Fréttatíminn - 18.03.2017, Side 15

Fréttatíminn - 18.03.2017, Side 15
| 15FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017 Nýr Menntaskóli í tónlist, MÍT, tekur til starfa í haust. Skólinn er stofnaður af Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH og býður upp á fjölbreytt tónlistarnám í rytmískri og klassískri tónlist. Tónlistarnám í takt við framtíðina Námið er góður valkostur fyrir þá sem vilja stunda fjölbreytt tónlistar­ nám og hægt verður að ljúka stúdents prófi frá MÍT með tónlist sem aðalnámsgrein. MÍT opnar fyrir umsóknir Kynntu þér MÍT á framhalds- skólakynningu í Laugardalshöll dagana 16.–18. mars 2017 eða á www.menton.is. Umsóknarfrestur er til 21. apríl og inntökupróf verða haldin 29. apríl. Sótt er um námið á www.menton.is. Menntaskóli í tónlist | menton.is þéttinum urðu gufuvélarnar hag- kvæmari og öflugri en gufuvélar fyrri tíma, fyrsta nýja gufuvéla- verksmiðjan tók til starfa 1774. Þessu öllu fylgdi vélvæðing í land- búnaði og iðnaði, síðar léttu járn- brautir mönnum ferðalög. Verk- smiðjurekstur í iðnaðarborgum leiddi til gífurlegrar fólksfjölgun- ar, framleiðsla jókst til muna. Um- svifamestu nýlenduþjóðir í Evrópu höfðu að auki haslað sér völl í Vest- urheimi. Þangað mátti sækja ódýr hráefni og landbúnaðarvörur, þar var nóg af landi og hræódýru vinnuafli, – ef ekki beinlínis þræl- um. Þeir Evrópubúar sem áður höfðu sinnt frumframleiðslu þustu nú til iðnaðarborganna að hamast í verksmiðjum. England/Bretland Ástæða þess að upphaf iðn- byltingarinnar er rakið til Eng- lands en ekki Niðurlanda, Skandin- avíu eða Frakklands, hvað þá Japans og Kína, eru ekki þær að Watts var af skosku bergi brotinn heldur voru aðstæður í náttúrunni hagstæðastar þar. Kol knúðu gufu- vélarnar og í jörðu á Bretlandi var gnægð kola. Efnahagsþróunin þar í landi var hröð og á 19. öld var ríkið öflugast heimsvelda, þar gekk sólin aldrei til viðar. En böggull fylgdi skammrifi. Þessu fylgdi nefnilega gífurleg mannfjölgun í ört stækkandi borg- um; sumir bjuggu við mestu auðæfi sem þekkst höfðu, aðrir máttu þola örbirgð í hrörlegum fátækrahverf- um borga í ótrúlegum og örum vexti; karlar, konur og börn. Stjórnvöld máttu horfast í augu við húsnæðisvanda almennings. Mest- an hluta 19. aldar töldu leiðandi öfl- in að markaðurinn myndi að lok- um leysa þennan vanda. Aðrir voru ekki eins sannfærðir, félagar í ýms- um góðgerðarsamtökum og m.a.s. ein bankastjóradóttir börðust hart fyrir bættum húsnæðiskjörum og stóðu fyrir byggingu mannsæm- andi húsnæðis fyrir þá verst settu. Ytri og innri aðstæður Áður höfðu verksmiðjueigendur ruslað upp hreysum fyrir verka- menn sína, aðstæður þar og vinnu- aðstaða þeirra voru með slíkum hörmungum og eindæmum að mannkynsskömm er að; kólera og taugaveiki grasseruðu í fjölbýl- ishreysum þessum enda margar fjölskyldur um hvern kamar. Í byrj- un 20. aldar töldu Bretar 9 milljón- ir og þrátt fyrir tvær heimsstyrjald- ir og gífurlegan fólksflótta vestur um haf voru þeir 41 milljón í lok aldarinnar. En fleira kemur til. Í örstuttu máli má segja að fyrri heimsstyrjöldinn hafi ver- ið Evrópustríð, Norðurálfustríð. Menn greinir á um fjölda fallinna hermanna, einhvers staðar milli 10-15 milljóna, sumir taka svo djúpt í árinni að segja að þá hafi heil kyn- slóð Evrópumanna, blómi ungra karla, fallið í skotgröfum. Þeir Bret- ar og Írar sem lifðu þessa hildi af snéru heim, margir limlestir og/ eða í andlegri rúst. Lloyd George úr flokki frjálslyndra var þá for- sætisráðherra og íhaldsmönnum oft þungur í skauti. Hann og ríkis- stjórn kynntu „Homes for our Her- oes“, félagslegt byggingarátak fyrir þá hermenn sem snéru heim. En á meðan á fyrra stríði stóð hafði verið gerð bylting í Rússlandi og í kjölfarið öx róttækri verkalýðs- baráttu fiskur um hrygg í Evrópu. Víða í Evrópu stóð stjórnvöld- um stuggur af aðgerðum og bar- áttu róttækra afla og töldu rétt að hindra þá þróun með átaki í fé- lagslegum byggingum á vegum breskra sveitarfélaga. Og sú þróun hélt áfram, fyrstu þrjá áratugina að lokinni síðari heimsstyrjöld voru íbúðabyggingar félagsíbúðageirans næstum helmingur þess húsnæðis sem byggt var í Bretlandi. Þar varð séreignastefna í húsnæðismálum ekki ráðandi, félagslegt leiguhús- næðiskerfi vóg þyngra. Síðan hef- ur síaukin heimstrúin á ágæti al- þjóðavædds markaðshagkerfis og nýfrjálshyggu umturnað ýmsu þar í landi eins og víða annarsstaðar. Svíþjóð Iðnvæðingar atvinnuvega Svía gætti fyrst helst í landbúnaði með þeim af leiðingum að stór hluti landbúnaðarverkafólks hópaðist til Vesturheims. Um aldamótin 1900 töldu stjórnvöld þar í landi rétt að hefja lánveitingar með op- inberum stuðningi til húsbygginga. Í bæjum landsins reyndu menn að hemja óskipulegan leigumark- að, húsaleigulög voru sett á árum fyrri heimsstyrjaldar og lög um lóðarleiguréttindi. Árið 1909 var veðlánakerfi fyrir íbúðabyggingar í þéttbýli komið á. Húsnæðislaga- setningin var meira og minna afn- umin á þriðja áratugi síðustu aldar og enn einkenndi óreiðufrumskóg- ur leigumarkaðinn. Snemma á fjórða áratugi aldar- innar skipaði fyrsta jafnaðar- mannastjórn Svía nefnd um mót- un félagslegrar húsnæðisstefnu og starfaði hún á árunum 1933- 1947. Álit nefndarinnar lagði grunninn að húsnæðisstefnu Svía að lokinni síðari heimsstyrjöld. Stjórnvöld víða í Evrópu vildu sporna við áhrifum rússnesku byltingarinnar á róttækan verkalýð og Bretar reyndu að hindra þróunina með félagslegu húsnæði. Ekki geta þó allar kröfur verkalýðsins talist stórkostlega róttækar. Millistétt í útrýmingarhættu er varla aflögufær, endist vart ævin til að greiða að fullu þau verðtryggðu lán sem hún tók til að eignast þak yfir höfuðið, né þeim sem síðan þarf að taka til að halda „eignunum“ við.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.