Víkurfréttir - 02.06.2016, Qupperneq 28
www.sjoarinnsikati.is • Snapchat: sjoarinnsikati •#sjoarinnsikati • www.facebook.com/grindavikurbaer
Barnadagskráin í öndvegi á
20 ára afmæli Sjóarans síkáta
Við erum á samfélagsmiðlunum
„Bæjarhátíð okkar Grindvíkinga, Sjóarinn síkáti, fagnar 20
ára afmæli í ár. Þá vill svo skemmtilega til að Sjómanna- og
vélstjórafélag Grindavíkur heldur upp á 60 ára afmæli í ár
þannig að það er tvöföld ástæða til að halda upp á Sjó-
mannadagshelgina í Grindavík með pompi og pragt í ár,“
segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menn-
ingarsviðs en Sjóarinn síkáti fer fram helgina 3.-5. júní n.k.
en reyndar byrjar hátíðin nokkrum dögum fyrr.
Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í ársbyrjun og verður
mikið lagt í hátíðina í ár. Að sögn Þorsteins verður barnadagskráin
í öndvegi en búið er ráða m.a. Villa og Góa, Gunna og Felix,
Einar Mikael, íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Sigga sæta, Gogga Mega,
Sirkus Ísland, Pílu pínu, brúðubílinn o.fl. Þá verða leiktæki og
hoppukastalar alla helgina, paintball og lazertag, vatnaboltar,
gokart, dorgveiðikeppni, skemmtisigling, sjópulsa í höfninni,
krakkakeyrsla á mótorhjólum, andlitsmálning, svo eitthvað sé
nefnt.
„Einnig verðum við með fiskasafn með lifandi sjávardýrum í
fiskabúrum á bryggjunni á sunnudeginum en þetta er sam-
starfsverkefni Sjóarans síkáta, Hafró í Grindavík, Gunna kafara og
sjávarúvegsfyrirtækjanna í Grindavík. Við gerðum þetta í fyrsta
skipti í fyrra og sló algjörlega í gegn. Við bætum við í ár. Einnig
hafa frystitogarar Þorbjarnar safnað saman ýmsum furðufiskum
og verða þeir til sýnis fyrir gesti og gangandi. Við erum með sullu-
búr fyrir krakkana þar sem þau geta komist í tæri við krabba, skelj-
ar og minni fisktegundir,“ segir Þorsteinn.
Óhætt er að segja að landslið skemmtikrafta verði á Sjóaranum
síkáta í ár. Á meðal þeirra sem búið er að bóka á Sjóarann síkáta
er Páll Óskar sem kemur fram bæði á Bryggjuballi og verður með
Palla-ball í íþróttahúsinu. Bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir
munu skemmta saman ásamt hljómsveit á bryggjuballinum og
heimamaðurinn Ellert Heiðar Jóhannsson sem sló í gegn í The
Voice treður upp ásamt hljómsveit sinni. Ingó Veðurguð sér um
brekkusöng eins og honum einum er lagið. Þá verður keppnin
Sterkasti maður á Íslandi á sínum stað og er met þátttaka í ár.
Þá mun hópur tónlistarfólks í Grindavík standa fyrir klassískri
rokkhátíð í íþróttahúsinu. Alls koma fram 15 flytjendur, sem flest-
ir búa í, hafa búið í eða tengjast Grindavík á einhvern hátt. Þetta
fólk kemur úr ólíkum áttum en á það sameiginlegt að njóta þess
að flytja frábæra tónlist. Hópurinn ætlar að flytja framsækið rokk
sem átti sitt blómaskeið á áttunda áratugnum. Flutt verða lög eftir
hljómsveitir á borð við Pink Floyd, Marillion, Yes og Queen, í
bland við nýrra efni.
Björgunarsveitin Þorbjörn kemur að skipulagningu og gæslu á
hátíðinni með öflugum hætti að vanda og er í lykilhlutverki á
hátíðinni. Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt
dagskrá alla helgina en mikið er lagt upp úr vandaðri barna-
dagskrá. Um 25 þúsund gestir voru á hátíðinni í fyrra.
Sjómannadagsblaðið tileinkað 60 afmæli
Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur
Í tilefni af 60 ára afmæli Sjómanna- og vélstjórafélagsins verður
Sjómannadagsblaðið í ár með veglegasta móti. Rifjuð verður upp
saga félagsins í fortíð og nútíð og spáð í framtíðina. Viðtöl verða
við gamla sjóara. Ritstjóri blaðsins er Óskar Sævarsson. Verð pr.
blað er 1.500 kr.
