Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 106

Fréttablaðið - 27.01.2018, Side 106
Upplýsingatæknideild undirbýr innkaup á afritunar- og gagnageymslulausnum fyrir Reykjavíkurborg. Um er að ræða gagnageymslu hýsta hjá Reykjavíkurborg auk þriðja aðila, ásamt hugbúnaði til að taka afrit af tölvukerfum borgarinnar. Til skoðunar er vél- og hugbúnaður ásamt þjónustu til að mynda heildstæða lausn. Hluti af undirbúningi fyrir innkaupin er að kalla eftir upplýsingum frá aðilum á markaði sem bjóða slík kerfi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna virkni sinna kerfa, búnaðar og þjónustu skulu vinsamlegast hafa samband við Tómas Guðmundsson tæknistjóra hjá upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar fyrir 8. febrúar n.k. á netfangið tomas.gudmundsson@reykjavik.is Athugið að þessi markaðskönnun felur ekki í sér neina skuldbindingu um innkaup, hvorki af hálfu Reykjavíkurborgar né áhugasamra aðila. Gert er ráð fyrir að innkaupaferlið hefjist í vor en það verður framkvæmt í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016 og innkaupareglur Reykjavíkurborgar. reykjavik.is/gagnageymslulausnir Afritunar- og gagnageymslulausnir Markaðskönnun vegna innkaupa Meðal þeirra tíu f o r v i t n i l e g u my n d a s e m eru á Frönsku k v i k m y n d a -hátíðinni sem hófst í gærkvöldi er kanadíska kvik- myndin Iqaluit sem á rætur sínar að rekja norður til Inúítabyggða í Kanada norðvestanverðu en elstu merki um byggð á þeim slóðum eru talin um fjögur þúsund ára. Inúítinn Natar Ungalaaq, einn af aðalleikurum Iqaluit, er staddur hér á landi í tilefni af hátíðinni og hann segist koma frá því sem kallað er Nýja svæðið eða Nunavut, eyju sem kallast Iglooik og liggur tölu- vert norðan við heimskautsbaug. Sögur og aftur sögur Natar Ungalaaq hefur alla tíð feng- ist við að skapa list. Allt frá unga aldri fékkst hann við að skera út, útskurður er mikilvæg listgrein í menningu Inúíta, og reyndar er að finna útskurðarverk eftir hann í National Gallery of Canada. Ungalaaq og félagi hans, leikstjór- inn Zacharias Kunuk, framleiddu báðir listmuni og seldu til þess að kaupa kvikmyndatökuvél árið 1981. Í framhaldinu stofnuðu þeir framleiðslufyrirtæki í samfélagi Inúíta þar sem sjónvarpið hafði enn ekki hafið innreið sína. Ungalaaq segir að það sem hafi dregið að hann að kvikmyndinni sem listformi hafi fyrst og fremst snúist um að varðveita sögurnar sem hann ólst upp við. „Í mínu ung- dæmi var alltaf verið að segja sögur. Sögur fyrir börn, fullorðna og gamla fólkið, allir áttu og sögðu sínar sögur. Þessar sögur hafa lifað með okkur í gegnum aldirnar en heimur- inn er að breytast og þess vegna átt- uðum við okkur á því að það þyrfti að varðveita þessar sögur og kvik- myndavélin er frábær leið til þess. Í framhaldinu fórum við svo að sjón- varpa því sem við vorum að gera og þaðan var eðlilegt næsta skref að búa til kvikmyndir. Fyrir mig sem listamann var þetta ákveðið ferli á milli forma úr skúlptúrnum og yfir í kvikmyndirnar en allt miðar þetta að því að skapa eitthvað sjónrænt og segja sögur.“ Saga kvikmyndagerðar Inúíta er í raun samofin sögu þeirra Kunuk og Ungalaaq sem segir að þeim hafi þótt mikilvægt að geta nýtt sér þessa tækni hvíta mannsins eins og hann orðar það sjálfur. „Við áttum nóg af sögum í okkar menningu en þær voru allar óskrifaðar. Við höfðum enga skrift eða lög sem eru skrifuð á pappír en við áttum okkar arfleifð. Þessar sögur eru enn sagðar en við þurfum engu að síður að tryggja framtíð þeirra og það er það sem við erum að gera, skrásetja með öllum þeim formum sem við getum mögulega nýtt okkur svo allur þessi ómetanlegi arfur verði aðgengilegur komandi kynslóðum.