Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 18
Smith & Norland er framúrskarandi fyrirtæki Smith & Norland hlaut fyrir stuttu viðurkenningu Creditinfo fyrir að hafa verið Framúrskarandi fyrirtæki árið 2017, annað árið í röð. Creditinfo framkvæmir árlega fjárhagslegt styrk- og stöðugleikamat á fyrirtækjum landsins. Með tilliti til ársins 2017 uppfylla 2,2% allra íslenskra fyrirtækja þau skilyrði sem Creditinfo setur þeim til að geta talist Framúrskarandi fyrirtæki. Við erum stolt af árangri fyrirtækisins og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Við viljum nýta tækifærið og þakka góðu starfsfólki og traustum viðskiptavinum þennan góða árangur. fótbolti Crosthwaite-fjölskyldan hafði kært Chelsea til borgarráðsins í Hammer smith og Fulham vegna áætlana félagsins um að byggja nýjan 60 þúsund manna völl en hann mun kosta allt að einum milljarði punda. Sumir breskir fjölmiðlar hafa reyndar dregið úr þessum kostnaði og sagt hann vera nær 500 milljónum punda. Í kærunni var vísað til þess að íbúar eigi rétt á sólarljósi en nýi völlurinn mun koma í veg fyrir að sólarljós nái í gegnum fjóra af fimm gluggum á húsi Crosthwaite-fjöl- skyldunnar. Borgarráðið hefur tekið kæruna fyrir og vísað henni frá enda eru öll leyfi komin fyrir vellinum og ekki er hægt að kæra borgarráðið til hæstaréttar. Crosthwaite-fjölskyldan er að íhuga næstu skref og að sögn BBC hefur lögmaður hennar sagt að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli. Húsið sem Crosthwaite-fjölskyld- an á er ekkert slor og er fasteigna- mat þess um fjórar milljónir punda. Þetta eru því engir vitleysingar. Fjöl- skyldan vill fá 20 milljónir punda í bætur ef nýi völlurinn verði byggður. Þriggja herbergja íbúð í götunni seld- ist á um tvær milljónir punda í fyrra. Fjölskyldan hefur búið nánast ofan í Stamford Bridge í rúm 50 ár. Chelsea hefur að sögn BBC boðið fjölskyldunni yfir milljón pund í bætur en það var afþakkað. Chelsea sótti um að rífa núver- andi leikvang í nóvember 2015 en áætlanir félagsins hafa tafist töluvert vegna íbúa í grennd við Stamford Bridge. Félagið hefur þegar greitt um 50 íbúum skaða- bætur vegna þess að sólin mun skína minna inn í stofur þeirra og útsýni skerðist. Í nágrannakynn- ingu voru þó 97 prósent nágranna samþykkir áformum Chelsea. Chelsea hefur bent á að sjö millj- ónir punda fari í innviði í hverfinu og að 2,4 milljónir gesta muni heim- sækja nýjan völl. Hverfið muni því blómstra sem aldrei fyrr. Borgarstjórinn í London, Sadiq Khan, skrifaði svo upp á teikningarn- ar fyrir um ári og allt virtist klappað og klárt en hjónakornin Nicolas og Lucinda Crosthwaite voru ekki til í að kvitta upp á hvað sem er. Þau eru ekki á móti nýjum velli en finnst að austurstúkan, þar sem Chelsea ætlar að hafa allar sínar fínu veislur og sína mikilvægustu gesti, sé of há og vilja að arkitektastofan Herzog & de Meuron endurhanni þann hluta. Þau benda á Emirates- völlinn, heimavöll Arsenal, en þar fara 16 prósent undir hina mikilvægu gesti. Á nýjum Stamford Bridge-leik- vangi verður hlutfallið 28 prósent. Eigandi Chelsea, Roman Abramo- vich, er trúlega ekki vanur að láta einhverja meðaljóna stoppa sig og lögfræðingateymi hans hefur, sam- kvæmt breskum fjölmiðlum, unnið dag og nótt að því að finna leið til að fá völlinn samþykktan. Og það hafðist að lokum í vikunni. Chelsea er enda langt á eftir öðrum liðum þegar kemur að fjölda áhorfenda á heimavelli. Arsenal, West Ham og Tottenham eru öll með mun fleiri áhorfendur en Stamford Bridge er sjöundi stærsti völlurinn í ensku úrvalsdeildinni. Talið er að Chelsea geti byrjað að spila á hinum nýja heimavelli tíma- bilið 2024-2025. Þangað til verður líklega notast við Wembley líkt og Tottenham hefur þurft að gera. benediktboas@365.is Hinn mikli Golíat sigrar Davíð í London Chelsea getur brátt hafist handa við að rífa Stamford Bridge og byggja glænýjan og rándýran völl eftir að bæjarráð vísaði kvörtun ná- granna frá. Crosthwaite-fjölskyldan segir að nýi völlurinn komi til með að hindra útsýni og hefta aðgang að sólarljósi og vill bætur. Svona mun nýr Stamford Bridge-leikvangur líta út þegar hann verður tekinn í notkun á öndverðum næsta áratug. Súlur og múrhleðslur munu setja svip á hinn nýja 60.000 sæta leikvang. Nfl Ofurskálin eða SuperBowl fer fram sunnudagskvöldið 4. febrúar og eru íþróttabarir landsins komnir með starfs- leyfi þessa nótt til að hafa opið til lokaflauts. Tom Brady og félagar í New England Patriots mæta þá Philadelphia Eagles. Borgarráð leyfði American Bar að hafa opið til fjögur um nóttina eins og Keiluhöllinni í Egils- höll, Lebowski Bar og Dubliner. Enski barinn, Bjarni Fel, Ægis- garður og Ölver fá að hafa opið hálftíma lengur eða til 04.30. Svo virðist sem NFL- stuðningsmenn á Íslandi séu prúðir með ein- dæmum en í áliti sem lögreglan gaf kom í ljós að engar kvart- anir höfðu borist inn á borð til hennar. – bb Leyfin fyrir Superbowl dottin í hús 2 7 . j a N ú a r 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r18 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -4 C 0 0 1 E D 8 -4 A C 4 1 E D 8 -4 9 8 8 1 E D 8 -4 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.