Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 6
TAO Apartments Hotel Costa Caleta Occidental Jandia Playa Hotel Labranda Cactus Garden Hotel Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 86 13 3 Frá kr. 69.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 89.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð. Frá kr. 104.895 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 104.895 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 123.895 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Frá kr. 115.245 m/hálft fæði innif. Netverð á mann frá kr. 115.245 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölsk.herb. Netverð á mann frá kr. 131.795 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Frá kr. 112.795 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 112.795 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu. Netverð á mann frá kr. 147.595 m.v. 2 fullorðna í svítu. Bókaðu sól FUERTEVENTURA 12. febrúar í 10 nætur Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann Frá kr. 89.995 Frá kr. 69.995 SAMFÉLAG „Allar konur geta lent í ofbeldi, en eðli þess er annað, þegar um er að ræða konur af erlendum uppruna. Kona sem kemur frá öðru landi er berskjölduð, með engan stuðning. Það er kannski engin fjölskylda og enginn skilningur á hennar stöðu. Svo er hún einangruð og er sagt að þegja ef hún kvart- ar. Bara, velkomin til Íslands,“ segir Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna, eða W.O.M.E.N. Shelagh  telur  að í kjölfarið á þessum frásögnum sé mikilvægt að upplýsingum sé komið til kvenna, um allt land, um aðstoð og vernd sem þær eiga rétt á. „Það geta auðvitað allar konur lent í ofbeldi, en það sem vantar fyrir konur af erlendum uppruna er sama upplýsingagjöf og til íslenskra kvenna,“ segir Shelagh. Næsta skref- ið sé að reyna að koma jafn miklu af upplýsingum til þessara kvenna. „Sérstaklega ef þær eru fastar heima. Það gengur ekki að þær fái einungis upplýsingar fá karlinum sem er að beita þær ofbeldi, eða vinnuveitanda sem er að ljúga að þeim. Það vantar einhvern full- trúa án fordóma, sem ekki er undir áhrifum frá vinnuveitendum og er einfaldlega algerlega hlutlaus.“ Shelagh vill að brugðist verði við sögunum. Kannski helst úti á landi, þar sem er ekki sama þjónusta í boði og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé mögulega brýnna að konur geti sótt sér upplýsingar og aðstoð, því þar séu þær jafnvel enn einangraðri. „Ég vil að það sé einhver í hverj- um bæ og þorpi, skilgreindur, sem hægt er að leita til. Það væri gott ef sveitarfélögin gerðu það. Þau eiga auðvitað að taka ábyrgð á íbúum sínum,“ segir Shelagh. Að sögn Shelagh getur margt stjórnað því að konur segi ekki frá og samþætting við íslenskt samfélag Ofbeldið gegn erlendu konunum annars eðlis Varaformaður W.O.M.E.N., félags kvenna af erlendum uppruna, telur mikilvægt að bæta upplýsingagjöf til þessa hóps og tryggja að gætt sé að réttindum allra. Hún segir hópinn vera sérstaklega berskjaldaðan og oft með engan stuðning. ✿ Hlutfall af erlendum uppruna 5% 24% 31% Stígamót Saman gegn ofbeldi: Heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu Kvennaathvarfið 20% 11% Barnaverndarstofa Bjarkarhlíð geti að mörgu leyti verið betri. „Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Þær eru hræddar við að missa heimilið, börnin sín, eða jafn- vel verða sendar úr landi. Einfald- lega af því að það er búið að segja það við þær, eitthvert bull. Eina upplýsingagjöfin er mögulega frá manni sem er að beita þær ofbeldi,“ segir Shelagh. W.O.M.E.N hefur síðastliðin tvö og hálft ár boðið upp á jafningja- ráðgjöf. Það er ókeypis þjónusta þar sem ráðgjafar samtakanna annað- hvort aðstoða konurnar eða leið- beina þeim um hvar eða hvernig þær geti leitað sér hjálpar. Frá því að þær byrjuðu að bjóða upp á slíka ráðgjöf hafa 40 til 60 konur leitað til þeirra á skrifstofuna og svo fá þær yfirleitt eitt til þrjú símtöl á viku. Ráðgjöfin er í boði tvisvar í mánuði, á þriðjudagskvöldum. Þar eru ráðgjafar sem tala ýmis tungu- mál, meðal annars íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, taílensku og spænsku. lovisaa@frettabladid.is Hræðsla getur auðvitað stjórnað því að miklu leyti hjá konum af erlendum uppruna hvort þær segi frá eða ekki. Shelagh Smith, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna SAMGönGuMáL Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórn- völd að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsam- gangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveim- ur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferða- skrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyr- ar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjón- ustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetr- armánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflug- völl á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikil- vægt sé að ráðast í að stækka flug- hlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kort- leggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“ – sa Aukning í flugi kallar á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli að sögn ráðherra Að mati Sigurðar Inga þarf að leggja fé í flugvelli á landinu. Nefnd á vegum ráðuneytisins kortleggur nú innanlandsflugið. FréttAblAðIð/VIlhelm Sigurður Ingi Jóhannsson. 2 7 . j A n ú A r 2 0 1 8 L A u G A r D A G u r6 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A ð i ð 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -6 9 A 0 1 E D 8 -6 8 6 4 1 E D 8 -6 7 2 8 1 E D 8 -6 5 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.