“ Ólíkir heimar Kvikmyndin sem Natar Ungalaaq er mættur með á Frönsku kvikmynda- hátíðina snýst þó ekki með beinum hætti um að varðveita þessa arf- leifð, í það minnsta ekki með beinum hætti. Myndin heitir Iqaluit og er í leikstjórn Benoit Pilon en í aðalhlutverkum auk Ungalaaq eru þau Marie-Josée Croze og Francois Papineau. Sagan segir frá konu sem kemur norður til Iqaluit eftir að eiginmaður hennar slasast þar við störf. Hún reynir að komast að því hvað gerðist og kynnist við það Nóa, Inúíta sem er vinur eigin- mannsins og faðir ungs manns sem tengist slysinu, og saman sigla þau út Frobisherflóa í leit að svörum en við ólíkum spurningum. Natar Ungalaaq segir að upp- hafið að samstarfi þeirra sem gerðu myndina megi rekja aftur til mynd- arinnar The Necessities of Life (Ce qu’il faut pour vivre) og að þá hafi þau öll skynjað að þau hefðu fundið eitthvað gott, eitthvað sem skipti máli. „Við vorum enn að vinna að þeirri mynd þegar Pilon sagði við mig að hann væri með annað hlut- verk fyrir mig því þá var hann strax farinn að hugsa um þessa mynd. Málið er að það eru ákveðin tækifæri fólgin í því að fjalla um það þegar fólk frá ólíkum menn- ingarheimum með ólík tungumál stendur skyndilega frammi fyrir því að þurfa að vinna saman. Þurfa að kynnast, læra um hvert annað og skilja hvert annað. Þetta er eitt- hvað sem við erum að takast á við á hverjum degi en hér er þetta sett í afmarkaðar aðstæður og það gerir þetta allt greinilegra og mjög lær- dómsríkt.“ Hjálpsemi er lykillinn Natar Ungalaaq segir að samband Inúíta við aðra íbúa Kanada hafi löngum grundvallast á sameigin- legum hagsmunum í gegnum vöru- skipti. „Án viðskiptanna er ekkert, en ef þau eru til staðar og á jafn- ingjagrunni og sanngjörn þá eru þessi samskipti af hinu góða fyrir báða aðila. Vélsleðinn er fljótari en hundasleðinn og það er margt við þeirra tækni sem gerir okkur lífið aðeins léttara. Það breytir því þó ekki að við viljum halda í okkar lifnaðarhætti og okkar menningu. Sumt helst vel en annað ekki eins og gengur og gerist.“ En er þessi mynd að einhverju leyti lýsandi fyrir þessi samskipti? „Já, hún er það vegna þess að lykill- inn að lífinu í norðrinu er fólginn í hjálpsemi við erfiðar aðstæður. En við reynum líka alltaf að hjálpa hvíta manninum þegar hann kemur norður rétt eins og við reynum að hjálpa hvert öðru. Án hjálpar er ekkert samband. Ekkert mannsæmandi líf. Ekkert af þessum lögmálum er fært til bókar eða einhvers konar skrifaður lagabókstafur heldur er þetta hluti af því hver við erum. Við berum þetta í blóðinu og það er margfalt mikilvægara. En auð- vitað verðum við líka að búa yfir umburðarlyndi og virða að við erum ekki öll eins. Besta leiðin til þess að ná utan um þetta er að skiptast á sögum. Hlusta á sögur og segja sögur. Sögur eru í eðli sínu til þess að deila þeim með öðrum og því er vandfundin betri gjöf en góð saga.“ Þess má að lokum geta að kanadíska sendiráðið stendur fyrir opnum viðburði kl. 20.30 í Háskóla- bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem Iqaluit verður sýnd kl. 21.05 og aðgangur ókeypis. Það er vandfundin betri gjöf en góð saga Franska kvikmyndhátíðin stendur nú sem hæst og á meðal gesta er kanadíski leikarinn, leikstjórinn og útskurðarmeistarinn Natar Ungalaaq sem fór út í kvikmyndagerð til þess að varðveita sagnaarfinn. Natar Ungalaaq segir lykilinn að lífinu í norðrinu fólgin í hjálpsemi. Fréttablaðið/aNtoN briNk Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 7 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r42 m e n n i n G ∙ F r É T T a B L a ð i ð menning 2 7 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E D 8 -4 2 2 0 1 E D 8 -4 0 E 4 1 E D 8 -3 F A 8 1 E D 8 -3 E 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 6 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.