Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 11. JANÚAR 2007 25STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM „Ég sá Wilson Muuga" Strand Wilson Muuga í Hvalsnes- fjöru hefur aldeilis verið hvalreki fyrir Hvalsneskirkju yfir hátíðirn- ar. Margir hafa notað tækifærið og skoðað strandaða skipið um leið og það sótti Hvalsneskirkju heim og hugaði að leiðum látinna ættingja. Það er í raun furðulegt hversvegna enginn sá sæng sína út breidda og seldi boli með áletr- uninni: „Ég sá Wilson Muuga“. Mikil aukning á umferð um Stafnes Það eru reyndar margir búnir að uppgötva Stafnesið í heild sinni sem áhugaverðan stað til að fara sunnudagsrúntinn á. Íbúar í sveitinni utan við þéttbýlið í Sandgerði hafa orðið varir við mikla aukningu á umferð um svæðið - og það áður en kom til strandsins fræga í Hvalsnesfjöru. Umferðin á síðan eftir að aukast mikið þegar hinn svokallaði Ósabotnavegur verður tekinn í gagnið. Vegurinn liggur einnig framhjá frægum haugum á Staf- nesi þar sem urðaður hefur verið óþverri frá herstöðinni í áratugi og olíumenguðum jarðvegi af Nikkelsvæðinu var komið fyrir. Hvort vegurinn eigi eftir að auð- velda frekari flutninga á rusli og menguðum jarðvegi er nokkuð sem sumir íbúar á Stafnesi óttast. Drífum þetta bara af Mönnum virðis mikið liggja á að ljúka dagskrá þrettándans í Reykjanesbæ. Þannig var margt fólk vart komið á hátíðarsvæðið við Iðavelli þegar kynnir kvölds- ins var farinn að telja niður í flug- eldasýninguna. Þeir sem ekki fara í gönguna frá Reykjaneshöll hafa nefnilega ekki um marga kosti að ræða að komast á svæðið nema að leggja bílum sínum inn á milli fyrirtækja við Iðavelli og í íbúða- götunni Vatnsholti. Töluvert af fólki var enn á leiðinni að hátíðar- svæðinu þegar flugeldasýningin hófst og strax af henni lokinni var dagskrá lokið og hópar fólks fóru að flykkjast af svæðinu. Auðvitað er flugeldasýningin örugglega það sem allir eru að bíða eftir á þessu kvöldi en hins vegar er spurning hvort ekki megi leggja meira uppúr þeirri dagskrá sem er fyrir flugeldasýninguna og jafnvel bjóða upp á einhver skemmtiatriði eftir flugeldasýn- inguna. Þessari ábendingu er hér með komið á framfæri. Veitir ekki af tekjunum Ástand gatna er víða orðið bágborið eftir umhleypingar í veðrinu síðustu daga og vikur. Þannig komst S&S-ritari að því að Garðbrautin í Garði er orðin illa farin eftir þungaflutninga og malbikið virkilega farið að láta á sjá. Ástandið er farið að svipa til þess sem var á sömu götu fyrir um tveimur áratugum eða svo og þótti þá slæmt. Það er því nokkuð ljóst að Garðmenn horfa með vonaraugum til þess að fá gjöld í kassann frá væntan- legu álveri á Hólmsbergi. Fyrsta verkefnið verður örugglega að „teppaleggja“ allar illa farnar göt- ur bæjarins upp á nýtt, byggja fjöl- nota íþróttahús... eða hvað gerðu þeir ekki á Reyðarfirði - og álverið þar er ekki enn farið að starfa! SVART & SYKURLAUST Auglýsingasíminn er 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.