Sjómannadagsblaðið verður m.a. selt í helstu sjoppum í
Grindavík, Kvikunni, í sölubás Þórkötlu á Sjóaranum, á Granda
í Reykjavík og svo er hægt að hafa samband við skrifstofu Sjó-
manna- og vélstjóarfélagsins. Jafnframt fara sölubörn í öll hús í
Grindavík.
Athygli er vakin á því að dagskrá Sjóarans síkáta er hægt
að nálgast í nýja Grindavíkurappinu. Við erum einnig á
Snapchat: sjoarinnsikati. Þar munu fulltrúar Sjóarans
síkáta sjá um stýra Sapchat aðganginum, m.a. frá lita-
hverfunum fjórum, ungmennaráði og ýmsum fleiri.
Sjóarinn síkáti er einnig á Instagram, notið endilega
#sjoarinnsikati og skellið ykkar myndum inn.
Þá er Sjóarinn síkáti á Facebook í gegnum síðu
Grindavíkurbæjar. Heimasíða Sjóarans síkáta er
www.sjoarinnsikati.is.
Skipulagsbreytingar
Skipuleggjendur Sjóarans síkáta í samvinnu við Björ-
gunar-sveitina Þorbjörn og ásamt lögreglu hafa
ákveðið að gera smávægilegar breytingar á
hátíðarsvæðinu sem miða að því að þjappa því
betur saman fyrir gesti og gangandi og einfalda götu-
lokanir og gerir skipulagið mun einfaldara.
Helsta breytingin felst í því að hoppukastalar og
önnur leiktæki sem hafa verið á Hafnargötu verða
færð niður fyrir Kvikuna og á hafnarsvæðið við
Seljabót. Með þessu móti verður hægt að nýta alla
Hafnargötuna fyrir bílastæði og jafnframt þarf ekki
að loka Ránargötu við Mánagötuna heldur verður
lokunin við Vísi. Öll leiktæki verða því við hafnar-
svæðið sjálft. Sjá nánar á korti á heimasíðu Sjóarans.
Í ár verður stórt og glæsilegt svið á Sjóaranum síkáta
sem að þessu sinni verður mun nær sviðinu við
Kvikuna en áður. Þá gerir Slysavarnadeildin Þórkatla
breytingar á sölustarfsemi sinni. Í sölugámi á
hátíðarsvæði verður candy-flos, blöðrur og ýmislegt
góðgæti til sölu. Í Kvikunni verður hins vegar til sölu
kaffi, heitt kakó ásamt kökum og heitum vöfflum.
Vakin er athygli á því að handverksmarkaðurinn
verður á 2. hæð Kvikunnar.
Strandblakvöllur
vígður á Sjóaranum
Ungmennaráð Grindavíkur ætlar að vígja formlega
strandblakvöll í nýja ungmennagarðinum í Grindavík
á Sjóaranum síkáta. Blásið verður til grillveislu og
fyrsta strandblaksmótsins í Grindavík þegar ung-
mennagarðurinn verður vígður, laugardaginn 4.
júní kl. 20:00.
Um er að ræða löglegan keppnisvöll með öryggis-
svæði í kring. Jafnframt verður tekin í notkun
kósýróla við vígslu ungmennagarðsins. Strand-
blakvöllurinn er hluti af ungmennagarðinum sem er
hluti af skólalóð grunnskólans. Ungmennaráð hefur
unnið að ungmennagarðinum síðastliðið ár, m.a. er
búið að setja þar aparólu, grillskýli og kósýskýli. Nú
bætist við strandblakvöllur og kósýróla og í næsta
áfanga er gert ráð fyrir trampólínkörfuboltavelli.
Hver á heima hér?
Léttur leikur í aðdraganda Sjóarans síkáta stendur
yfir frá fimmtudeginum 2. júní og fram yfir Sjóarann
síkáta. Þekkja þarf 8 útidyrahurðir í bænum (2 í
hverju litahverfi). Bækling um um leikinn verður
dreift í hús og mun hann einnig liggja frammi á
völdum stöðum og á heimasíðu bæjarins. Þar þarf
að skrá í hvaða götu hvert hús er og húsnúmer. Skila
þarf útfylltu blaðinu í Kvikuna. Glæsileg verðlaun
verða í boði en vinningshafar verða dregnir út
mánudaginn 8. júní.
Forseti Íslands flytur
hátíðarræðuna
Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forsti Íslands, flytur
hátíðarræðuna á hátíðarhöldum Sjómannadagsins,
sunnudaginn 5. júní n.k. Þetta verður væntanlega ein
af síðustu embættisskyldum forsetans en hann lætur
af störfum í sumar.
D A G S K R Á R B L A Ð
FÁÐU LÍKA DAGSKRÁNA Í GRINDAVÍKURAPPINU
dagskrasjoari2016_1:dagskra2016 24.5.2016 17:34 Page 1