastöðinni enda sumarið skollið á. Á góðviðrisdögum þegar mest er að gera hafa komið hátt í þúsund viðskiptavinir og gestir. Flestir þeirra eru af Suðurnesjum en Gunnhildur segir líka marga koma höfuðborgarsvæðinu. „Fólki finnst al- veg jafn skemmtilegt að koma hingað eins og að fara til Hveragerðis,“ segir hún. Þær plöntur sem eru vinsælastar eru þær sem eru í blóma á hverjum tíma. „Núna eru kirsuberjatrén vin- sælust því þau eru búin að vera að blómstra. Eftir um það bil hálfan mánuð verður það geislasópurinn því að þá verður hann eitt gult blómahaf. Svo þegar kvistirnir og topparnir byrja að blómstra verða þeir vinsælastir.“ Stjúpan og hádegisblómið eru svo allt- af vinsælustu sumarblómin. Undirbúa sumarið allt árið Þó svo að mest sé að gera yfir sumar- tímann stendur undirbúningur yfir allt árið í gróðrarstöðinni. Gunn- hildur er með tvo hektara af landi og um 900 fermetra undir gleri og plasti. Hún segir þetta þó bara sýnishorn af gróðrarstöð. „Þetta þykir pínulítið hjá mér en er samt alveg nógu stórt því þetta er mikil vinna.“ Það þarf að ganga frá öllu fyrir veturinn og því lýkur í lok nóvember. Svo hefst undir- búningurinn fyrir sumarið og sáning í janúar. Það er því frí í gróðarstöðinni í desember fyrir utan eftirlit en þá er mesti annatíminn á blómastofunni í Reykjanesbæ. Gunnhildur ræktar hluta blómanna sem þar eru seld, meðal annars öll sumarblómin og eitt- hvað af meðlætinu, eins og hún kallar þetta grænu stráin og fleira sem er með afskornum blómum í vöndum. Hún gerir sér þó vonir um að geta ræktað meira fyrir blómastofuna í framtíðinni. Gróðrastöðin Glitbrá er við Staf- nesveg í Sandgerði, nokkrum tugum metra frá ströndinni. Aðspurð um það hvernig sé að vera með gróðrastöð í rokinu og seltunni segir Gunnhildur það ganga upp og ofan. „Þetta er nátt- úrulega bilun. Þetta er ekki burðug bygging og það getur orðið ansi hvasst og margar andvökunætur yfir vetrar- tímann. Þetta hús er þó búið að standa í 14 ár. Á veturna förum við hjónin svo bara og skiptum um gler í staðinn fyrir það sem brotnar.“ Margar sterkar plöntur Þegar verið er að planta trjám segir Gunnhildur að mjög mikilvægt sé að byrja á því að búa til skjól með sterkum plöntum. „Þá er mjög gott að nota ein- hverja víðitegund, eins og jörfavíði, brekkuvíði, grásteinavíði, þorláksvíði og viðju. Svo hafa fjallarifsið og mi- spillinn verið að koma vel út því þeir þola seltuna ágætlega.“ Gunnhildur segir reyniviðinn og keisaraöspina líka mjög sterkar trjátegundir, sem og ís- lenska birkið og þá sérstaklega yrkið Embla. „Svo þegar skjólið er komið, þá er hægt að gera allt mögulegt inni í garðinum.“ Vilji fólk gróðursetja gull- regn mælir Gunnhildur með fjalla- gullregni sem blómstrar á sautjánda til tuttugasta aldursári. Garðagullregnið blómstrar fyrr en er viðkvæmara en þrífst, að sögn Gunnhildar, mjög vel í skjólgóðum görðum. „Svo eru berjarifsið og hansarósin sterkustu plöntur sem hægt er að fá. Hansar- ósin þolið mikið og hana þarf ekki að hugsa mikið um.“ Gunnhildur segir mjög sniðugt að blanda saman nokkrum tegundum af trjám í beð og skjólbelti. „Það geta alltaf komið upp sjúkdómar í ein- hverri tegund eins og gerðist með gljá- víðinn og hreggstaðavíðinn á sínum tíma þegar upp kom ryðsveppur sem ekki varð ráðið við. Sumir rifu hann úr beðunum en aðrir vilja bíða og sjá til.“ Gunnhildur segir að eftir að ryðsveppurinn kom upp sé fólk til- búnara að hafa beðin blönduð. „Það er svo gott því þá missir maður ekki allt skjólið ef sjúkdómur kemur upp. Öll skjólbelti á landinu eru núna þann- ig að það eru þrjár til fimm tegundir notaðar til að gera það þétt ef eitthvað skyldi koma upp á.“ Veðrið leikur stórt hlutverk í gróðrar- stöðinni og hefur áhrif bæði á afkomu plantanna og viðskiptin. Aðspurð um veðrið í sumar kveðst Gunnhildur fullviss um að það verði gott. „Ég er alveg viss um að þetta verður glimr- andi sumar sem við erum að fá. Ég hef það mjög sterkt á tilfinningunni.“ Vildi græða upp allan Reykjanesskagann Gunnhildur Ása Sigurðardóttir rekur gróðrarstöð í Sandgerði. Á góðviðrisdögum þegar mest er að gera hafa komið hátt í þúsund viðskiptavinir og gestir, bæði af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Á veturna förum við hjónin svo bara og skiptum um gler í staðinn fyrir það sem brotnar

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.