Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 25

Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 25
máli hvað nágrannarnir tóku vel á móti þeim. „Mér fannst smæðin á skólanum líka mjög heillandi,“ segir Drífa sem var farin að hafa töluverðar áhyggjur af þessum stöðugu flutningum þeirra mæðgna. „Þú vilt vera í skólahverf- inu þínu og eignast vini en hvernig átt þú að geta gert það ef þú ert alltaf að flytja?“ Rétt fyrir klukkan tvö fer Unnur amma út á horn að sækja Svanhildi litlu sem kemur þá heim með skóla- bílnum. Inn kemur sú stutta eins og stormsveipur. „Ég gleymdi húfunni og vettling- unum í rútunni,“ tjáir hún móður sinni áköf. Svanhildur heldur þó enn sam- bandi við vinina í Hafnarfirði og fer þangað aðra hverja helgi til pabba síns. Hún skrifar líka vinunum í borginni reglulega sendibréf og heldur þannig í vinahópinn. Samfélagsleg ferðaþjónusta Eftir flutningana fékk Drífa þá flugu í höfuðið að hún vildi gera meira í þorpinu varðandi ferðamennsku. Einn daginn var hún á gangi með hundinn sinn þegar hún hitti konu með svipaðar hugmyndir. Drífa og samstarfskona hennar, Vigdís Sig- urðardóttir, enduðu á því að sækja saman um styrk til að þróa svokall- aða samfélagslega ferðaþjónustu. Svona gerast hlutirnir nefnilega í sveitinni. „Ég vildi finna flöt þar sem væri hægt að gera meira í þorpinu, skapa eitthvað meira. Það er alveg hellingur af ferðamönnum hérna en vantar svolítið við að vera. Mig langaði að bjóða fólki í mat eða fara í göngu- túra og Vigdís var með svipaðar hugmyndir.“ Þær Drífa og Vigdís fóru því á stúfana til þess að finna út hvað þorpsbúar vildu sjá varðandi ferða- mennina. „Við viljum finna út hvernig við getum uppfyllt óskir þorpsbúanna varðandi ferðamennsku,“ segir Drífa. Í síðasta mánuði fengu þær úthlutað styrk frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga til þess að þróa hug- myndina um samfélagslega ferða- þjónustu á svæðinu. Þegar innt er eftir því hvernig þær stöllur hyggjast komast að því hvað þorpsbúar vilja er svarið einfalt, þær ætla einfaldlega að ganga í hús. Vöruskipti með vínarbrauð Þær mæðgur fengu ágætis garð með húsinu og hafa nýtt hann vel. Í sumar ræktaði Drífa þar kartöflur, rabar- bara, baunir og jarðarber og er búin að byggja moltugerðartunnu til þess að endurnýta lífrænan úrgang. „Garðurinn við húsið var alveg óskrifað blað. Ég er mikið að reyna að kaupa ekki of mikið af hlutum til að hafa í garðinum, frekar nýta það sem fellur til annars staðar,“ segir Drífa sem útbjó til að mynda gróðurker úr gömlum fiskikörum sem þær fengu frá nágrannanum. Pallurinn við húsið er líka endurunn- inn en hann er byggður úr gömlum vörubrettum. „Við viljum ekki henda neinu og vera eins umhverfisvænar og við getum.“ Í gömlu fiskikörunum sem Drífa fékk gefins ræktar hún kartöflur og jarðarber yfir sumarmánuðina. „Meira að segja spýturnar eru endurnýttar,“ segir Drífa og bendir á spýtur sem notaðar voru til að smíða utan um körin. „Þetta eru afgangsspýtur sem ég fékk frá tré- smið á Stokkseyri. Ég þurfti að borga fyrir þær tvær vínarbrauðslengjur og tvo poka af kaffi. Svona er þetta hér í sveitinni.