Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 85

Fréttablaðið - 27.01.2018, Síða 85
Fjölskyldudagskrá nýársins á Borgarbókasafninu hefst á notalegri sögustund í skammdeginu. Þá ætlar Ingibjörg Sveinsdóttir, eða Imma eins og hún er kölluð, að segja söguna Of margir álfar, eftir Margaret Read Mac Donald. Imma er bókmenntafræðingur að mennt og hefur síðastliðinn áratug unnið með börnum. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir er að segja börnum sögur og það hefur hún gert upp á hvern dag. Sem sagnaþulur leggur Imma áherslu á þátttöku áheyrenda og leikinn í bókinni. Leikur og lifandi frásögn Immu hefst í Menningarhúsinu Grófinni á morgun, sunnudaginn 28. janúar, klukkan 15 til 16. Hægt er að skoða veigamikla og fjölbreytta fjöl- skyldudagskrá Borgarbókasafnsins á heimasíðu og Facebook-síðu safnsins. Leikur og lifandi frásögn Samkvæmt nýrri sænskri rannsókn virðist svokallaður steinaldarmegrunarkúr bera árangur. Sjötíu konur sem allar voru eldri en 55 ára og höfðu verið á breytingaskeiði tóku þátt. Þær voru allar frískar en vildu léttast. Helmingurinn var settur á stein- aldarkúrinn en hinn borðaði venju- lega norrænan heimilismat. Báðir hóparnir léttust en sá sem borðaði steinaldarmat missti fleiri kíló. Rannsakendur segja að þær sem voru á steinaldarkúrnum hafi jafn- framt verið heilbrigðari, kólesteról í blóði minnkaði talsvert og því minni hætta á hjarta- og æðasjúk- dómum. Steinaldarkúrinn samanstóð af fitulausu kjöti, fiski, eggjum, græn- meti, ávöxtum, berjum, lárperum og grænmetisolíu. Ekki mátti borða mjólkurvörur og ekki nota salt eða sykur í mat. Hópurinn fékk 40% fitu, 30% kolvetni og 30% prótín. Norræni kúrinn samanstóð af trefjaríkum mat, kjöti, fiski, græn- meti, ávöxtum og mjólkurvörum. 15% innihéldu prótín, 30% fitu og 55% kolvetni. Léttust á steinaldarkúr Vatnaskil Málþing Geðhjálpar um nýtt sjónarhorn í geðheilbrigðismálum Þingsalir, Reykjavík Natura 1. febrúar 2018. Fundarstjóri Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík 13.00 – 13.15 Opnunarávarp Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar. 13.15 – 14.00 Þörf breyttrar hugmyndafræði við stefnumótun og framkvæmd þjónustu Dainius Puras, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna í geðheilbrigðismálum, prófessor í barnageðlækningum og lýðgeðheilsu við háskólann í Vilnius. 14.00 – 14.45 Heildræn sýn á manneskjuna bætir andlega og líkamlega vellíðan Peter Kinderman, prófessor í klínískri sálfræði við Liverpool-háskóla og varaformaður Breska sálfræðingafélagsins. 14.45 – 15.00 Að passa ekki inni í kerfið Jónína Sigurðardóttir. 15.00 – 15.15 Kaffi 15.15 – 16.00 Fyrirframgerð ákvarðantaka í geðheilbrigðisþjónustu: tækifæri og áskoranir Fiona Morrissey, doktor í fyrirframgerðri ákvarðanatöku innan geðheilbrigðisþjónustunnar. 16.00 – 16.15 Saga af fyrirframgerðri ákvarðanatöku Ágúst Kristján Steinarrsson. 16.15 – 16.45 Pallborðsumræður Hrannar Jónsson, Dainius Puras, Peter Kinderman, Jónína Sigurðardóttir, Fiona Morrissey og Ágúst Kristján Steinarrsson. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda í gegnum netfangið verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 2.500, frítt fyrir félaga í Geðhjálp. Í tilefni af fæðingardegi tón-skáldsins Wolfgangs Ama-deusar Mozart munu nemendur Söngskólans í Reykjavík syngja á árlegum Mozart-tónleikum á Kjarvalsstöðum í dag. Mozart fæddist 27. janúar árið 1756 og hafa afmælistónleikar honum til heiðurs verið haldnir undanfarin ár á Kjarvalsstöðum í umsjón Lauf- eyjar Sigurðardóttur fiðluleikara. Í dag eru það nemendur úr Söng- skólanum í Reykjavík sem koma fram ásamt píanóleikaranum Kristni Erni Kristinssyni. Á efnisskránni eru aríur og sam- söngsatriði úr óperum og mótett- um eftir tónskáldið. Garðar Cortes heldur stutt erindi milli atriða. Mozart samdi fyrsta tónverk sitt fimm ára og fyrstu sinfóníuna sjö ára gamall. Eftir hann liggja rúm sex hundruð verk af ýmsum toga en hann lést árið 1791, aðeins 35 ára að aldri. Tónleikarnir hefjast klukkan 18 og er aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar á listasafn- reykjavikur.is. Árlegir afmælistónleikar Steinaldarhópurinn léttist að meðaltali um níu kíló en hinn um sex. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 7 . JA N ÚA R 2 0 1 8 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -A 4 E 0 1 E D 8 -A 3 A 4 1 E D 8 -A 2 6 8 1 E D 8 -A 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.