Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 28

Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 28
Nemendur í skólum sem innleitt hafa l e st ra ra ð f e r ð i n a B y r j e n d a l æ s i (BL), taka ekki meiri framförum í íslensku en jafnaldrar þeirra, ef marka má niðurstöður úr samræmd­ um íslenskuprófum 4. bekkjar. Á þriggja ára tímabili eftir að BL hefur verið innleitt fá börn í fjórða bekk í þeim skólum að jafnaði örlítið lakari einkunn á samræmdum íslensku­ prófum en börn í sömu skólum gerðu á þriggja ára tímabili fyrir inn­ leiðingu. Sveitarfélögin vörðu 105 milljónum króna til verkefnisins á árunum 2005 til 2016. Kjartan Ólafsson, lektor við Háskólann á Akureyri, segir að þetta séu áþekkar niðurstöður og Menntamálastofnun fékk út 2015. Hann bendir á að þó munurinn sé marktækur sé hann mjög lítill og segir að það virðist í raun litlu máli skipta með tilliti til einkunnar á sam­ ræmdu prófi 4. bekkjar hvort BL hafi verið innleitt eða ekki. Hann bendir á að meðaltalið segi ekki alla söguna. „Það væri áhugavert að skoða líka breytileikann milli nemenda í þess­ um skólum,“ segir hann og nefnir til dæmis að kanna mætti hvort bil á milli þeirra bestu og lökustu hefði minnkað eða stækkað. Aðferðin þróuð frá 2004 Á árunum 2005 til 2016 hafði Mið­ stöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri um 105 milljónir króna í tekjur frá sveitarfélögunum af inn­ leiðingu lestraraðferðarinnar BL, en miðstöðin hefur staðið að þróun hennar frá árinu 2004. Í svari mið­ stöðvarinnar kemur fram að átta starfsmenn starfi hjá miðstöðinni, í 6,14 stöðugildum. Meginmarkmið BL er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Áhersla er lögð á að unnið sé heild stætt með tal, hlust un, lestur og rit un, auk þess sem hljóð vit und, rétt rit un, skrift, orða­ forði, setn inga bygg ing og mál fræði er hluti af ferl inu. Alls hafa 83 íslenskir grunnskólar lokið BL en þrír til viðbótar eru í inn­ leiðingarferli. Grunnskólar á Íslandi eru 170 talsins, samkvæmt vef Hag­ stofunnar. Helmingur grunnskóla á Íslandi hefur því innleitt BL. Flestir aðrir nota svonefnda hljóðaðferð við lestrarkennslu, í einhverri mynd. Úrtakið helmingur nemenda Fjörutíu og níu skólar sem oftar en ekki höfðu fleiri en ellefu nemendur í 4. bekk, luku BL á árunum 2008 til 2015. Fréttablaðið rýndi í einkunnir nemenda í 4. bekk í þessum skólum þrjú ár áður en innleiðing hófst og þrjú ár eftir að innleiðingu lauk. Að baki hverjum árgangi liggja Íslensk lestraraðferð skilar ekki betri einkunnum Byrjendalæsi hefur verið innleitt í helming grunnskóla á Íslandi. FréttABlAðið/Ernir Lestraraðferðin Byrjendalæsi hefur verið þróuð og inn- leidd í helming skóla á Íslandi frá 2004. Samræmd próf sýna ekki að aðferðin sé betri en sú gamla. Forsvarsmenn segja prófin ekki mæla þá færni sem nem- endum er kennd. 