Ljósið - 01.02.1909, Side 5

Ljósið - 01.02.1909, Side 5
L J Ö S I Ð 21 inn og spíta bleki framan í bókstafs-álfa þjóðkirkjunn- ar, helzt pólitíska vindbelgi sem á þingi sitja og halda sig með heilbrigðum beila, þó þeir svívirði guðdóminn á margan hátt eins og þeir gera enn. Þið prófastar og prestar, sem á þingi sitjið, og ætlið ykkur að svívirða réttmæta valdstjórn, með vantrausts- yfirlýsingu á ráðherra þjóðar vorrar. Gerið ekld, fyrir guðs skuld, ])að glappaskot, að svívirða jafn vitran og prúðan mannvin, sem Hannes Haístein. Það er mjög hægt fyrir ráðherra vorn, með fylgi vitustu og beztu manna sinna, að ryðja kviðinn, sem kallað var í fornmálinu, nefnilega með kurteisi bjóða ykkur, eiðsvörnu, guðfróðu herrunum að fara heim og læra betur guðfræði, áður en stjórnspeki ykkar í pólitík verði tekin til greina. Þá er komið stórt skarð í póli- tísku klíkuna, og' rætist þá máltækið: »Það er farið að saxast á limina hans Björns míns«! Yeit nokkur til að prestar og' prófastar haíi verið svona hart leiknir af almúgamanni, sem er að vandlæta í guðs stað, og það með hreinum sannleika? Guðlastarar eru talsvert skaðlegri en innbrots- og muna-þjófar. Lygarar í messuskrúða eru enn þá hræsn- isfullir dýrðlingar þjóðar vorrar. Eg einn þori að helga alt mitt lífsstarf konungi sannleikans á himnum, og bið hann að fyrirgefa guð- fróðu óvitunum, sem ekkrvita hvað þeir gera og kenna. — Þessir óvitar eru launuðu herrarnir, sem rífast um há- sæti, vald og meiri laun, og þykjast þó vera að kenua Jesú, er var guð í holdi. Sýslar lítt um sannleikann, Sigurður frá Vigur. Enn sá dýrkar andskotann, ekki fær hann sigur. Prestar ljúga lífs á vörð, l>Tgina selja almenningi. Orðin sönnu eru hörð, orð mín standast próf á þingi.

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.