Fréttatíminn - 18.03.2017, Page 28

Fréttatíminn - 18.03.2017, Page 28
28 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 18. MARS 2017 Stefán Turner er einn af örfáum Íslendingum sem blogga markvisst um herratísku. Áhugi hans á tísku kviknaði í gegnum fótbolta en fyrirmyndir hans á vellinum voru gjarnan vel klæddar utan vallar og heilluðu hann upp úr skónum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Stefán John Turner kom eins og ferskur andvari inn í tískubloggheiminn í lok síðasta árs, en hann er einn af örfáum íslensk- um karlmönnum sem blogga um herratísku. Eftir því sem hann kemst næst er hann eini íslenski karlmaðurinn sem býr á Íslandi og bloggar markvisst um tísku, en hann á íslenskan kollega í Dan- mörku sem hefur bloggað um tíma. Stefán, sem heldur úti bloggsíð- unni stefanjohnturner.com, hefur spáð í tísku síðan hann var lítill fótboltastrákur í Vogum á Vatns- leysuströnd. Fyrst var áhuginn eingöngu á tískutrendum helstu fyrirmyndanna í boltanum, en áhuginn þróaðist hratt. „Ég byrj- aði að pæla í tískunni í tengslum við fótboltann og út því frá byrjaði ég að pæla almennt í fötum. Ég keypti mér mikið af fötum þegar ég var unglingur, spáði mikið í fatasamsetningum og fannst rosa skemmtilegt að setja saman ný föt. Ég átti mikið af fyrirmyndum úti í heimi, eins og Ronaldo og Dav- id Beckham sem er langbestur í þessu. Tíska og fótbolti er svo ná- tengt. Það skiptir svo miklu máli að vera í tískunni utan vallar,“ seg- ir hann kíminn. „Mig langar svo að fá fleiri stráka til að blogga. Það yrði ógeðslega gaman. Ég hef bara fengið frábær viðbrögð við mínu bloggi,“ bætir hann við. En Stefán er ekki bara að blogga um föt og tísku heldur er hann með sitt eigið fatamerki, Riptide Clothing, sem hann kom á fót áður en bloggævintýrið hófst. Hann lætur meðal annars prenta á peys- ur og boli og saumar sín eigin föt meðfram því. „Mig langaði alltaf að blogga en þorði það ekki alveg. Áhuginn jókst þegar ég byrjaði með fatamerk- ið. Ég hugsaði svo um þetta í viku og ákvað að slá til. Ég skrifaði niður allt það jákvæða og neikvæða við að blogga og tók ákvörðun út frá því. Ég prófaði bara og er búinn að vera að fikra mig áfram. Ég hef mikið verið að fylgjast með bloggurum og instagrömmurum úti og langar svolítið að fanga svip- aða stemningu.“ Stefán leggur mikið upp úr fal- legum myndum á síðunni sinni, en kærastan hans og félagi hans hjálpa honum mikið við það. „Svo er ég líka hjá Ey- lendu, sem er samfélag bloggara, og við hjálpumst öll að. Tökum stundum myndir af hvort öðru og svona. Það er æðislegt að vera hluti af svona hópi, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ Stefán fær eðli- lega mikið af spurn- ingum frá strákum sem eru að vandræð- ast með í hverju þeir eiga að vera, eða hvern- ig þeir eigi að raða föt- um saman og hjálpar þeim að sjálfsögðu með glöðu geði. Hann vill vera tískufyrirmynd og draumur hans er að rætast. „Ég set markið mjög hátt og á stóra drauma. Bloggið er bæði á ensku og íslensku, því mig langar að ná til stærri hóps en hér á Íslandi. Ég er bara rétt að byrja,“ segir hann einlægur, en hann er að fá töluverða skoðun í Bretlandi, Bandaríkj- unum, Svíþjóð og Danmörku. Sjálfur er hann hálfbreskur, á breskan föður og hefur verið með annan fótinn í Bretlandi alla tíð. Honum finnst því ekki leiðin- legt að fá athygli þar. Fótboltastrákur sem varð tískugúru Strax sem unglingur keypti Stefán sér mikið af fötum og hafði gaman af því að prófa nýjar samsetningar. Mynd | Rut Mig langar svo að fá fleiri stráka til að blogga. Það yrði ógeðslega gaman. NISSAN MICRA VISIA ELDSNEYTISNOTKUN 5,0 L/100 KM* BEINSKIPTUR. VERÐ: 1.850.000 KR. NISSAN MICRA NETTUR, ÓDÝR OG HLAÐINN BÚNAÐI BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Staðalbúnaður er meðal annars: Handfrjáls Bluetooth símabúnaður, hiti í sætum, aðgerðahnappar í stýri, rafknúið léttstýri, ESP stöðugleikastýring, AUX tengi fyrir iPod o.fl. Sjálfskiptur. Verð: 2.090.000 kr. * V ið m ið un ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tri . E N N E M M / S ÍA / N M 8 0 6 4 1 N is s a n M ic ra 5 x 2 0 e ld ri t y ́ a n t il l b o GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 12–16

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.