Fréttatíminn - 18.03.2017, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 18.03.2017, Qupperneq 36
Útivistarverslun þar sem hægt er að leigja búnað Gangleri er útivistarverslun og búnaðarleiga á Hverfisgötu 82, í miðbæ Reykjavíkur, en til stendur að flytja verslunina út á Fiskislóð 31 nú í vor. Unnið í samstarfi við Gangleri outfitters Verslunin hefur verið í rekstri undanfarin 4 ár. Þar er hægt að fá búnað til útivistar og aðrar vörur sem fólk notar á ferðalögum sínum innanlands og utanlands. Vaidas er eigandi verslunarinn- ar og þegar hann er spurður út í af hverju hann fór í það að stofna verslunina segir hann: „Mér fannst vanta útivistar- verslun sem byði upp á þá þjón- ustu að leigja búnað. Í fyrstu voru það aðallega erlendir ferðamenn sem komu til okkar en Íslendingar hafa tekið okkur fagnandi og við erum mjög ánægð með þær viðtökur sem við höfum fengið. Það hefur gefið mjög góða raun eða tvinna þetta tvennt saman að leigja út búnað og selja hann. Við fáum strax við- brögð frá kúnnum okkar varðandi þann búnað sem við leigjum út og sjáum hvað virkar og hvað ekki. Nýlega höfum við aukið töluvert við vöruúrvalið hjá okkur, bjóðum núna upp á talsvert dýran búnað sem fólk leggur kannski ekki al- veg í að kaupa sér en getur leigt hann hjá okkur og séð hvernig því líkar og í framhaldi af því keypt vöruna. Ég er þá að tala um vörur eins og snjóflóðabúnað og annan dýran búnað. Við hvetjum því fólk til þess að koma til okkar og leigja sér svona einum degi áður en ferðin er skipu- lögð svo það geti lært á og vanist búnaðinum“ Er eitthvað spennandi framundan? „Já, heldur betur, við ætlum að fara að flytja verslunina út á Fiskislóð 31, í maí næstkomandi. Strax eftir opnun munum við selja notaðan búnað á mjög góðu verði. Endanleg dagsetning liggur ekki alveg fyrir en fólk getur fylgst með okkur á Facebook, þar munum við tilkynna um endanlega dagsetn- ingu þegar hún liggur fyrir. Við erum farin að undirbúa flutninginn og erum byrjuð með rýmingarsölu á fullt af frábærum útivistarklæðn- aði og vörum, rýmingarsalan mun standa til marsloka. Ég hvet því fólk til þess að kíkja við hjá okkur þá, ef það vill gera einstaklega góð kaup og eignast vönduðu útivistar- föt og græjur fyrir mjög lágt verð,“ segir Vaidas. Hvaðan kemur nafnið ? „Nafnið Gangleri kemur úr Gylfaginningu Snorra-Eddu og merkir ferðalangur sem ferðast fótgangandi. Kallaði Gylfi konungur sig Ganglera er hann gekk á fund þríeins Óðins sem gekk þar undir nöfnunum Hár, Jafnhár og Þriðji,“ segir Vaidas Vaidas segir aðspurður að þeir hjá Ganglera leggi ríka áherslu á um- hverfismál. „Já, þau eru okkur mjög mikilvæg. Þegar við erum að velja og kaupa inn vörur fyrir verslunina þá höfum við alltaf í huga að vörurnar séu framleiddar í Evrópu undur ströng- ustu kröfum um umhverfisvernd og vinnusiðferði. Nýlega tókum við það upp að veita þeim viðskiptavinum sem koma með eigin endurvinn- anlega poka 5% afslátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki að fara bjarga umhverfisvanda heimsins er margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Vaidas. Vaidas er þaulvanur að ráðleggja fólki hvað græjur henta hverjum og einum. Vöruúrvalið er glæsilegt í versluninni á Hverfisgötu 82 4 LAUGARDAGUR 18. MARS 2017VETRARFJÖR „Stórbrotin náttúrufegurð í faðmi hárra fjalla“ Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð í faðmi hárra fjalla þar