Fréttatíminn - 07.04.2017, Side 4

Fréttatíminn - 07.04.2017, Side 4
4 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 GASTROPUB SÚPA DAGSINS 690 kr. í apríl 11.30–14.30 alla daga BOR ÐA ÐU Á ST AÐ NU M E ÐA T AK TU M EÐ saetasvinid.is Stjórnmál „Það mín skoðun að það eigi að fara fram allsherj- arrannsókn á einkavæðingu bankanna, bæði þeirri fyrri árið 2003 og eins þeirri síðari árið 2009 þegar tveir þeirra voru af- hentir kröfuhöfum,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og bendir á að það sé meirihluti fyrir málinu á Alþingi þótt það sé ekki sami meirihluti og að baki ríkisstjórn- inni. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Styrmir segist ekki skilja í hvað valdi tregðu Sjálfstæðisflokksins í málinu. „Það verður að hreinsa loftið og eyða þeirri tortryggni sem er uppi,“ segir hann. „Það er allt of mörgum spurningum ósvarað. Það þarf að skoða málið aftur til einkavæðingar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, þegar bankar fóru að kaupa hluti á kennitölum einstaklinga.“ Styrmir segir að framsal tveggja banka til kröfuhafa 2009 hafi vak- ið upp spurningar um hvort mál- ið tengdist upphaflegri afstöðu íslenskra stjórnvalda til Icesave- -samninganna eða aðildarumsókn- ar Íslands að ESB. Hann hafi fyrst verið þeirrar skoðunar að þetta hafi verið nauðsynlegt fyrir endurreisn íslenska fjármálakerfisins en síðan hafi farið að renna á sig tvær grím- ur. Hann segir erfitt að sjá annað en niðurstaðan verði sú að ráðast í slíka rannsókn. „Það er að vísu óljóst, hvort Samfylking og VG eru tilbúin til að láta einkavæðinguna 2009 fljóta með en það gæti líka verið meirihluti fyrir því, þótt hann kynni að vera öðru vísi sam- ansettur,“ segir hann. „En vissulega væri það klúðurslegt fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, ef í ljós kæmi að hann hefði sjálfur málað sig út í horn í þessu máli og það að ástæðulausu.“ Rekstur útgáfufélags Fréttatímans hefur verið erfiður að undanförnu og hafa eigendur félagsins átt í við- ræðum um endurskipulagningu félagsins. Endurskipulagningu er ekki lokið. Gunnar Smári Egilsson, útgefandi og eigandi stærsta hluta félagsins, hefur stigið til hliðar í því skyni að það liðki ef til vill fyrir í samningaviðræðum um framtíð fé- lagsins. Blaðið kemur því aðeins út einu sinni í þessari viku. Styrmir segist ekki skilja tregðu Sjálfstæðismanna Styrmir Gunnarsson vill allsherjarrann- sókn á einkavæðingu bankanna. Trumpismi og lygafréttir af húsnæðismálum Húsnæðismál Við hættum með verkamannabústaðakerfið um aldamótin með grátstafinn í kverkunum eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hafði ákveðið að leggja það niður,“ segir Guðrún Erla Geirsdóttir, síðasti formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur- borgar. Hún segir að það sé full ástæða til að endurreisa kerfið enda jafnmikil þörf fyrir það nú og áður. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ég skildi aldrei af hverju lífeyr- issjóðirnir máttu ekki koma inn í verkamannabústaðakerfið þegar ríkið vildi hætta, en sérstök lög komu í veg fyrir að þeir mættu taka þátt í svona verkefnum,“ seg- ir Guðrún Erla. „Þeir máttu hins- vegar fjárfesta í allskonar sjoppum, bensínstöðvum og áhætturekstri, bara ekki húsnæði fyrir venjulegt fólk. Það var bannað með lögum.“ Hún segir að það sé Trumpismi í gangi í umræðum um húsnæðis- mál og alls kyns lygafréttum sé slegið upp. „Til að mynda fullyrða menn gegn betri vitund að Jóhanna Sigurðardóttir eða Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir hafi lagt þetta kerfi niður,“ segir hún. „Staðreyndin er sú að þjóðfélagið var gegnsýrt af frjálshyggju um aldamótin og það var ekki pláss í umræðunni fyrir neina félagslega hugsun.“ Verka- mannabústaðakerfinu var komið á fót með samkomulagi verkalýðs- hreyfingar og stjórnvalda um að ríkið lánaði sveitarfélögum pen- inga á mjög lágum vöxtum til upp- byggingar húsnæðisins. „Í verka- mannabústaðakerfinu var gert ráð fyrir að fólk gæti reitt fram tíu pró- sent af kaupverði eða fimm prósent í sérstökum undantekningartilfell- um, sem var mun minni útborg- un en á frjálsum markaði og lánin voru til 40 ára,“ segir Guðrún Erla. „Vextir voru 2 til 3 prósent og því líka miklu lægri. Greiðslu- byrðin var því miklu lægri en kerf- ið var lokað og því ekki hægt að selja íbúðir á markaði, þær voru innleystar inn í kerfið þegar fólk vildi hreyfa sig. Að sama skapi gat fólk líka sótt um að færa sig í stærri eða minni íbúðir eftir þörfum.“ En þótt þörfin væri mikil í Reykja- vík og nærsveitum, báru nokkur smærri sveitarfélög fyrir vestan og austan sig illa. „Þaðan var mikill fólksflótti út af atvinnumálum og bæjarsjóðirnir voru margir að slig- ast undan þeirri kvöð að innleysa íbúðirnar, sumir héldu því reyndar fram að sveitarfélögin hefði farið of geyst í að byggja verkamanna- bústaði og nýtt það sem einhvers- konar atvinnubótavinnu þar sem féð kom frá ríkinu, ég veit í sjálfu sér ekki hvað var hæft í því. Rík- ið hefði hinsvegar átt að aðstoða þau sveitarfélög með sértækum að- gerðum í stað þess að leggja kerfið niður.