Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.09.2017, Page 10

Víkurfréttir - 07.09.2017, Page 10
10 fimmtudagur 7. september 2017VÍKURFRÉTTIR Meiri þátttökuhátíðÞað var vel mætt í árgangagönguna á Ljósanótt þó svo veðurguðirnir hafi ekki verið í sínu besta skapi. Afmælisárgangurinn, fólk úr afmælisárganginum 1967, fór mikinn í göngunni með gleði og fjöri. Golfmót var haldið í Leiru og púttmót á Mánaflöt í Keflavík. Eldri borgarar í Reykjanesbæ eru duglegir púttarar. Fornbílaeigendur Fornbílaklúbbs Íslands ákváðu að mæta ekki á sýninguna þar sem þeim var ekki leyft að aka niður Hafnargötu. Nokkrir bílar mættu þó á hátíðina og hér má sjá einn aka fram hjá Gömlu búð. Hjólbörutónleikar voru haldnir í þriðja sinn. Arnór Vilbergs- son, Kjartan Már Kjartansson og Elmar Þór Hauksson héldu uppi stuði í Keflavíkurkirkju. Setning hátíðarinnar var á lóð Myllubakkaskóla í Keflavík og þar voru mætt um 2500 börn, grunnskólakrakkar og elstu nemendur leikskóla bæjarins. Risastór Ljósanætur- fáni var dreginn að húni á eina hæstu flaggstöng landsins. Flugeldasýning var í boði Toyota í Reykjanesbæ og björgunarsveitin Suðurnes sá um framkvæmdina og gerði það vel að vanda. Það er magnað hvað svona sýning dregur marga að. Stemmningin alltaf frá- bær enda flott sýning í mögnuðu umhverfi Keflavíkurbjargs. Fjórar mjög flottar listsýningar voru opnaðar á Ljósanótt í Duus-húsum og verða áfram. Sossa og Anton Helgi Jónsson eru með sýningu í Bíósalnum. Sossa sýndi myndir og Anton las ljós sem voru erótísk og myndirnar hennar Sossu eru það líka! Sossa er hér á mynd með nokkrum vinkonum sínum sem mættu á opnunina. Fríða Dís Guðmundsdóttir, söngkona opn- aði mjög sérstaka en frábæra sýningu sem tileinkuð er baráttu hennar og eiginmanns hennar í því að eignast barn. Þau eignuðust son og hún kláraði myndlistarsýningu. Listakonan Elísabet Ásberg opnaði glæsi- lega sýningu í Gryfjunni á Ljósanótt. Lista- konan er alin upp í Keflavík en hún er dóttir SAM hjónanna, Árna Samúelssonar, bíókóngs og konu hans Guðnýjar Ásberg. Heimatónleikar voru nú haldnir í þriðja sitnn og hafa slegið í gegn. Fjölskyldur í gamla bænum í Keflavík og nærumhverfi hans bjóða upp á tónlist þar sem hljómsveitir eða tón- listarfólk kemur fram. Fjögurhundruð miðar, tvöfalt fleiri en í fyrra seldust upp á einum degi og nú eins og í fyrra, tókust þeir mjög vel. Frábær stemmning og viðburður sem við heyrum að eigi bara eftir að stækka á næstu árum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.