Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 07.04.2017, Blaðsíða 46
46 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 2017 Ný Góu páskaegg með bragðgóðum marsipandýrum Fjölhæfni hefur löngum þótt kostur og ekki er óalgengt að fólk sinni fleira en einu starfi, mennti sig margvíslega og haldi mörgum boltum á lofti. En hver er ástæðan fyrir því að fólk tek- ur að sér mörg verkefni í einu? Er það til að ná endum saman eða til að mæta kröfum atvinnu- lífsins um skrautlega ferilskrá? Einar Stefánsson tónlistarmað- ur er einn þessara „múltítask- ara“ en hann spilar á trommur í hljómsveitunum Vök og Hatari, er menntaður hljóðtæknir og lauk svo gráðu í viðskiptafræði í fyrra. „Ég er búinn með tækninámið og búinn með viðskiptafræðina og núna langar mig að rækta mig sem skapandi einstakling,“ segir Einar sem er vægast sagt upptekinn þessa dagana. Í gær spilaði hann nefni- lega í London með Vök, í kvöld spil- ar hann með Hatari í Reykjavík og á morgun spilar hann með báðum hljómsveitum á Akureyri. „Þetta var ekki planið, en mér finnst mjög gaman að vinna í tónlistarbransan- um. Þetta er ógeðslega mikil vinna en mér finnst það mjög gefandi. Það gerist oft að maður er að vinna mik- ið á næturnar og stundum að byrja í verkefni snemma næsta dag.“ „Múltítaskerinn“: Trommari með tvær háskólagráður Einar Stefáns- son er búinn að læra ýmislegt. Í kvöld spilar hann með hljómsveitinni Hatari á Húrra. Mynd | Hari Einar lærði hljóðtækni við háskóla í Amsterdam og útskrifaðist þaðan árið 2011. Hann var svo í starfsnámi þar til leið hans lá í viðskiptafræðina í Háskóla Íslands. Hann notaði þó menntun sína sem hljóðtæknir til þess að styðja við námið í háskól- anum fjárhagslega og allt small því vel saman á endanum, þó Einar hafi verið orðinn nokkuð þreyttur á lokametrunum. „Ég held að það sterkasta sem ég lærði í viðskipta- fræðinni hafi verið skipulag,“ seg- ir Einar íhugull. „Ég á lítinn frítíma og mér finnst voða gott að geta bara alltaf verið með allt skrifað niður, bara ef ég er að fara að hitta ömmu í kaffi þá fer það inn í dagatalið.“ Hljómsveitin Vök er að fara að gefa út plötu í lok apríl og hljóm- sveitin er því á leiðinni á Evróputúr. „Stundum hittir maður ekki vini sína í nokkrar vikur í senn og þá líð- ur manni eins og maður sé að missa af einhverju,“ segir Einar sem seg- ist þó einstaka sinnum fá að slaka á. „Stundum fær maður að sofa út, það hjálpar alveg helling.“ | bsp Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Ef þú býrð í Tókýó, New York eða eitthvað þá er sveitalífið á Íslandi álíka framandi og Hvergiland,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík sem er fædd og uppalin á bænum Eystra Geldingaholt í Gnúpverjahreppi. Hugmyndin um að kynna kindurnar á sér instagram aðgangi vaknaði fyrir tveimur árum þegar Pálínu fannst hún vera að drekkja vinum sín- um í myndum af kindum á eigin aðgangi. Fylgjendurnir hafa svo bæst við hægt og þétt og nú er hún með yfir 24 þúsund fylgjendur. En það eru mun fleiri fylgjend- ur en margar helstu samfélags- miðlastjörnur Íslands eru með. Forvitnir útlendingar í heimsókn „Ég fæ líka mjög oft skilaboð frá fólki sem er að spyrja hvort það megi koma í heimsókn til mín og ég segi bara, já, ef ég er heima,“ segir Pálína kát. En hún hefur einmitt tekið á móti nokkrum slíkum heimsóknum frá forvitn- um útlendingum sem vilja kíkja í íslenska sveit. Pálína er hinsvegar ekki alltaf við þar sem hún lauk námi í sálfræði við Háskóla Íslands síðasta vor og starfar nú á leik- skóla á höfuðborgarsvæðinu. „Ég flutti með annan fótinn í bæinn þegar ég var sextán, en sveitin er samt alltaf heima. Ég hef til dæm- is aldrei misst af sauðburði og er alltaf heima í maí,“ segir Pálína sem er fyrir löngu farin að hlakka til maímánaðar. Hver þúfa hefur sína sögu Bær Pálínu er í Gnúpverjahreppi og á hann stóran sess í hjarta hennar, enda hefur fjölskyldan búið á bænum í margar kynslóðir. „Við erum þrjú sem eru afkomend- ur jarðarinnar. Við höfum mjög sterk tengsl við bæinn, enda er saga við hverja einustu þúfu. Við höfum líka rætt það að við ætlum ekkert að selja bæinn úr ættinni,“ segir Pálína sem getur vel séð fyrir sér að flytja alfarið aftur í sveitina einn daginn. „Þetta er náttúru- lega eitthvað sem ég hef alist upp í svo ég þekki ekki neitt annað, en ég held það sé mjög gott fyrir alla að prófa að vera í sveit. Það er allt öðruvísi líf en lífið í bænum.