Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 91

Fréttablaðið - 27.01.2018, Qupperneq 91
Verkís hefur komið að gerð vatnsafls- virkjana í þremur bæjum á Grænlandi. Kristján Már Sigurjónsson byggingarverkfræðingur, Helgi Þór Helgason rafmagnsverkfræðingur og Carine Chatenay, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri á orkusviði. MYND/ANTON BRINK Georgíumenn standa framarlega í gerð vatnsaflsvirkjana en hafa ekki mikla reynslu af því að gera jarðgöng við slíkar virkjanir. Margar áskoranir blasa við mannkyninu í baráttunni við loftslagsbreytingar. Ein af þeim stærstu er að þjóðir heims færi orkuvinnslu sínu yfir í endur- nýjanlega orkugjafa. Á Íslandi hafa jarðvarmi, vatnsafl og vindorka verið beisluð með góðum árangri. Þegar Íslendingar kaupa rafmagn til að lýsa upp skammdegið og heitt vatn til að hita upp húsin sín vita þeir að orkan var unnin með aðferðum sem losa ekki gróður- húsaloftegundir út í andrúms- loftið. Íbúar margra annarra landa heimsins eru ekki jafn heppnir. Á síðustu árum hefur Verkís komið að gerð vatnsaflsvirkjana í þremur bæjum á Grænlandi. Íbúarnir notuðu áður dísilolíu til upphitunar en gátu sagt skilið við hana og nýtt sér endurnýjanlegan orkugjafa. Frá árinu 2006 hefur Verkís tekið þátt í að veita ráðgjöf um nýtingu jarðvarma í Kína. Margt hefur áunn- ist á þessum tíma og eru núna 300 þúsund heimili hituð upp með jarð- varma, eða 30 milljón fermetrar, sem áður nýttu sér óendurnýjan- lega orkugjafa. Þannig var hægt að draga úr losun koltvísýrings um sex milljón tonn. Markmiðið er að 100 milljón fermetrar verði hitaðir upp með jarðvarma árið 2020. Sóttu reynsluna alla leið til Íslands Í Georgíu hefur aukinni eftir- spurn eftir orku verið mætt með vatnsaflsvirkjunum en þar í landi er gas mikið notað til upphitunar. Framkvæmdum við Dariali-vatns- aflsvirkjunina í ánni Tergi í Georgíu sem hófust árið 2011 lauk á síðasta ári. Verkís var aðalhönnuður virkjunarinnar og vann verkið í nánu samstarfi við Landsvirkjun Power auk fyrirtækja í Georgíu. Verkís sá um verkhönnun, útboðs- gögn, aðstoð við samninga og alla deilihönnun, sem var að hluta til unnin af undirverktökum ytra. Kristján Már Sigurjónsson, byggingarverkfræðingur á orku- sviði Verkís, og Helgi Þór Helgason, rafmagnsverkfræðingur á orkusviði Verkís, héldu utan um verkefnið fyrir hönd fyrirtækisins. Björn Stefánsson yfirverkfræðingur var einnig meðal aðalráðgjafa verksins fyrir hönd Landsvirkjun Power. Kristján Már segir að Georgíu- menn standi framarlega í gerð vatnsaflsvirkjana en hafi ekki mikla reynslu af því að gera jarðgöng við slíkar virkjanir. „Þar sem grafa þurfti jarðgöng við Dariali-virkjunina varð að sækja þá þekkingu annað og var ákveðið að semja um hönnunina eftir alþjóðlegt útboð. Landsvirkjun Power og Verkís búa að þekkingu og reynslu sem fyrirtækin hafa meðal annars aflað við gerð Kárahnjúka- virkjunar og virkjana á Grænlandi og er það ástæða þess að fyrir- tækin voru valin til að vinna verkið í Georgíu,“ segir Kristján Már. Jarðgangagerð á Íslandi hefur einkum byggst á reynslu frá Noregi þar sem beitt hefur verið hag- kvæmum aðgerðum við bergstyrk- ingu. Þessi þekking og reynsla leiddi meðal annars til þess að leitað var til íslenskra