Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 11.01.2007, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Páll Axel Íþróttamaður Grindavíkur 2006 Körfuknattleiksmaðurinn Páll Axel Vilbergsson var útnefndur Íþróttamaður Grindavíkur árið 2006 þann 3. janúar síðastliðinn. Knatt- spyrnumaðurinn Óðinn Árna- son var annar og körfuknatt- leikskonan Jovana Stefáns- dóttir var þriðja í valinu. Páll Axel var annar í kjörinu árið 2005 þegar knattspyrnu- maðurinn Paul McShane var Íþróttamaður Grindavíkur en árið 2004 var Páll Axel einnig út nef ndur Íþrótt amaður Grindavíkur. Í stuttu spjalli við Víkurfréttir sagði Páll Axel, sem nú er kjörinn íþrótta- maður ársins í þriðja sinn á sínum ferli, að eftirminnilegast frá síðasta ári væri að verða bikarmeistari með félögum sínum í meistaraflokki. ,,Ég er ákaflega stoltur yfir þessum titli núna og hef sjaldan verið eins stoltur á ævinni. Það sem stendur upp úr á síðasta ári er bikarmeistaratiti l l- inn með meistaraf lokki . Einnig er tímabilið í sumar með landsliðinu mjög eftirminni- legt þó svo að gengi liðsins hafi ekki verið eftir væntingum. Svo er náttúrulega ógleymanlegt að verða Íslands- og Bikarmeist- arar með 10 flokki stúlkna og ég er mjög stoltur af stelpunum að ná þessum frábæra árangri undir minni stjórn,“ sagði Páll Axel í sigurvímu eftir að hafa hreppt þennan eftirsótta titil. Við útnefninguna á Íþrótta- manni Grindavíkur voru Íslands- og Bikarmeistarar fé- lagsins heiðraðir sem og þeir sem léku sína fyrstu landsleiki á árinu. Suðurnesjaliðin styðja Geir Á sameiginlegum fundi knattspyrnudeilda á Suð- urnesjum samþykktu formenn og framkvæmdastjórar fyrir hönd stjórna knattspyrnu- deilda hvers félags samhljóða eftirfarandi ályktun til stuðn- ings við Geir Þorsteinsson framkvæmdastóra KSÍ sem næsta formanns KSÍ. Formenn og framkvæmda- stjórar lýsa yfir fullum stuðn- ingi við Geir Þorsteinsson sem næsta formann KSÍ á þingi KSÍ 10. feb. n.k. og telja mikilvægt að reynsla og þekk- ing sem Geir hefur innan KSÍ og UEFA haldist áfram innan KSÍ og telja mikilvægt að und- irstöður KSÍ séu áfram traustar bæði faglega og fjárhagslega. Yfirlýsinguna samþykktu allar stjórnir knattspyrnudeilda á Suð- urnesjum. VF-mynd/ Þorsteinn G. Kristjánsson GRV á jóla- móti SPK GRV tók á dögunum þátt í jólamóti SPK sem fram fór í Digranesi í Kópavogi. Það var 7. flokkur kvenna hjá GRV sem keppti á mótinu í flokkum A, B, C1 og C2 og tefldi fram 29 þátttakendum. Flokkurinn hjá GRV er einn sá stærsti á landinu. Stelpurnar hjá GRV gerðu sannkallaða frægðar- för þar sem A-liðið hafnaði í 2. sæti, B-liðið varð fremst í sínum flokki í fyrsta sæti, C1 hafnaði í 3. sæti og C2 vann allar sínar viðureignir en gerði jafntefli við lið C1 frá GRV. Þá tók 6. flokkur kvenna hjá GRV einnig þátt í mótinu og tefldi fram A- og B- liðum. A-liðið hafnaði í 4. sæti en B-liðið hafnaði í 11. sæti. Júdónámskeið í Akademíunni Magnús Hersir Hauksson verður með júdó- og sjálfsvarnaræfingar í Íþrótta- akademíunni í Reykjanesbæ á föstudögum í vetur. Æfing- arnar verða á léttu nótunum og eru ætlaðar bæði körlum og konum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 863 0171 hjá Magnúsi. Magnús kennir júdó við aka- demíuna sem hefst nú í næstu viku en framundan eru bjartir tímar hjá júdódeild Þróttar í Vogum þar sem til stendur að vígja nýja álmu við Íþróttamið- stöðina í Vogum. ,,Þar mun félagsmiðstöðin Boran hafa að- setur og í kjallaranum verður að- staða fyrir gesti á tjaldstæðinu. Með tilkomu nýju álmunnar verður mikil bylting á okkar högum í júdódeildinni,“ sagði Magnús í samtali við Víkur- fréttir. Grindavík Open í Festi Árlega Grindavíkurmótið í pílukasti fer fram í Félagsheimilinu Festi laugardaginn 13. janúar næstkomandi. Verðlaunin í mótinu eru ekki af verri endanum en fyrir þrjú efstu sætin eru ferðavinningar þar sem farið verður á skoska meistaramótið í pílukasti. Einnig verður bikar í verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum f lokki en keppt verður í tveimur flokkum. Einnig verða verðlaun fyrir hæsta útskot og fæstar pílur. Húsið opnar kl. 11:00 í Grindavík og lýkur skráningu kl. 12:30.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.