“ Kindur kúra og fara í bað „Við erum líka með kýr, hesta og nokkrar hænur en kindur eru uppáhaldið mitt,“ segir Pálína sem á sér margar uppáhalds kindur. Á myndunum sem hún tekur fyrir instagram-síðuna sýnir Pálína gjarnan hvað kindur eru vinalegar og að hver og ein sé með sinn eigin persónuleika. „Ég held að eitt af því sem fólki finnst sjarmerandi er að ég er alltaf að sýna tengingu við dýr sem fólk átt- ar sig ekkert á að séu með svona stóran persónuleika.“ Pálína segir kindurnar líka haga sér eins og hunda en hún hefur í gegnum tíð- ina tekið inn í hús heimaalninga sem búa inni í húsi, fara stundum í bað og kúra með henni á nótt- unni. Sláturtíð á haustin er því Pálinu mjög erfið og er hún lítið heima við á þeim mánuðum. „Eins og kindurnar mínar, sem hafa ver- ið heimaalningar og ég hef verið að knúsast í, þær eru ekkert send- ar í burtu. Þær eru bara heima þar til þær deyja af náttúrulegum orsökum,“ segir Pálína sem var til að mynda með kind á stúd- entsmyndinni sinni. „Það stóð að maður mætti koma með gæludýr,“ segir hún og skellihlær. Konan sem kúrir með kindum Gæludýr skipa stóran sess í hjörtum margra en þá er yfirleitt um að ræða snotra ketti eða káta hvutta. Uppáhaldsdýr Pálínu eru hinsvegar kindurnar, enda missir hún aldrei af sauðburði. Pálína heldur líka úti vinsælum instagram- aðgangi undir heitinu farmlifeiceland þar sem yfir 24.000 manns fylgjast með ævintýrum hennar í sveitinni. Glænýtt, frábært hlaðvarp Aðdáendur hlaðvarpsins Serial geta nú glaðst því að nýtt æsispennandi hlaðvarp úr sömu smiðju er komið á veraldarvef- inn og þar af leiðandi í snjallsím- ana. Blaðamaðurinn Brian Reed fékk fyrir nokkrum árum póst frá karlmanni nokkrum, búsettum í litlum bæ í Alabama í Bandaríkj- unum. Manni þessum, sem nefnist John, er vægast sagt mjög illa við bæinn sinn og íbúa hans enda var titill póstsins „John B McLemore býr í Skítabæ Alabama.“ En nafn hlaðvarpsins S-town er einmitt dregið frá þessum skondna pósti. John biður Brian um að rannsaka ungan son moldríkra íbúa bæj- arins sem John segir hafa verið að monta sig af því að hafa myrt annan pilt. Brian fer að þreifa fyrir sér og kemur þá ýmislegt í ljós. Æsispennandi hlaðvarp og ekki skemmir skemmtilegur suður- ríkjahreimur John fyrir. | bsp Aðdáendur sauðkindarinnar sameinast Íslenska sauðkindin hefur nú eignast aðdáendasíðu á facebook þar sem velgjörðarmenn úr öllum heimshornum geta komið saman og dáðst að eiginleikum hennar. Síðan nefnist The Icelandic Sheep Fan Club og tilgangur henn- ar er að heiðra íslensku sauðkindina sem hefur haldið lífi í Íslendingum á dramatískustu stundum sögunnar sem markast af einangrun, slæmu veðurfari, hungri og hryllilegum atburðum, líkt og segir á síðunni, að sjálfsögðu á ensku. Þar sem síðan fór frekar nýlega í loftið er ekki mikið efni kom- ið inn á hana, en fólk er meðal annars hvatt til að setja inn mynd- ir og nöfn á uppáhaldskindunum sínum. Þá er fjallað um hönnun tengda sauðkindinni og sagt frá afrekum íslenskum sauð- fjárbænda á erlendri grundu. | slr Hlaðvarpið S-town er frábært nýtt hlaðvarp þar sem blaðamaðurinn Brian og suðurríkjamaðurinn John rannsaka morðmál. „Lafa mín var svona aumingi sem bjó inni í nokkrar vikur og fór í bað á hverj- um degi. Hún var líka með bleyju og hoppaði líka upp í til mín á morgnana og við kúrðum til hádegis.“ Mynd | Rut Pálína elskar kindur, enda eru þær uppáhaldsdýrin hennar. Hún heldur úti instagram-að- ganginum farmlifeiceland þar sem yfir 24 þúsund manns fylgjast með lífinu í sveitinni. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.