Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 8

Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 8
Hann er kominn til landsins og tilbúinn í ævintýrin með þér; nýr KAROQ – með snjallar lausnir og tækninýjungar sem gera aksturinn öruggari og skemmtilegri. Komdu og sjáðu nýjan ŠKODA KAROQ og endurnýjaðu tengslin við það sem drífur þig áfram í lífinu. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.skoda.is KAROQ OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Í LÍFINU NÝR ŠKODA KAROQ KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. Fjölmiðlar Yfirgnæfandi stuðn- ingur er við þá tillögu nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla að færa áskriftartekjur íslenskra fjölmiðla í neðra þrep virðisaukaskatts. Af þeim 39 þing- mönnum sem Fréttablaðið náði sambandi við og tóku afstöðu til málsins voru aðeins sex andvígir tillögunni; þingmenn Viðreisnar og Vinstri grænna, auk Sjálfstæðis- mannsins Brynjars Níelssonar. Í skýrslu nefndarinnar, sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, hefur fengið, er að finna tillögur í sjö liðum. Ein þeirra snýr að því að sala og áskriftir dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi, skatt- leggist í sama skattþrepi og falli í lægra þrep virðisaukaskatts, 11 pró- sent. Lilja vill ráðast strax í að endur- skoða skattalegt umhverfi fjölmiðla. Meirihluti nefndarinnar telur að áskriftir hljóð- og myndmiðla, bæði í línulegri dagskrá og hljóð- og mynd- efni eftir pöntun, skuli einnig falla undir lægra þrepið. Í dag greiða fjöl- miðlar 24 prósenta virðisaukaskatt af áskriftum á rafrænu formi. Sala á áskriftum á pappírsformi fellur undir 11 prósenta virðisaukaskatt. Nefndinni þótti ekki fýsilegur kostur að afnema virðisaukaskatt af sölu áskrifta. Hefð hafi skapast fyrir því að íslenskir fjölmiðlar bjóði efni sitt frítt í formi fríblaða eða á frétta- vefjum sínum, ólíkt því sem gerist víða erlendis. Aðgerðin hefði því ekki sömu áhrif hér og til dæmis í Noregi, þar sem sú leið hefur verið farin. Páll Magnússon, Sjálfstæðis- maður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir við Fréttablaðið að hann sé hlynntur því að greinin greiði lægri virðisaukaskatt en að veitur sem miðli erlendu efni, svo sem staf- rænar kvikmyndaleigur, greiði hefð- bundinn skatt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður Vinstri grænna, segir við Fréttablaðið að hún vilji ræða skattalegt umhverfi fjölmiðla með heildstæðum hætti. „Þetta með áskriftirnar nýtist sumum og öðrum ekki,“ segir hún. Fréttablaðið spurði þingmennina einnig hvort þeir teldu rétt að ganga enn lengra og færa virðisaukaskatt af sölu auglýsinga niður í neðra skattþrep. Fáir treystu sér til að taka afstöðu til spurningarinnar. Átta þingmenn sögðust því fylgjandi en níu voru á móti. Í þeim svörum voru flokkslínur ógreinilegar. baldurg@frettabladid.is Þingið vill lægri skatt á fjölmiðlaáskrift Tillaga nefndar um einkarekna fjölmiðla um að færa virðisaukaskatt af áskriftum íslenskra fjölmiðla niður í lægra skattþrep nýtur mikils stuðnings á Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er þó á móti. Aðgerðin muni bara gagnast sumum fjölmiðlum, en ekki öllum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það forgangs- mál að endurskoða skatta umhverfi fjölmiðla í landinu. FréttAbLAðið/Ernir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast ekki að færa virðisaukaskatt af áskriftum í lægra skattþrep, það komi bara sumum til góða. FréttAbLAðið/StEFán Ég er ekki hlynnt því að eingöngu áskriftarfjölmiðlar á borð við Morgunblaðið og Við- skiptablaðið fái sérmeðferð með sérstökum skattaaf- slætti. Við þurfum auðvitað að skoða þetta umhverfi heildstætt og finna lausn sem gagnast öllum fjölmiðlum á markaði en ekki sumum. Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir, þing- maður VG Ég get ekki stutt tillögu sem virðist þjóna hagsmunum tiltek- inna fjölmiðla umfram annarra. Það verður að gera kröfu um að við endur- skoðun sé tekið tillit til heildarmyndarinnar. Mark- miðið er jú að jafna sam- keppnisstöðuna, ekki skekkja hana enn frekar. Ekki satt? Hanna Katrín Friðriksson, þing- maður Viðreisnar 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -7 D 6 0 1 E D 8 -7 C 2 4 1 E D 8 -7 A E 8 1 E D 8 -7 9 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.