sem möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru óþrjótandi. Unnið í samstarfi við Fjallabyggð Náttúran er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, farið á skíði eða fjöl- þættar gönguleiðir gengnar um fjöll og dali. Linda Lea Bogadóttir er markaðs og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Þegar hún er spurð um hvað sé framundan segir Linda: „Við erum náttúrlega í miðri vetrarvertíð. Við erum að einblína á páskahelgina, sem er alltaf mjög stór hjá okkur. Þá verður mikið um að vera hérna hjá okkur og skíðasvæðið fyllist af fólki.“ En hvernig hefur veturinn verið fyrir norðan, svona snjólega séð ? „Það hefur náttúrlega verið einstaklega snjóléttur vetur. En við erum svo heppin hér að skíða- svæðið er einstaklega vel stað- sett. Þó það sé lítill eða enginn snjór í bænum þá getur verið allt troðfullt af snjó uppi í Skarðinu,“ segir Linda. En fyrir þá sem ætla ekki að renna sér á skíðum ? „Svæðið er kjörlendi fyrir göngufólk og má finna gönguleið- ir fyrir alla, hvort sem menn vilja ganga á láglendi, klífa fjöll eða fornar þjóðleiðir á milli byggðar- laga. Hér eru margar skemmti- legar og fjölbreyttar leiðir í boði, allt frá léttum dagsferðum yfir í lengri og meira krefjandi ferðir. Frá miðbæ Siglufjarðar er hægt að labba upp í Hvanneyrarskál, ganga snjóflóðagarðana og önnur skemmtileg leið er upp í Skolla- skál en þaðan er ofsalega fallegt útsýni yfir Siglufjörð. Ólafs- fjarðarmegin er svo auðvelt að komast á Múlakollu og Hólshyrnu. Við erum með alveg frábær afþreyingarfyrirtæki og ný fyr- irtæki spretta hér upp og fólk hefur verið mjög duglegt að nýta sér það. Tröllaskaginn er náttúrlega svaka- leg auðlind og býður upp á endalausa möguleika. Eitt sem við höfum tekið eftir að er vaxandi og hefur verið svona hulin perla er brimbrettaaldan í Ólafsfirði, hún er að laða að brim- brettafólk utan úr heimi og svo virðist þetta vera vaxandi sport hér heima líka.“ Þegar talið berst að samgöng- um á svæðinu og Héðinsfjarða- göngum segir Linda: „Með göngunum opnaðist bara alveg nýr heimur fyr- ir þetta svæði. Þetta hef- ur líka breytt svo miklu fyrir ferðafólk, við erum að fá mikið af ferðamönnum sem keyra núna Tröllaskagann, allt frá Skaga- firði til Akureyrar með viðkomu á Siglufirði og í Ólafsfirði. Göngin eru mikil samgöngubót og breyttu rosalega miklu fyrir ferðamennsk- una. Fyrir heimamenn var þetta líka mikil breyting, að komast inn á Akureyri sem tekur rétt rúman klukkutíma, þetta er því nánast orðið eins og eitt atvinnusvæði.“ Eru þið farin að skipuleggja sumarið? „Já, já, sú vinna er komin á fullt hjá okkur. Í Fjallabyggð er mikið og blómlegt menningarlíf á sumrin og fjölmargir viðburð- ir jafnt og þétt. Trilludagar verða stærsti viðburðurinn hjá okk- ur í sumar. Hann verður síðustu helgina í júlí, helgina fyrir versl- unarmannahelgi. Óvíða finnast jafn fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar til þess að láta sér líða vel í jafn fallegu umhverfi og afslöppuðu andrúmslofti og er í Fjallabyggð. Þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Náttúran er stórbrotin í Fjalla- byggð. Frá miðbæ Siglufjarðar er hægt að ganga upp í Hvanneyrar- skál og önnur skemmtileg leið er upp í Skollaskál en þaðan er fallegt útsýni yfir Siglufjörð. Ólafs- fjarðarmegin er svo auðvelt að komast á Múlakollu og Hólshyrnu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.