“ Þrátt fyrir að flest í garðinum sé endurnýtt má þar finna einn aðkeyptan hlut, garðbekk sem þær mæðgur keyptu á Litla-Hrauni. „Við köllum þetta sakamanna- bekkinn,“ segir Drífa og hlær. „Því hann er smíðaður á Litla-Hrauni. Þar getur maður keypt garðhúsgögn og fuglahús og okkur fannst alveg kjörið að styðja við iðnað á svæðinu. Svo er hann líka brennimerktur Litla- Hrauni.“ Tvítar um Eyrarbakka Garður mæðgnanna er þó ekki ónýttur meðan snjórinn fellur og á meðan vetrarhörkur ríkja á landinu sækja þangað smáfuglar í mat. „Við erum með svona fimmtíu fugla í mat á hverjum degi,“ útskýrir Unnur. „Það er svo mikill vilji hjá fólki til að sýna hvað þorpið okkar er fallegt, ég er búin að búa hérna í ár og ég er strax farin að segja þorpið okkar. Það er ekkert sjálfgefið.“ Drífa hefur verið dugleg að segja frá lífinu á Eyrarbakka á samfélags- miðlinum Twitter þar sem hún er með töluvert af fylgjendum. Að eigin sögn langaði hana helst að halda utan um alla þessa reynslu, sem flutningarnir eru, en hún vissi sjálf lítið hvað hún var að fara út í. „Ég fór ekki einu sinni í sveit og fólk er mikið búið að hlæja að mér því ég veit ekkert í sambandi við sveitina. En mér finnst bara gaman að leyfa öðrum að vera með í þessu.“ Að gera grín að sjálfum sér Það má með sanni segja að þær Drífa, Unnur og Svanhildur litla séu himin- sælar með nýja lífið á Eyrarbakka. „Ég fer alltaf minna og minna í bæinn,“ segir Drífa sem kveðst nýta sér óspart heimsendingu á hlutum. Enda er pósturinn á Eyrarbakka alveg frábær að sögn Drífu. „Ef maður er ekki heima skilur pósturinn bara pakkann eftir fyrir utan. Þetta er alveg svona fílingur hérna og þegar maður er úti þá veifar maður öllum.“ Unnur er úr Vestmannaeyjum en Drífa og Svanhildur hafa alla tíð búið í borginni. Því hljóta það að hafa verið töluverð viðbrigði fyrir þær að flytja í svona smábæ. Drífa segir að slíku verði bara að taka með léttleika. Þegar talið berst að þorrablótum Sunnlendinga fer Drífa að hlæja. „Maður verður að geta gert grín að sjálfum sér. Ég hef aldrei búið annars staðar en í borginni þannig að ég veit ekkert hvað verið er að tala um.“ Móðir hennar bætir við: „Ég þekki muninn á kótelettum og lærisneið- um,“ segir hún og þær mæðgur skella báðar upp úr yfir þekkingarleysinu. „Ég viðurkenni það alveg fúslega og geri bara grín að mér fyrir vikið, maður má ekki taka sjálfan sig of hátíðlega,“ segir Drífa. Ég var alveg: hver býr á eyrarbakka? Drífa Pálín Vísindasmiðja HÍ býður gestum að taka þátt í tilraunum, þrautum og leikjum í vísindahúsi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins sem kynna undraverða eiginleika ljóss, lita, hljóðs og rafmagns. Kannaðar verða stjörnur, sólir og tungl undir leiðsögn Sævars Helga Bragsonar og gestum boðið að spreyta sig á að búa til einfalt vasaljós. Boðið verður upp á heitt kakó og kruðerí. Aðgangur er ókeypis í garðinn á meðan viðburðurinn fer fram. Rafmögnuð stemning í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Veitur og Orka náttúrunnar bjóða upp á skemmtun og fræðslu um rafmagn fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 27. janúar kl. 13–16. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 2 7 . j A n ú A R 2 0 1 8 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 8 -8 7 4 0 1 E D 8 -8 6 0 4 1 E D 8 -8 4 C 8 1 E D 8 -8 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.