aðila við hönnun Dariali. Mörg tækifæri Helgi Þór segir að það hafi verið viss þröskuldur að komast inn á markaðinn í Georgíu. „Eftir að fyrir- tækið komst þangað, náði að sýna sig og sanna og mynda tengsl hafa orðið til fleiri tækifæri tengd vatns- aflsvirkjunum en einnig í öðrum geirum, svo sem jarðvarma og samgöngum,“ segir Helgi Þór. Hann nefnir að í því síðastnefnda séu mörg tækifæri, meðal annars á sviði jarðganga í Kákasusfjöllum og það sé fagnaðarefni að Verkís taki þátt í uppbyggingu innviða í Georgíu. Það voru þó ekki aðeins Íslend- ingarnir sem deildu þekkingu og reynslu með heimamönnum í Georgíu því starfsfólk Verkís fékk einnig að kynnast öðrum aðferðum til að fást við aurburð en notaðar hafa verið hér á landi. „Áin Tergi, sem var virkjuð, er gríðarlega brött og jafnhalla og því var ekki hægt að gera lón sem tekur við aurnum, líkt og yfirleitt er gert á Íslandi. Þetta er vandamál sem Georgíumenn hafa reynslu af og fékk starfsfólk Verkís tækifæri til að læra af þeim,“ útskýrir Kristján Már. Við inntaks- mannvirki var byggð gríðarstór setþró til þess að láta aurinn setjast svo hann berist ekki í vélarnar og valdi auknu sliti á þeim. Honum er svo skolað út um sérstakar lokur áður en setþróin fyllist. Miðlun þekkingar í baráttunni við loftslagsbreytingar Íslendingar geta sannarlega lagt sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar með því að miðla þekkingu sinni og reynslu í notkun endurnýjanlegra orkugjafa til landa sem enn nota gas, kol og olíu til upphitunar og raforkuvinnslu. Framleiðir 500 gígavattstundir Virkjunin er í ánni Tergi, sem á upptök sín í Kákasusfjöllunum í Georgíu en rennur til norðurs inn í Rússland, sveigir til austurs og endar í Kaspíahafi. Um er að ræða rennslisvirkjun þar sem byggð var lág stífla með yfirfalli, flóð- gáttarlokum, aurskolunarlokum, stöðvarinntaki og setþró. Þaðan rennur vatnið um tveggja kílómetra langar, niðurgrafnar stálpípur sem tengjast sex kílómetra löngum aðrennslisgöngum. Göngin voru boruð með gangaborvél frá Robbins í Bandaríkjunum sem er sérstaklega ætluð fyrir harðar bergteg- undir. Slíkar vélar voru meðal annars notaðar við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Við enda aðrennslisganganna eru um 40 metra löng, lóðrétt og stál- fóðruð þrýstigöng sem tengd voru við þrjá Pelton-vatnshverfla í stöðvar- húsi neðanjarðar. Vatninu er svo veitt aftur í ána Tergi í gegnum 400 metra löng frárennslisgöng. Hönnunarrennsli er 33 rúmmetrar á sekúndu og brúttó fallhæð er 390 metrar. Raforkan er flutt frá rafölum stöðvarinnar með strengjum sem liggja í sérstökum strengjagöngum að aflspennum og tengivirki ofanjarðar og þaðan um 110 kV háspennulínu inn á flutningskerfi landsins. Í dag framleiðir þessi virkjun um 500 gígavattstundir á ári án útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Ef jafnmikil orka hefði verið framleidd með jarð- gasi má reikna með að því fylgdi um 250.000 tonna árlegur útblástur af koltvísýringi. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 7 . ja n úa R 2 0 1 8 ORKA ÍSLANDS 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E D 8 -5 A D 0 1 E D 8 -5 9 9 4 1 E D 8 -5 8 5 8 1 E D 8 -5 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.