Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 89

Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 89
Klasinn hefur verið lengi í mótun og það hefur tekið nokkurn tíma að samþætta ólík sjónarmið aðildarfélaga sem saman mynda heildstæða virðis- keðju íslenska orkugeirans. Klasinn er málsvari jarðvarmageirans á Íslandi og er hann í samstarfi við sams konar iðnaðarklasa í Frakk- landi og Mexíkó. Fleiri lönd hafa sóst eftir samstarfi við Iceland Geothermal og það er ljóst að mikill áhugi er á því að vinna með íslenskum fyrirtækjum í verkefnum tengdum endurnýjanlegri orku,“ segir Viðar Helgason framkvæmda- stjóri Iceland Geo thermal. Klasinn hefur frá upphafi verið fjármagnaður af aðildarfélögum og hefur það reynst farsælt fyrir- komulag. Samstarf klasans við atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands hefur reynst afar mikilvægt í viðræðum Klasans við erlenda aðila. Því ber einnig að halda til haga að sendiherrar erlendra ríkja hafa stutt Klasann og veitt honum lið. „Reynslan hefur leitt í ljós að áhugi erlendra aðila á samstarfi við íslensk fyrirtæki er mikill. Vandinn hefur hins vegar verið að skilgreina og ramma inn hvað íslensk fyrirtæki hafa fram að færa í samstarfsverkefnum. Greining Klasans hefur leitt í ljós að það eru einkum vinnustundir sem íslensk fyrirtæki hafa lagt erlendum samstarfsverkefnum til en íslensk fyrirtæki hafa hins vegar til þessa ekki getað boðið upp á fjöl- breyttan tæknibúnað og þjónustu. Þrátt fyrir áratuga rannsóknar- og þróunarstarf á sviði jarðvarma- leitar og -vinnslu og sérhæfðra rekstrarlausna sem vakið hafa athygli hefur einhverra hluta vegna ekki tekist að markaðssetja sérhæfðan jarðvarmabúnað og þjónustu honum tengda erlendis. Brýn þörf er á sameiginlegu átaki til að skilgreina hvaða markmið Íslendingar eigi að setja sér til að halda utan um og auka verðmæti rannsókna og þróunar. Orku- geirinn er þekkingariðnaður og standa Íslendingar að mörgu leyti framarlega á þessum vettvangi í samanburði við önnur lönd og þá sérstaklega á sviði jarðvarma- vinnslu. Samkvæmt nýlegri úttekt hefur reynsla, þekking og hugvit sem er afrakstur þessarar vinnu ekki skilað sér í viðskiptalegu forskoti á erlendum mörkuðum en til að ná árangri og skila meiru í þjóðarbúið er brýnt að þau séu meðhöndluð sem viðskiptaleg verðmæti. Sé sérstaklega horft til stöðunnar sem hér er lýst og sem við búum við nú um stundir þá er eðlilegt að horft sé til sögu jarðvarmageirans á Íslandi. Með söguna að baki er farsælast að líta til framtíðar og fylgjast grannt með því á hvaða hátt samkeppni á markaði endurnýjanlegra orku- gjafa er að þróast.“ Í yfir fjörutíu ár hafa Íslendingar verið leiðandi í að miðla rann- sóknarniðurstöðum og reynslu jarðvarmastarfseminnar og þá helst í tengslum við þróunar- starf og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þó að mikilvægt sé að halda þessu starfi áfram er ekki eðlilegt að framförum íslensks þekkingariðnaðar sé miðlað án þess að samtímis séu til hvatar sem viðhalda frekari rannsóknum og þróun. „Verndun og skráning hugvits og hugverka gerir mögulegt að endurheimta kostnað tengdan rannsóknar- og þróunarstarfi. Íslenskt hugvit og íslensk hugverk eru dýrmæt verðmæti á markaðs- torgi vistvænnar orku. Hugverka- réttindi eru einungis verkfæri, og í raun einu tólin sem við höfum, til að halda utan um þau gríðarlegu verðmæti sem eru afrakstur rann- sókna, þróunar og nýsköpunar. Rétt er að árétta að það er einungis í ákveðnum tilvikum sem hentar að beita einkaleyfum,“ segir Viðar. „Til að efla umræðu um stöðu jarðvarma- og orkugeirans hefur Jarðvarmaklasinn í samstafi við Arnason Faktor og Intellecon látið vinna greiningar á einkaleyfum tengdum jarðvarmanýtingu. Á sama tíma hefur Einkaleyfastofan staðið fyrir vitundarvakningu um mikilvægi einkaleyfa í iðnaði. Síðastliðið hálft ár hefur Klasinn, Einkaleyfastofan, Arnason Faktor, Samorka og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir- búið málþing til að ræða stöðu þekkingar og virði hennar í við- skiptalegu samhengi. Málþingið ber yfirskriftina „Öld rannsókna og þróunar – hugverkaréttur í jarðvarmageiranum á Íslandi“. Málþinginu er ætlað að vekja atvinnulífið til umhugsunar um hvert sé virði hugvits og hvert sé mikilvægi þess að meðhöndla það sem verðmæti þegar viðskipti eru annars vegar. Málþingið verður haldið í höfuðstöðvum Arion banka 9. febrúar nk. og mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytja opnunarávarp. Jeff Skinner, framkvæmdastjóri Institute of Innovation and Entre preneurship hjá London Business School flytja ávarp á fundinum en auk hans munu fjórir aðrir fyrirlesarar flytja erindi. Forustumenn úr atvinnulíf- inu munu taka þátt í pallborðsum- ræðum. Skráning á málþingið fer fram á heimasíðu bankans. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal. Virði hugvits og grænna lausna Klasasamstarfið Iceland Geothermal hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2009. Samstafið byggir á samstöðu ólíkra aðildarfélaga sem hafa öll það að markmiði að vinna að framþróun jarðvarma- og orkuiðnaðar á Íslandi. IGC 2018 er ein stærsta viðskiptaráðstefnan á sviði jarðvarma og verður haldin í fjórða sinn í Hörpu á vegum Íslenska jarðvarmaklasans. Fjöldi erlendra aðila ræðir þróun jarðvarma í heiminum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur opnunarávarp og Christiana Figueres, verkefnastjóri loftlagssamningana í París, flytur ávarp. Reykjavík · Harpa · 24–27 apríl, 2018 30 SÝNENDUR 40 LÖND 8 FRUMMÆLENDUR 17 ERINDI 60 FYRIRLESARAR 10 PALLBORÐSUMRÆÐUR Skráning og allar nánari upplýsingar: www.igc.is VISION – DEVELOPMENT – OPERATION KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 2 7 . ja n úa r 2 0 1 8 oRKA ísLANDs 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -4 7 1 0 1 E D 8 -4 5 D 4 1 E D 8 -4 4 9 8 1 E D 8 -4 3 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.