Fréttatíminn - 07.04.2017, Qupperneq 44
44 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017
Kathryn kom til Íslands
frá Bandaríkjunum
til þess að vinna að
doktorsverkefni
sínu. Hún klappar nú
kisunum í Kattholti í
hverri viku, því hún
saknar kattanna sinna
heima.
Í Kattholti búa ótal kátir kettir
sem bíða þess að komast inn á gott
heimili. Þeir þurfa að sjálfsögðu
sömu alúð og ást og bræður þeirra
og systur sem búa á heimilum
landsins. Til þess að kisurnar
fái alla þá ást sem þær þurfa fær
Kattholt stundum sjálfboðaliða til
þess að kjassast í kisunum, klappa
þeim og leika við. Hin bandaríska
Kathryn er meðal þeirra sjálfboða-
liða sem koma reglulega í Kattholt
til að leika við kisur. Kathryn á
sjálf kisur í Bandaríkjunum sem
hún varð að skilja eftir heima
vegna aldurs, en hún býr hér á
landi og vinnur að doktorsverkefni
sínu í fornleifafræði.
Kathryn finnst yndislegt að
mæta í Kattholt enda er fátt jafn
róandi og að klappa malandi kisu.
„Þetta er frábært, ég stoppaði bara
einn daginn og spurði hvort ég
mætti vera sjálfboðaliði. Ég er í
rauninni bara að klappa kisunum,
sleppi þeim út og gef þeim tæki-
færi til að hlaupa um í smá stund.“
Kathryn segir eldri kisurnar vera
sérstaklega hugljúfar og best sé
að kúra með þeim, en hún hvetur
alla til þess að taka að sér kisur. Á
laugardaginn er Páskabasar Katt-
holts og þá geta áhugasamir sjálf-
boðaliðar og aðrir kattaaðdáendur
kíkt í Kattholt og klappað þessum
loðnu vinum, eða jafnvel tekið
að sér einn einmana kisa í leit að
heimili.
Kathryn elskar að klappa köttum. Mynd | Hari
Gömlu kisurnar
þurfa mikla ást
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Aníta Estíva Harðardóttir var vakin með söng að morgni brúðkaupsdags-ins síns fyrir fimm árum síðan. Þar var að sjálf-
sögðu að verki maðurinn henn-
ar, Óttar Már Ingólfsson, en þó
ekki í eigin persónu. Hann samdi
til hennar lag, en til að virða ósk
hennar um að gera hana ekki
vandræðalega með að syngja það
í brúðkaupsveislunni, útfærði
hann atriðið á annan hátt. Fyrir
skömmu tóku þau sig svo til og
gerðu myndband við lagið sem nú
má finna á Youtube.
„Maðurinn minn er mjög dug-
legur við að semja, syngja og spila
á gítar, og ég var búin að segja við
hann að mér þætti það svo kjána-
legt ef hann myndi syngja í veisl-
unni. Hann tók málið því á annað
stig, fór í stúdíó og tók lagið upp
og lét mömmu og pabba spila það
fyrir mig þegar þau vöktu mig að
morgni brúðkaupsdagsins, en ég
gisti heima hjá þeim nóttina fyrir
brúðkaupið,“ segir Aníta og hlær
þegar hún rifjar þetta upp. „Hann
ákvað að gera þetta svona, þannig
þetta væri bara fyrir mig persónu-
lega. En mig minnir að lagið hafi
verið spilað í veislunni,“ bætir hún
við.
Aðspurð segist Aníta hafa bú-
ist við því að maðurinn hennar
myndi gera eitthvað fallegt fyrir
hana í tilefni brúðkaupsins. „Hann
er rosalega rómantískur og hef-
ur verið duglegur að koma mér
á óvart. Þannig í rauninni bjóst
ég við því að hann myndi syngja
í veislunni,“ segir hún kímin. En
það var einmitt ástæðan fyrir því
að hún minntist á það við hann að
fyrra bragði.
„Það er mjög gaman að eiga
svona rómantískan mann, ég er
mjög ánægð með þetta og við höld-
um mikið upp á lagið. Þetta er svo
einlægur og persónulegur texti,
en samt fyndinn líka. Hann grín-
ast mjög mikið og þetta er því mik-
ið í hans stíl. Þetta er ekki einhver
algjör klisja.“
Fyrr á þessu ári, fimm árum
eftir brúðkaupið, settu þau svo
saman myndband við lagið. „Ég
var eitthvað að vesenast í tölv-
unni, rakst á lagið og fékk þessa
hugmynd. Til að geta sett það á
facebook. Hann var ekkert alveg
til í það í fyrstu en lét til leiðast.
Við notuðum bara persónulegar
myndir og myndbönd úr lífi okkar
saman.“
Aníta viðurkennir að þetta hafi
hins vegar aðeins undið upp á sig
og margir hafi horft á myndbandið
á Youtube. Viðbrögðin hafa verið
góð, enda kunni fólk vel að meta
svona krúttlegheit.
Ekki skemmir fyrir að það
leynist óvæntur gestur í mynd-
bandinu. „Í einu myndbandinu
sem við notuðum, þar sem ég er
í ungbarnasundi með stráknum
mínum, syndir allt í einu forseti
Íslands bak við okkur. Það kemur
út eins og hann sé að dansa inn
í myndina. Við áttuðum okkur
ekkert á þessu á þeim tíma, enda
var hann ekki orðinn forseti þá.
Við sáum þetta bara þegar við vor-
um að klippa myndbandið. Mjög
fyndið. Hann veit ekkert af þessu
en hver veit nema hann sjái mynd-
bandið núna.“
Forsetinn varð óvænt leynigestur
í brúðkaupsmyndbandinu
Óttar kom Anítu á óvart á brúðkaupsdaginn þeirra fyrir fimm árum.
Eiginmaður Anítu samdi lag til hennar í tilefni
af brúðkaupi þeirra, skellti sér í stúdíó og tók
það upp. Nýlega settu þau saman myndband við
lagið þar sem Guðni Th. Jóhannesson poppaði
óvænt upp.