Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 18.03.2017, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017 Dómsmálaráðherra segir ekki vandræðalegt fyrir Ísland, að hafa nú í fimm-gang fengið áfellisdóma frá Mannréttindadómstóli Evrópu í tjáningarfrelsismálum. „Nei, nei, ég myndi nú ekki segja það, en þetta er auðvitað vísbending um að það sé eitthvað óljóst í þessum málum sem við þurfum að skýra betur,“ segir ráðherra í samtali við Ríkisút- varpið eftir að Mannréttindadóm- stóll Evrópu úrskurðaði að enn eina ferðina hefði Hæstiréttur brotið gegn tjáningarfrelsi blaðamanna. Íslenskir fjölmiðlar, sem búa við bág rekstrarskilyrði og eru flestir á brauðfótum, þurfa einnig að starfa undir fallöxi Hæstaréttar sem virð- ist hafa setið eftir um tvo eða þrjá bekki þegar kemur að tjáningar- frelsinu. Hver og einn dómur frá Mannréttindadómstólnum hefði átt að gefa fullt tilefni til að skoða hvort þessi mál væru ekki komin í blindgötu en allt kom fyrir ekki. Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hefur bent á skelfilegar ákvarðanir Hæstaréttar um að láta fjölmiðlana einnig standa straum af málskostn- aði í málum sem enda með sýknu. Meiðyrðamál eru vissulega verkfæri sem hægt er að nota til þöggun- ar og slík vinnubrögð bæta ekki ástandið. Vonandi verður þessi nýj- asti dómur til þess að dómarar fari að túlka ákvæði hegningarlaganna mjög varlega þegar kemur að því að þrengja að tjáningarfrelsinu, það ætti að vera augljóst að þau halda ekki í lýðræðissamfélagi. En þetta snýst ekki bara um pen- inga. Þetta snýst um réttlæti. Af hverju rekur dómsmálaráð- herrann nefið upp í loftið og lætur eins og hún vilji að fjölmiðlar haldi áfram að starfa undir fallöxinni? Er þöggunin svo mikils virði, að ríkið vill láta sig hafa það að hirða reikn- inginn í þeim undantekningartil- vikum að mál eru send til Mann- réttindadómstólsins en þagga niður í æði mörgum blaðamönnum þess á milli? Eða er frjálshyggjukonunni bara svona mikils virði að viðurkenna ekki að ríkisvaldið hafi haft rangt við? Þóra Kristín 5-0 GAMMA í átta milljarða viðskiptum með leigufélög sín Stærstu leigufélög Íslands Heimavellir 2100 íbúðir 308 eru í byggingu Almenna leigufélagið GAMMA 1100 íbúðir Ásbrú ehf 70 íbúðir BK Eignir: 400 íbúðir Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Húsnæðismál Sjóðsstýringarfyr- irtækið GAMMA metur hlutafé fé- laganna sem eiga íbúðirnar sem fyrirtækið hefur keypt í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum á rúmlega 8 milljarða króna. Þetta kemur fram í þinglýstu skjali frá stjórn félagsins sem heldur utan um íbúðirnar fyrir Gamma, Almenna leigufélaginu ehf. Um er að ræða átta eignarhaldsfélög í heildina. Ákvörðunin um hlutafjáraukn- inguna var tekin í desember síðast- liðnum. GAMMA var fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sá viðskiptatækifæri í stórfelldum uppkaupum á íbúðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 og byrjaði það þá að safna að sér íbúðum. Í kjölfarið hafa orðið til önnur leigufélög eins og Heimavell- ir, BK Eignir og Ásbrú ehf. sem hafa keypt upp samtals vel á þriðja þús- und íbúðir. GAMMA hefur á liðnum árum keypt um 1100 íbúðir og má á áætla að rúmlega 3000 íbúar búi í þessum leiguíbúðum. Ómögulegt er að sjá í opinberum gögnum hverjir það eru sem eiga Almenna leigufé- lagið og tengd félög þar sem um er að ræða eignarhald í gegnum sjóði