“ Flestir þeir, sem fluttu frá lands- byggðinni komu til höfuðborgar- innar og þurftu húsnæði. „Það er líka staðreynd að mörg ríkustu ná- grannasveitarfélögin, sem byggðu enga verkamannabústaði, létu fólk hafa flutningsstyrk ef það lenti í veikindum eða efnahagsþrenging- um, til að það gæti flutt sig um set til Reykjavíkur. Þetta fólk kom síð- an í viðtal við mig á skrifstofu hús- næðisnefndarinnar til að biðja um aðstoð. Það var afar sorglegt fyrir alla sem þekktu verkamannabústaða- kerfið þegar það var lagt niður. Þeir sem bjuggu í verkamannabú- stöðum gleyptu margir við því að nú væri hægt að selja niðurgreidd- ar íbúðir á frjálsum markaði og græða einhverja peninga en fleiri gátu þá ekki notið þess að fá öruggt skjól í tilverunni. Í verkamannabú- staðakerfinu var fólki gert kleift að eignast íbúð sem annars var á göt- unni og á skrifstofu verkamanna- bústaðanna unnu konur sem voru boðnar og búnar að hjálpa fólki við að komast í gegnum þetta, til dæm- is, einstæðum mæðrum, erlend- um konum sem voru að skilja við mennina sína og rötuðu ekki um kerfið, fjölskyldufólki á lágum laun- um, námsmönnum og fleirum.“ Guðrún Erla segist hafa heyrt allskyns þvætting og áróður um gettóvæðingu og að íbúðirnar hafi allar verið eins. Vissulega hafi ver- ið eitthvað hæft í því þegar ráð- ist var í stórátak eins og að eyða braggahverfunum í Reykjavík og elsti hluti Breiðholtsins byggð- ist upp. Menn hafi þó löngu verið hættir því og séð nauðsyn þess að dreifa þessum íbúðum sem víðast. Það megi heldur ekki gleymast í sögunni að þegar ráðist var í þetta átak voru keypt allskyns tæki til byggingaframkvæmda sem menn seldu þegar því lauk. Fyrir sölu- hagnaðinn var reist menningar- miðstöðin í Gerðubergi, fyrsta menningarmiðstöð landsins. „Staðreyndin er sú að þjóðfélagið var gegnsýrt af frjálshyggju um alda- mótin og það var ekki pláss í umræðunni fyrir neina félagslega hugsun.“ Guðrún Erla Geirsdóttir segir fulla ástæðu til að endurreisa verkamanna- bústaðakerfið. Stjórnmál Þrátt fyrir að tveir stjórnarþingmenn hafi lýst því yfir að þeir styðji ekki frumvarp félagsmálaráðherra um jafn- launavottun er meirihluti á þingi fyrir frumvarpinu því stjórnar- andstaðan tekur frumvarpinu fagnandi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Meirihluti þingmanna er fylgj- andi jafnlaunafrumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra þrátt fyrir að tveir ríkisstjórnar- þingmenn hafi lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn því. Rík- isstjórnin þarf stuðning stjórnar- andstöðunnar við að koma frum- varpinu í gegnum þingið því án þingmannanna tveggja, Óla Björns Kárasonar og Brynjars Níelssonar, Sjálfstæðisflokknum, hefur ríkis- stjórnin misst meirihluta í þinginu í þessu máli því ríkisstjórnin er með eins manns þingmeirihluta. Þriðji stjórnarþingmaðurinn, Sig- ríður Andersen dómsmálaráð- herra, hefur lýst andstöðu sinni við frumvarpið en segist samt sem áður muni styðja öll frumvörp rík- isstjórnarinnar, þar á meðal jafn- launafrumvarpið. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um frumvarpið að undanförnu og segir í frétt á vef breska ríkisút- varpsins, BBC, að það sé það frum- varp sem gangi lengst í heimin- um til þess að jafna laun karla og kvenna. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir stjórnvöld neydd til að grípa til beinna aðgerða til að leiðrétta launamun kynj- anna. „Við verðum að sýna ábyrgð að styðja við þau mál sem við telj- um sannarlega til framfara. Það er engin lína hjá okkur að leggjast gegn öllum góðum málum einungis þótt þau komi frá öðrum flokkum,“ segir Logi. „Við gerum ráð fyrir að ef frumvarpið uppfyllir þær kröfur sem við gerum munum við styðja það,“ segir hann. Eygló Harðardóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins og fyrr- verandi félagsmálaráðherra, segir flokkinn fylgjandi jafnlaunavottun. „Við unnum að jafnlaunavottuninni á síðasta kjörtímabili enda er mikil- vægt að tryggja hér launajafnrétti,“ segir hún. „Við vorum í góðu sam- starfi við vinnumarkaðinn og mér sýnist á frumvarpinu að mikilvægir þættir séu þar inni sem við lögðum áherslu á,“ segir hún og nefnir að ólíkar vottanir verði fyrir stærri fyr- irtæki en minni. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráð- herra lagði á þriðjudag fram frumvarp sem mælir fyrir um skyldu fyrirtækja og stofnana, með fleiri en 25 starfs- menn, til að öðlast jafnlaunavottun með sérstakri vottun. Meirihluti fylgjandi jafnlaunafrumvarpi Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Viðræður um endurskipu- lagningu Fréttatímans

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.