2 2 5 5 11 12 15 14 3 11 0 1 2 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 ✿ Fjöldi skóla sem hefur innleiðingu Byrjendalæsis innleiðingin átti að skila. Það sé hlut­ verk sveitarfélaganna að svara því. „Þetta virðist ekki skipta neinu máli gagnvart þessu tiltekna prófi,“ segir hann og bætir við að stundum sé verið að leita að einföldum svörum við flóknum spurningum. Skoða tengsl aðferða og árangurs Tuttugu reykvískir skólar eru á meðal þeirra 49 sem luku BL á árunum 2008 til 2015. Í svari frá Skúla Helgasyni, formanni skóla­ og frístundaráðs, kemur fram að munurinn á niður­ stöðum fyrir tímabilin fyrir og eftir innleiðingu BL, þegar reykvísku skól­ arnir eigi í hlut, sé ekki marktækur. Í sjö tilvikum (skólum) hafi orðið framfarir en í 13 hafi vegin meðalein­ kunn fyrir árin þrjú lækkað. Varast beri að lesa of mikið í það. Að mati Skúla er mjög mikilvægt að fylgjast með námsárangri í lestri út frá mismunandi prófum og skim­ unum. Hann nefnir að taka þurfi upplýsingar á borð við fjölda barna með annað móðurmál en íslensku með í jöfnuna þegar námsrárangur í íslensku er metinn. Skúli segir að fyrir áramót hafi til­ laga skóla­ og frístundaráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna, aðgerðaáætl­ un varðandi læsi, verið samþykkt. Þar eigi meðal annars að skoða tengsl námsárangurs og kennsluaðferða, til að skerpa á áherslum borgarinnar í læsismálum. „Eðlilega verður litið til þess hvort skólarnir hafi tekið þátt í Byrjendalæsi eða ekki í þeirri grein­ ingu og tekið verður á því ef sú skoð­ un sýnir skýran mun á þeim skólum sem notað hafa Byrjendalæsi og þeim sem ekki hafa gert það,“ segir Skúli. Hann tekur fram að margir skólar sem nota BL beiti líka öðrum lestrarkennsluaðferðum. „Það flækir verulega allan samanburð.“ Byrjendalæsi hefur verið innleitt í annan hvern grunnskóla lands­ ins. Niðurstöður á samræmdum íslenskuprófum í 4. bekk sýna að munurinn á árangri barna í BL­skól­ um fyrir og eftir innleiðingu er mjög lítill. Ósannað er hvort innleiðingin, og þeir fjármunir sem varið hefur verið til verkefnisins, hafi skilað því sem til var ætlast; að börn nái betri árangri í læsi snemma á skólagöng­ unni. baldurg@frettabladid.is einkunnir 1.700 til 2.000 barna en að jafnaði eru á bilinu 4.000 til 4.400 börn í árgangi á landsvísu. Úrtakið er því tæplega helmingur þýðisins. Notast var við vegið meðaltal ein­ kunna, svo fámennir bekkir vega ekki þyngra en fjölmennir. Staðlaður einkunnakvarði er not­ aður til að birta niðurstöður sam­ ræmdra prófa fyrir landið allt. Ein­ kunnir eru normaldreifðar þar sem meðaltalið er 30 og staðalfrávikið 10. Niðurstöðurnar ár frá ári eru stilltar á sama kvarða þannig að þær verða sambærilegar á milli ára. Nemendur í fjórða bekk í skólunum 49 fengu yfir þriggja ára tímabil einkunnina 30,34 áður en BL var tekið upp. Það er aðeins yfir landsmeðaltali. Meðal­ tal einkunna í 4. bekk sömu skóla, yfir þriggja ára tímabil eftir að inn­ leiðingu BL lauk, reyndist 29,74, eða aðeins undir landsmeðaltali. Munur­ inn er lítill en marktækur, eða 0,6. tekist á 2015 Illugi Gunnarsson, þá menntamála­ ráðherra, gagnrýndi BL nokkuð harð­ lega árið 2015, í kjölfar minnisblaðs Menntamálastofnunar um árangur barna sem lært hefðu með BL. Hann sagði að aðferðin byggði á ótraustum grunni. „Menn eiga að geta spurt sig, þegar nýjar aðferðir eru innleiddar í íslenskt menntakerfi, hvaða lág­ markskröfur eru gerðar um rann­ sóknir og vísbendingar er varða ágæti þeirra – hvort rétt sé að inn­ leiða þær eða ekki. Ég tala nú ekki um þegar um lestur og stærðfræði er að ræða.