Ljósið - 01.04.1909, Síða 11

Ljósið - 01.04.1909, Síða 11
LJÓSIÐ. 75 að börn sem lærðir biskupar brjóta dauða lögmálið. Peir Kristi neita og kærleik þjá, kreddutrú sem bjóða oss, bræður þurfa sannleik sjá, sannur guð ei dó á kross. Rannsakast á ritningin, rengdu það ei, biskup minn, gömul fjögur guðspjöllin gaf oss ekki frelsarinn. Fyrst þú heiður fékst og gull, frelsið nota, herra minn, hættu að breiða út beiðið bull, hneixlaðu ekki bróður þinn. Um lýgi margur lærður dalt, ljóst mál írá mér sérðu enn. Börnum eiga segja satt sannir drottins kennímenn. Drottinn vor ei dó á kross, drottinn trúr ei fór í gröf, frelsarinn, Jesú, frelsar oss, frelsið hans er himnesk gjöf. Herrann sem bjó holdi í hann reis aldrei upp úr gröf, samin verður saga ný, sannleikur kemst yíir höf. Herrann, Jesú heilagur helvíti fór ekkert í. Þú mátt vita, Þórhallur, að þingmenn ílestir trúa því. Heilagur drottinn himnum frá heíir aldrei glímt við mann, þú biskup átt það sjálfur sjá, að synd er að kenna ósómann.

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.