Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 12

Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 12
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2018 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteigna- gjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2018, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á gjalddögum 3. febrúar, 4. mars, 2. apríl, 2. maí, 2. júní, 2. júlí, 4. ágúst, 1. september og 2. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 3. febrúar. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fasteigna- skatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig að óbreyttu lækkun fasteigna skatts og fráveitugjalds fyrir árið 2018 að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiða. Fjármálaskrifstofa framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi eftir yfirferð skattframtala elli- og örorku lífeyrisþega. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2016. Þegar álagning vegna tekna ársins 2017 liggur fyrir haustið 2018, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega.  Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna niður- fellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2018 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 3.910.000 kr.  Samskattaðir aðilar með tekjur allt að 5.450.000 kr. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 kr.  Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 kr.  Samskattaðir aðilar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upp lýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2018 Borgarstjórinn í Reykjavík, 27. janúar 2018. www.reykjavik.is Norður-Kórea Þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt í ágúst að banna öll viðskipti með kol frá Norður-Kóreu hefur einræðisríkið haldið áfram útflutningi og að minnsta kosti þrisvar flutt kol til rússnesku hafnar- borganna Nakhodka og Kholmsk. Þar voru flutningaskipin affermd og send áfram til Suður-Kóreu og Japans. Frá þessu greindi Reuters í gær og vitnaði í heimildarmenn sína innan úr þremur vesturevrópskum leyniþjónustustofnunum. Samkvæmt einum nafnlausum heimildarmanni miðilsins komu kolin til Japans og Suður-Kóreu í október. Þetta staðfesti annar heim- ildarmaður innan bandarískrar leyniþjónustu og sagði þessi við- skipti enn vera stunduð. Dmitrí Peskov, talsmaður rúss- nesku ríkisstjórnarinnar, sagði Rússa hafa í einu og öllu farið eftir alþjóðalögum. „Rússland er ábyrgur meðlimur heimssamfélagsins,“ sagði Peskov við blaðamenn. Rússneski miðillinn Interfax hafði það eftir heimildarmanni í rússneska sendiráðinu í einræðis- ríkinu að Rússar hefðu ekki keypt kol af Norður-Kóreumönnum og að kol hefðu heldur ekki farið frá Norður-Kóreu til annarra landa í gegnum rússneskar hafnir.  Reuters sagði frá því að þeir lög- fræðingar sem miðillinn ræddi við hefðu sagt að aðgerðir Rússa væru brot á samþykktum öryggisráðsins. Miðillinn gerði hins vegar þann fyrirvara við umfjöllun sína að ekki hefði verið hægt að staðfesta hvort kolin sem komu til Rússlands væru þau sömu og fóru til Suður-Kóreu og Japans né hvort eigendur skip- anna sem fluttu kol frá Rússlandi til ríkjanna tveggja hefðu vitað hvaðan kolin komu. „Það er klárt mál að Rússar þurfa að standa sig betur. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Rússland, eru skyldug til þess að fylgja þvingununum eftir og við búumst við því að það sé gert,“ sagði upplýsingafulltrúi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins. Í desember greindi Reuters frá því að rússnesk olíuskip hefðu séð Norður-Kóreumönnum fyrir olíu. Þá sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í samtali við miðil- inn þann 17. janúar að Rússar væru að aðstoða einræðisríkið og sjá því fyrir birgðum sem gengi þvert gegn samþykktum öryggisráðsins. thorgnyr@frettabladid.is Norðurkóresk kol millilenda í Rússlandi þrátt fyrir þvinganir Leyniþjónustustofnanir í Evrópu eru sammála um að Norður-Kóreumenn selji enn kol, þvert gegn sam- þykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Talið að kolin fari fyrst til Rússlands og þaðan meðal annars til Suður-Kóreu og Japans. Rússar segjast fylgja alþjóðalögum alfarið og hafna því að þeir hafi brotið af sér. Frá höfninni í Nakhodka á Kyrrahafsströnd Rússlands. NoRdicphotos/AFp SýrlaNd Tyrkneski herinn er tilbú- inn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, her- sveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. Manbij er nú undir stjórn YPG en bandarískir hermenn hafa all- nokkrir aðsetur í borginni eftir að hernaðarbandalaginu gegn ISIS tókst að vinna borgina af skærulið- um árið 2016. Rétt eins og Tyrkir og Bandaríkjamenn eru Kúrdar aðilar að bandalaginu. Tyrkir telja YPG hins vegar hern- aðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) en flokkurinn er álitinn hryðjuverkasamtök af bæði Atlants- hafsbandalaginu og Evrópusam- bandinu. Því eru Bandaríkjamenn ekki sammála. Erdogan sagði í gær að það þyrfti að „hreinsa Manbij“ og átti við að uppræta þyrfti hryðjuverkamenn- ina úr YPG úr borginni. Bandaríkjamenn hafa verið í borginni frá því í mars 2017 en þá tókst þeim að fá Tyrki til þess að hætta við áform sín um að taka borgina og í staðinn myndi YPG færa sig austur yfir ána Efrat. Það gerðist hins vegar aldrei og telur BBC líklegt að innrás Tyrkja nú gæti leitt til átaka á milli Bandaríkja- manna og Tyrkja. – þea Tyrkir hyggjast sækja að Írak BretlaNd Sex af hæst launuðu karl- kyns starfsmönnum BBC, breska ríkis útvarpsins, hafa samþykkt að taka á sig launalækkun eftir að í ljós kom að mikill munur var á launum kynjanna hjá miðlinum. Frá þessu greindi BBC í gær en í upphafi árs sagði Carrie Gracie, ritstjóri BBC í Kína, af sér í mótmælaskyni. „Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Ég styð kvenkyns samstarfsfólk mitt heilshugar,“ sagði Jeremy Vine, einn sexmenninganna. Laun hans voru um 700 þúsund pund á ári fyrir lækkun- ina en óljóst er hver þau eru nú. – þea Karlmenn hjá BBC taka á sig launalækkun SviSS Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, hét því í gær á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss að hann ætlaði að ráðast gegn ósanngjörnum viðskiptaháttum þeirra ríkja sem versla við Banda- ríkin. Sagði hann að „ránviðskipti“ hefðu slæm áhrif á bandarískan efna- hag og hann myndi ekki lengur líta fram hjá slíkum viðskiptaháttum. „Við munum alltaf setja Banda- ríkin í fyrsta sæti þegar kemur að viðskiptum. Það þýðir hins vegar ekki að Bandaríkin ætli að standa ein. Við erum opin fyrir áframhaldandi viðskiptum,“ sagði Trump. Boðskapur Trumps og viðskipta- stefna hans, sem hann kallar „Amer- ica First“, þykir vera á skjön við til- gang fundarins en markmið hans er að ýta undir hnattvæðingu og alþjóðasamstarf. – þea Trump ætlar að ráðast gegn ránviðskiptum donald trump, forseti Bandaríkj- anna. NoRdicphotos/Getty 2 7 . j a N ú a r 2 0 1 8 l a u G a r d a G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -6 4 B 0 1 E D 8 -6 3 7 4 1 E D 8 -6 2 3 8 1 E D 8 -6 0 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.