Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 34

Fréttablaðið - 27.01.2018, Page 34
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabla- did.is, s. 512 5439 , DJI er stærsti drónaframleið-andi í heimi og brautryðj-andi á sínu sviði. Fyrirtækið er þekkt fyrir að vera framsækið en engu að síður þekkt fyrir gæði og góða þjónustu. Nýjasta afurðin er smávaxinn dróni, Mavic Air, sem tekur vídeó í 4K upplausn. „Þessi dróni er bylting,“ segir Sigurður Helgason, eigandi DJI verslunar- innar í Lækjargötu og iStore í Kringlunni. Allar stærðir dróna „Við erum með allar stærðir af drónum í Lækjargötunni en þessi nýi, Mavic Air, er alveg ein- stakur. Það hefur verið farið mjög leynt með framleiðslu og þróun drónans. Framleiðendur hjá DJI eru sniðugir að halda nýjungum leyndum þangað til þeir eru til- búnir að markaðssetja þær. Það eru bara fjórir dagar síðan spurðist út að Mavic Air væri að koma í búðir. Ekkert hefur lekið út um þennan litla fullkomna dróna,“ segir Sigurður. „Nýi dróninn hentar mjög vel fyrir byrjendur og líka þá sem vilja fá mikið fyrir lítið. Ég held að ef einhver dróni eigi eftir að koma fólki til að fljúga dróna þá sé það þessi. Hann kostar einungis um 114.990 krónur, er nettur og hefur flesta þá fítusa sem dýrari drónar hafa og býður upp á tækninýjungar sem dýrari drónar hafa ekki í dag,“ segir hann. Dróni fyrir alla Mavic Air hentar vel því fólki sem er á ferðinni en vill forðast þungan farangur. „Dróninn fer vel í vasa enda er hægt að brjóta hann saman og þá er hann á stærð við síma. Það er mjög lítil þjöppun í upptökum þannig að myndirnar eru kýrskýrar og fullkomnar að gæðum,“ segir Sigurður og segir að allir geti notað Mavic Air. „Fólk kaupir dróna sem áhuga- mál en einnig til að nota í vinnu. Drónarnir hafa komið sterkir inn hjá fasteignasölum. Bændur nota þá til að reka fé eða finna það, björgunarsveitarmenn nota dróna við leitarstörf, veiðiverðir við eftirlit og stór hópur fólks tekur vídeó og myndir fyrir sjálft sig. Það er skemmtilegt að deila þeim á Facebook eða Instagram og fá við- brögð frá öðrum. Mjög margir nota dróna ein- göngu sem myndavél en með honum er hægt að ná sjónarhorni DJI verslunin er við hliðina á Hard Rock í Lækjargötu. MYND/STEFÁN Verslunin er hönnuð eftir kröfum frá DJI. Hægt er að prófa drónahermi í búðinni. MYND/STEFÁN KARLSSON Sala á Mavic Air hefst 31. janúar klukkan 10. sem væri annars ógerlegt. Við fáum fjölda ferðamanna til okkar í búðina sem eru að leita að góðum drónum fyrir ferðalag sitt um Ísland. Drónarnir hjá okkur eru á sambærilegu verði og í öðrum evrópskum löndum. Það borgar sig ekki að kaupa þá erlendis. Litli dróninn er á mjög góðu verði miðað við að hann er með 4K myndavél, með árekstraskynjara að framan, aftan og undir. Hann skynjar umhverfið í 3D til að auka flugöryggi og stöðugleika. Hann eltir eigandann og það er hægt að stýra honum með handabending- um án þess að nota fjarstýringuna. Hann er með 8 GB innbyggt minni sem er kostur, ef fólk gleymir minniskortinu heima kemur það ekki að sök. Mavic Air getur flogið í 21 mínútu og tvo kílómetra í burtu. Þá getur hann tekið í panorama og kúlumyndir sem hann setur sjálfur saman, mögulega með því að flétta saman við vídeó. Þetta er án efa tæknivæddasti dróninn í dag með ótrúlega marga eiginleika.“ Sigurður segir að fleiri karlar en konur kaupi dróna en vonast til að það breytist fljótt. „Við fögnum í hvert sinn sem kona kemur til okkar og kaupir dróna. Mavic Air hentar öllum vel þar sem hann er léttur og meðfærilegur en samt svo öflugur,“ segir hann. Kynning á drónum DJI verslunin var opnuð í Lækjar- götu 2a síðastliðið sumar og hefur hún vakið mikla athygli bæði Íslendinga og erlendra ferða- manna. DJI er sérverslun með allar stærðir dróna. Í búðinni er flugbúr og einnig drónahermir þar sem hægt er að æfa sig eða prófa að fljúga dróna, en til 23. febrúar er hægt að spreyta sig á þrautaleik í herminum og safna stigum. Sá keppandi sem stendur uppi með flest stigin mun vinna Spark dróna. Frá miðvikudeginum 31. janúar til 7. febrúar, kl. 17 alla dagana, verður nokkurs konar Work-Shop í búðinni þar sem fram fer kynn- ing á nýja drónanum. Kynningin er öllum opin sem hafa áhuga á að kynna sér kosti drónans, en þeir sem mæta á kynninguna fá happadrættismiða þar sem Mavic Air er í verðlaun. Allir sem kaupa vörur hjá okkur á þessu tímabili fá happadrættismiða. Einnig verður hægt að vinna sér inn miða með því að deila myndum úr búðinni á Instagram og Facebook með myllu- merkinu #DJIMAVICAIR Nánari upplýsingar má fá í síma 519 4747 eða á heimasíðunni, djireykjavik.is Mavic Air, sem tekur vídeó í 4K upplausn. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . JA N ÚA R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -9 1 2 0 1 E D 8 -8 F E 4 1 E D 8 -8 E A 8 1 E D 8 -8 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.