Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 4

Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 4
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hyggst í byrjun febrúar leggja fram tillögu í borgarstjórn um að borgar- yfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Svein- björg segir snjallsímanotkun grunnskólabarna á skólatíma vera vaxandi vandamál en hún hefur fulla trú á að hægt sé að koma böndum á notkun símanna. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona missti Lúðvík Steinarsson, lögmann og formann þorra- blótsnefndar, í gólfið á þorra- blóti Stjörnunnar um síðustu helgi. Atriðið var að sögn Ólafíu vel æft en hlutirnir fóru úrskeiðis þegar á hólminn var komið. Lögmaðurinn er lemstraður eftir útreiðina en á batavegi. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra svaraði bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um þá aðila sem ráðherrann ráðfærði sig við vegna skipunar dómara við Landsrétt. Sagði hún að líkast til myndi hún greina frá öllum sam- skiptum sínum við umboðsmann. Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 ÖLL BRAUÐ Á 25% AFSLÆTTI ALLA MÁNUDAGA • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS www.bjornsbakari.is NeyteNdur Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að  draga úr sykri í vöru- línum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuld- bindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggju- raddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, mark- aðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vöru- tegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykur minnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum til- vikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undir staðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gos- drykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum. – smj Áfram sama sykurmagn í klassísku kóki Svona líta sykurmolarnir 54 í kók­ lítranum út. Fréttablaðið/anton brink Þrjár í fréttum Símabann, fall og ráðherraraunir tÖLur VIKuNNAr 21.01.2018 tIL 27.01.2018 26 börn eru nú á leikskólaaldri á Kirkjubæjarklaustri. Hefur þeim fjölgað úr 13 í 26 á einu ári og bið- listi myndast. Var því nýlega ákveð- ið að kaupa færanlega kennslu- stofu fyrir 11 millj- ónir króna til þess að koma öllum fyrir. 3,2 milljarða króna fram- kvæmdum hefði þurft að ljúka til að kísilver United Silicon hefði talist fullklárað. Félagið lýsti sig gjaldþrota fyrr í vikunni eftir samfellda raunasögu sem var á köflum nánast reyfarakennd. 2.000 krónur er fermetra- verðið í Mathöllinni á Hlemmi sam- kvæmt leigusamn- ingi sem gerður var við Eignasjóð Reykjavíkurborgar. Í heild kostar leigan rúmlega milljón krónur á mánuði en húsnæðið er 529 fermetrar að stærð. 1.982 tonn voru flutt af kló- settpappír hingað til lands frá maí til nóvember í fyrra. Er um talsverða aukningu að ræða en á sama tímabili árið 2016 voru flutt inn tæplega 1.234 tonn af klósettpappír. 11% forstjóra hundrað stærstu fyrirtækja lands- ins eru konur en 89 prósent karlar. Þrátt fyrir það voru tveir af hverjum þremur nemendum sem útskrifuðust úr HÍ og HR í fyrra kon- ur en einungis þriðjungur karlar. 1.450 hreindýr má veiða á þessu ári en umhverfis- og auðlindaráð- herra gaf í vikunni út kvóta. Þá er gert ráð fyrir 1.061 kú og 389 törfum. Fjölgunin milli ára nemur 135 dýrum. SAmgÖNgur „Um leið og stjórnin bregst við  og breytir  þessu  þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guð- mundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldurs- marka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót  viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hag- ræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunn- in, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldurs- mörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó. mikael@frettabladid.is Aldursmörk hjá Strætó setja öryrkja í þriggja ára tómarúm Öryrkjar verða ellilífeyrisþegar við 67 ára aldur og missa þá örorkuafslátt sinn af fargjöldum Strætó. Af- sláttarkjör fyrir eldri borgara miðast hins vegar við 70 ára aldur og þurfa öryrkjar því að greiða fullt verð í millitíðinni. Strætó segir að vandamálið hafi hingað til verið leyst í samvinnu við viðskiptavinina sjálfa. brúa þarf þriggja ára bil milli örorkuafsláttar og eldri borgara afsláttar hjá Strætó með fiffi. Fréttablaðið/anton brink Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni. Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó 2 7 . j A N ú A r 2 0 1 8 L A u g A r d A g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t A B L A ð I ð 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -5 5 E 0 1 E D 8 -5 4 A 4 1 E D 8 -5 3 6 8 1 E D 8 -5 2 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.