sem GAMMA heldur utan um. Viðskipti GAMMA og hinna leigu- félaganna hafa verið mjög umdeild þar sem um er að ræða fjársterk stórfyrirtæki, þar sem lífeyrissjóð- ir eru meðal annars hluthafar í til- felli GAMMA, sem eiga í samkeppni við einstaklinga á íbúðamark- aði. Hlutdeild þessara leigufélaga á höfuðborgarsvæðinu telur nú nokkur þúsund íbúðir. Þau fjögur stærstu eiga rúmlega 4000 íbúðir víðs vegar um landið, mest á höf- uðborgarsvæðinu. Þegar litið er til þess að árið 2016 voru 136 þúsund íbúðir á öllu landinu þá er þessi tala ekki svo há, tæp 3 prósent, en mið- að við hversu stutt slík leigufélög hafa starfað á Íslandi – rúmlega þrjú ár – þá er þetta ansi há tala. Upplýsingarnar eru í skjali þar sem greint er frá því að Almenna leigufélagið hafi í árslok í fyrra tekið ákvörðun um að hækka hlutafé sitt um rúmlega 600 milljónir króna að nafnverði með því að móður- félag þess, Almenna leigufélagið eignarhaldssjóður, lagði fram eign- ir átta eignarhaldsfélaga sem halda utan um íbúðirnar sem GAMMA hefur keypt. Þetta hlutafé var svo selt á genginu 10 eða á ríflega 6.4 milljarða króna í heildina. Jafn- framt tók Almenna leigufélagið yfir skuldir upp á ríflega 1200 milljónir króna og veitti 400 milljóna króna víkjandi lán. Almenna leigufélagið er fyrir vikið miklu sterkara fyrirtæki en ella þar sem hlutafé félagsins er nú nærri fjórfalt hærra en það var fyrir. Gísli Hauksson, þáverandi for- stjóri GAMMA og núverandi stjórn- arformaður, sagði við Fréttatímann í árslok í fyrra að til stæði að skrá Almenna leigufélagið á markað á þessu ári og að leigutími íbúða fé- lagsins yrði hækkaður upp í fimm ár. Aðspurður um hlutafjáraukn- inguna segir Gísli í svari í tölvu- pósti að hann sé í fríi og geti því ekki svarað spurningum um málið. Sérfræðingur á fjármálamarkaði, sem Fréttatíminn bar hlutafjáraukn- inguna undir, segir að líklegast sé að Gamma sé með þessu að safna mörgum fjárfestingum saman í eina stóra fjárfestingu, í þessu tilfelli Al- menna leigufélagið. Hann segir að aðgerðin sé liður undirbúningi að skráningu Almenna leigufélagsins á markað þar sem uppbygging fé- lagsins verði einfaldari fyrir vikið. Sérfræðingurinn segir að líklegt sé að Almenna leigufélagið verði svo endurfjármagnað með útgáfu skuldabréfa til að lækka vaxtakostn- að fyrirtækisins. Þegar fyrirtækið verður skráð á markað munu hlut- hafar þess svo geta selt hluti sína í félaginu og eftir atvikum grætt háar fjárhæðir á íbúðaviðskiptunum. GAMMA, fyrirtækið sem Gísli Hauksson stýrði sem forstjóri þar til nýlega, undir- býr Almenna leigufélag sitt undir skráningu á markað og hækkaði nýlega hlutafé fyrirtækisins með 8 milljarða króna fasteignasafni. Leigufélagið undirbúið fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Átta milljarða eignir settar inn í Almenna leigufélagið. GAMMA er fyrsta fyrirtækið sem sá tækifæri í stórfelldum uppkaupum á íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Á milli þrjú og fjögur þúsund manns, um eitt prósent af íslensku þjóðinni, búa í íbúð frá GAMMA. Hlutfallslegur munur á leit Breta af Norður- löndunum á netinu undanfarna 12 mánuði. Að hverju eru Bretar að leita? Finnland Ísland Svíþjóð Noregur Danmörk Dómsmál Engin játning liggur fyrir í máli Birnu Brjánsdóttur en málið er komið á borð héraðssak- sóknara. Málsgögnin í máli Birnu Brjáns- dóttur voru afhent héraðs- saksóknara í gær. Hann tekur