“ Háskólinn á Akureyri svaraði gagnrýninni sem fram kom árið 2015 á þann veg að innra símat væri innbyggt í aðferðafræði BL og að þau gögn sýndu framfarir nemenda. Staða nemenda væri metin þrisvar á ári meðan á innleiðingu stæði. Þá kom fram að staðlaðar niðurstöður samræmdra prófa næðu til takmark­ aðs hluta markmiða BL og að umtals­ verðar sveiflur væru á milli ára innan einstakra skóla. Lítil fylgni væri á milli frammistöðu einstakra skóla á samræmdum prófum yfir tíma. Í greiningu Menntamálastofnunar frá 2015 kom fram að ólíklegt væri að aðrar skýringar væru betri en sú að sama kerfisbundna breytingin á vinnubrögðum í skólunum tengdist því að nemendur þessara skóla stæðu sig verr en nemendur í sama hverfi áður en breytingin var gerð. Í svari stofnunarinnar voru athuga­ semdir gerðar við að ekki væru til nýrri fræðigreinar um BL en frá 2003. Þá byggði mat á stöðu nemenda á skimunarprófi sem ekki hefur verið staðlað fyrir Ísland. „Niðurstöður úr slíku prófi í lok 1. bekkjar geta ekki talist mælikvarði á árangur nemenda í lestri,“ sagði Menntamálastofnun. Samanburðurinn næði aðeins til BL­ skóla en hvorki til annarra skóla né til þess tímabil áður en kennsla með BL hófst í skólunum. Í svari miðstöðvar­ innar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að nú í byrjun árs sé von á bók með 14 ritrýndum greinum um þróunarverkefnið BL. Óljóst hverjir nota aðferðina Laufey Petrea Magnúsdóttir, for­ stöðumaður Miðstöðvar skólaþró­ unar við Háskólann á Akureyri, varar við að draga þá ályktun að orsaka­ samband sé á milli innleiðingar BL og lægri einkunna á samræmdum prófum 4. bekkjar. Hún bendir á að innleiðingin nái einungis til fyrstu tveggja bekkja grunnskóla. Hún segir að ekki sé ljóst hvort og í hvaða mæli þeir skólar sem tekið hafa upp BL notist við þær aðferðir. „Við getum ekki vottað, þó innleiðingarferlið hafi átt sér stað, að það hafi orðið breytingar á starfsháttum.“ Það sé því „í besta falli vafasamt“ að gefa sér nokkuð um orsakasamhengið. Til eru sérfræðingar sem stigið hafa fram og gagnrýnt BL. Þann­ ig sagði Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við háskólann í Þrándheimi, við Morgunblaðið árið 2014 að rétt væri að nota aðeins raunprófaðar aðferðir við lestrarkennslu. BL væri ekki raunprófuð aðferð. Hann spurði hvers vegna aðferðin hefði verið tekin upp þegar ótal rannsóknir hefðu sýnt að hljóðaðferðin kæmi best út í upphafi lestrarkennslu. Lesturinn væri undirstaða alls náms og vanda þyrfti til verka frá upphafi. Fulltrúi Miðstöðvar í skólaþróun við Háskólann á Akureyri svaraði því til að BL væri aðferð sem byggð væri á viðurkenndum og rannsökuðum aðferðum, meðal annars banda­ rískum. Hljóðaðferðin væri raunar hluti af BL. Kjartan segir að einkunnir á sam­ ræmdum prófum í 4. bekk séu ein leið til að skoða árangurinn af BL. Matið á áhrifunum fyrir og eftir inn­ leiðingu sé mat á áhrifum BL umfram annað sem gert er í skólakerfinu á sama tíma. Ef skilin væru skarpari og skólar kenndu annaðhvort eftir aðferðum BL eða ekki væri niður­ staðan skýrari. Önnur hugsanleg þróunarverkefni samhliða geti haft áhrif. Kjartan segir að það sem alltaf vanti í þessa umræðu sé það hverju 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -6 E 9 0 1 E D 8 -6 D 5 4 1 E D 8 -6 C 1 8 1 E D 8 -6 A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.