ákvörðun um hvort Thomas Möller, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta vikur, verði ákærður. Thomas hefur ekki játað að hafa ráðið henni bana en Grímur Grímsson, yfir- maður rannsóknarinnar, segir að lögreglan telji sig þó hafa yfirgnæf- andi sannanir sem bendi til sektar hans. Ekki má halda manni lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi án þess að gefin sé út ákæra. Embætti héraðssaksóknara hefur því fjórar vikur til að gefa út ákæru. Thomas á eftir að sitja í gæsluvarðhaldi í tvær vikur áður en úrskurðurinn rennur út, en fastlega má gera ráð fyrir því að héraðssaksóknari sæki þá um framlengingu í tvær vikur. | þká Yfirgnæfandi sönnunargögn Embætti héraðssaksóknara hefur fjórar vikur til að gefa út ákæru. Internetið Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa mun meiri áhuga á Íslandi en öðrum löndum Norðurlanda, ef marka má leit þessa fólks á Netinu. Gunnar Smári Egilsson gse@frettatiminn.is Netáhugi hefur hingað til skilað sér í auknum ferðamannastraumi og því má gera ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi enn á næstunni. Bandaríkjamenn hafa leitað mun oftar að Íslandi á Netinu en hinum Norðurlöndunum allar vikur frá því fyrir jól, stundum allt að tvisvar sinnum oftar en að næsta landi. Eina undantekningin er í byrjun febrú- ar, þegar Donald Trump talaði um ófremdarástand í Svíþjóð. Þá fóru milljónir Bandaríkjamanna á Netið að gúggla Svíþjóð. Íslandsáhuginn er mestur í norð- vesturríkjunum. Íbúar New York- -fylkis eru til dæmis sjö sinnum lík- legri að leita að Íslandi í tengslum við ferðir en Danmörku og þrisvar sinn- um líklegri að hafa almennan áhuga á Íslandi en okkar gömlu herraþjóð. Í Bretlandi er munurinn enn meiri og skiptir þá engu hvort skoðað er England, Skotland eða Wales. Alls staðar trónir Ísland á toppnum, langt fyrir ofan hin löndin í almenn- um áhuga en á svipuðum slóðum og Noregur, hið mikla ferðamanna- land, varðandi ferðir. Ísland er líka það land Norður- landa sem Kanadamenn leita helst að og á það við um öll fylki lands- ins. Sömu sögu er að segja með Japan. Mikil fjölgun hefur verið á ferðamönnum frá þessum til Ís- lands á umliðnum árum og sýnir það ágætlega hversu sterk tengsl eru á milli netleitar og ferðalaga. Hjá Þjóðverjum er Svíþjóð efst á lista Norðurlanda og Ísland liggur nálægt botninum, enda hefur hlutfallslega lítil fjölgun verið á ferðamönnum frá Þýsklandi á undanförnum árum. Ekkert lát á Íslandsáhuga 365 fær 1900 milljóna hlut í Vodafone Eigendur 365 fá greitt frá Vodafone með hlutabréfum í fjarskiptafyrir- tækinu. Ingibjörg Pálmadóttir og aðrir hluthafar fjölmiðlafyrirtækis- ins 365 fá um 1900 milljóna króna hlut í Vodafone í kjölfar kaupa fyrirtækisins á nær öllum eignum fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fundargerð frá aðalfundi móður- félags Vodafone, Fjarskiptum hf., sem fram fór í vikunni. Vodafone er skráð á markað og getur Ingi- björg, sem er eiginkona Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, selt bréf sín á markaði eftir atvikum. Hlutabréfin sem Ingibjörg, og félög á hennar vegum, eignast í Vodafone nema um 7.5 prósent af öllu hlutafé fjar- skiptafyrirtækisins og verður hún þriðji stærsti hluthafi þess. | ifv Viðskipti Ítalir leita helst að Svíþjóð og Spán- verjar að Noregi, en Ísland klifrar upp listann í þessum löndum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.